Það eru rosalega góðar fréttir....

Ég er rosalega glaður yfir þessu og skil ekki afhverju þetta eru ekki fyrstu fréttir um allt......ég veit að það er voða stemmning að ver aneikvæður og reiður en þetta eru tölur sem ljúga ekki.

6,4% atvinnuleysi er lærra en allsstaðar í heiminum, ef rá eru talin lúksusnorðurlöndin og þá kannski bara Noregur.....

Mikið gæfi ég fyrir að þessi veika þjóð mín gæti glaðst yfir einhverju...

Ég átta mig á að ég er á mbl.is bloggi sem 90% snýst um að halda sjálfstæðisflokknum að völdum og neikvæðni er nýja svart hjá hinum 10%, það er ekki töff eða gott að vera bjartsýnn eða glaður.

Það er heimskulegt að vera glaður, bjartsýnn og fullur vonar á Íslandi.

Alveg einsog það var talið merki um snilld að eiga pening fyrir 750 dögum þegar atvinnuleysi var 1,8%......

Ég kýs að vera talinn heimskur....ef það er það sem þarf til að vera hamingjusamur.

Ég gleðst yfir litlu atvinnuleysi...ég gleðst yfir því að kreppan hér er mýkri og þægilegri en nokkur önnur kreppa í sögu mannkyns.....

 


mbl.is 6,4% atvinnuleysi í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má böl bæta með að benda á annað verra.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk fyrir það, fínn í sjónvarpinu í kveld...eða er það ekki sá hinn sami?

Einhver Ágúst, 27.10.2010 kl. 00:28

3 identicon

Minna atvinnuleysi, en einnig minni vinna. Starfandi fólki fækkaði úr 182500 niður í 170000 samtímis með því að atvinnuleysi minnkaði. Það hljómar eiginlega eins og fólk hafi bara hætt að leita að vinnu, eða flutt út, ekki að hlutir hafi batnað. Heldur þvert á móti, þá er minni vinnu að finna.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 07:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru yfir tuttuguþúsundir einstaklinga á bak við þessar tölur sem gera þig svona hamingjusaman.  Ekki er víst að þeir séu allir eins hamingjusamir og ánægðir og þú.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2010 kl. 13:53

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er að miða við hverjar spárnar voru og hve mikið við skuldum, hér hrundi ALLT bankakerfið og hér hefur verið byltingarástand í rúm 2 ár.

Ég er láglaunamaður sjálfur með og var að fá yfirlitið yfir fæðingarorlofsgreiðslurnar sem ég á í vændum(er í losti), ég veit að þetta er ekkert auðvelt Axel.

Ég nenni bara ómögulega að reyna að vera neikvæður yfir öllu.

Og ég veit fyrir víst að það verður allt í lagi með okkur...

Einhver Ágúst, 27.10.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband