Maníuhegðun í uppsveiflu...og fylgifiskur hennar og afneitun

 

Nú eru komin 2 ár af umræðum, rannsóknarskýrslum og þvaðri um hvað aflaga fór, og hvað beri að gera til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur.... 

Ég held persónulega að ekkert muni virka....þess vegna býð ég mig fram til stjórnlagþings og tek sérstaklega fram að framboð mitt hefur ekkert með hrun eða kreppu að gera....heldur bara það að þetta er stórkostlegt tækifæri til að semja stjórnarskrá sem er okkar.

En svo ég geri grein frir afhverju ekkert muni virka, þá er svona maníuhegðun einsog átti sér stað hér þekkt fyrirbæri síðan í túlípanauppsveiflunni í Hollandi  um 1460 og allar götur síðan.

Þá þegar mest lét var hægt að fá hestakerru, hest og aktygi fyrir einn túlípana af sjaldgæfri sortinni..

Slíakr maníur verða alltaf til þess að á eftir fylgir hin hlið maníunnar, þunglyndi(depression) og þá er talað mikið um úrbætur, yfirbót, regluverk og slíkt og hvaða einstklingar brugðust það er óbrigðult að allt sem við erum búin að þvaðra í 2 ár hefur verið sagt svo oft áður.

En aldrei vogar neinn sér að taka fyrir allt bankakerfið í heild, allar fjármálastofnanir og þarmeðtalið viðskipta og hagfæðideildir Háskólanna, það þykir einfaldlega ekki við hæfi að ásaka heila fræðigrein, þó að það sé alltaf hún sem klikkar einsog hún leggur sig.

Við nefnilega bindum svo mikla trú við að miklu ríkidæmi hljóti að fylgja miklir vitsmunir, hvernig sem við fáum það út.

Skrítið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég styð þig 100% í framboði. Áttaðu þig samt á því hvaða hættur leynast í því að verða kjörin:

1. Þú færð allskonar upplýsingar sem almenningur fær ekki.

2. Þú færð laun sem eru nægileg til að verða latur.

3. Þú kemst í aðstöðu sem freistar þín svo þú getir orðið gráðugur og spilltur.

4. Þú verður svo þteyttur í höfðinu að heilbrygð skynsemi lekur úr eyrunum og kemur aldrei aftur.

5. Lífið fera að ganga út að vera í leikriti sem snýst um að láta ekki engan skilja hversu illa er komið fyrir þér andlega.

6. Og þetta verður bara verra og verra og verður ólæknandi á stuttum tíma.

7. Eftir nokkur ár veistu ekki lengur hver þú ert, og verður alveg sama um sjálfan þig líka. Samtímis verður þér alveg sama um alla aðra líka. Fjælskyldu, vini, þjóðfélag...

Ég dáist að fólki sem nennir þessu rugli. Ég kýs þig að sjálfsögðu eingöngu af því að þú vilt fórna lífinu fyrir málstaðinn...

Óskar Arnórsson, 25.10.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahah! I have been warned...gott að þú tókst það að þér nú þegar afi er fallinn frá...

Einhver Ágúst, 25.10.2010 kl. 23:28

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

...svona er nú lífið hjá aumingja þingmönnunum okkar. Þeir gufa upp fyrir framan okkur, einn af öðrum og það er bara hægt að sjá það á hegðun þeirra...

...einhver verður að vara ofurhuganna við! ;)

Óskar Arnórsson, 25.10.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband