Vá hvað ég er þakklátur....

Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta í kvöld...

...leggja fram þessa tillögu og bæta hag skjólstæðinga Reykjavíkur sem minnst hafa.

...gera bragarbót á desemberuppót þeirra sem halda Jól á fjárhagsaðstoð, það hef ég prófað og það er knappt, ég hef líka prófað að halda jól með lágmarkslaun, það er ekki mikið skárra en ég er samt líka þakklátur fyrir að hafa fengið að prófa það svo ég veit hvað ég er að gera.

...fyrir að bæta kjör barna í Reykjavík, þó að það megi geta þess að fulltrúi VG hafði nú gegngið allt að því jafn langt fyrir og fengið það samþykkt en það hafði láðst að setjaþað í framkvæmd, svo VG njóti nú sannmælis....reyndar 140 kr lægra en við láum þeim það ekkert  Wink

En þegar það er sagt vildi ég hafa gert meira og mun gera meira, þetta er bara fyrsta trappan í að leiðrétta kjörin í þessu landi okkar, mikil vinna er framundann.

Nú snúum við okkur öll að því að auka virkniþáttinn í starfinu með þeim sem eru án vinnu eða af öðrum orsökum á framfærslu borgarinnar, um það er þverpólitísk sátt og mig hlakkar til að sjá hvað kemur útúr þeirri vinnu.

Samt er það svolítið fyndið að í kvöld var þetta samþykkt með hjásetu hinna flokkanna og í raun er enginn fulllkomlega ánægður, er það merki um að við séum á réttri leið?

VG fannst við ganga alltof stutt og hækka alltof lítið, fulltrúi þeirra sat hjá.

Við í SamBest erum því að vissu leyti sammála en erum samt í 4ra ára samstarfi og erum ekkert hætt, það er meira framundann, en já hefðum viljað hækka meira en núna er það ekki hægt.

Sjáfstæðisflokkurinn sat líka hjá og var á móti tillögunni án þess að greiða atkvæði gegn henni, þau leggja mikla áherslu á virkni og mikilvægi þess að halda fólki að störfum. Við styðjum það og viljum ólm þreifa okkur áfram með það og munum sjá til þess að peningum verði varið til þess.

Fjárhagsaðstoð er vissulega tímabundið neyðarúrræði en tímarnir er sérstakir og þá þarf að hugsa öðruvísi og fnan lausnir, til skamms tíma og þróa svo langtímaúrræði.

MArgt í mörgu og allt það en allaveganna langur og góður fundur og takk meirihltui og minnihluti og allir Reykvíkingar fyrir frábærann dag....


mbl.is Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Já, þetta kemur sér áreiðanlega vel fyrir þá sem þurfa á þessu að halda og eru alveg örugglega mjög góðar fréttir fyrir þá.

Áfram Besti flokkur. Haldið ykkar góða starfi áfram og sýnið úr hverju þið eruð gerð með því að láta gott af starfi ykkar og stjórn leiða.

Á næsta ári þarf síðan að leggja sem allra mesta áherslu á atvinnumálin og hjálpa til við að koma hjólunum á sem mestan snúning.

Grefill, 18.11.2010 kl. 03:15

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Algjörlega Grefill enda stendur margt til í bæði virknimálum sem tengjaast þeim sem eru á fjárhagsaðstoð og svo Atvinnuátakssjóði...margt spennandi framundann á svolítið erfiðu ári.....

Einhver Ágúst, 18.11.2010 kl. 09:16

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"Thumbs up"

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.11.2010 kl. 23:14

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Bergljót....

Einhver Ágúst, 28.11.2010 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband