Örvænting

Nú er hann orðinn örvæntingafullur kallinn, lítur ekki vel út hjá honum og þá á að fara að segja satt fyrir kosningar er það ekki bannað?

Auðvitað er allt að fara niður hér aftur það gefur augaleið þarsem hér eru einhver jöklabréf virði hundruða milljarða sem vilja fara, og króna sem er einskis virði.

Við verðum að vera klár í að herða ólarnar hér og vera sjálfum okkur næg um mat og húsaskjól. Þetta verður allt í lagi og við plummum okkur það er mín trú og við munum vonandi nýta tímann á meðan til að byggja nýtt og réttlátara samfélag þarsem ekki er eins auðvelt að traðka á öðrum og eignast hlutina með klíkuskap og spillingu að hætti Framsóknarflokksins.

Og fara gegn vilja þjóðarinnar með NATO og að samþykkja stíð í fjarlægum löndu í okkar nafni.

 


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Bíddu, en ef hann hefur rétt fyrir sér kallinn? Viljið þið ekki róttækar aðgerðir? Það voru gríðarleg mistök að samþykkja stríðið á sínum tíma en "kallinn" átti nú ekki þátt í þeirri samþykkt, er það?

Guðmundur St Ragnarsson, 23.4.2009 kl. 20:55

2 identicon

Einhvern veginn hef ég það á tilfinninguna að Sigmundur sé heiðarlegur maður. Sú tilfinning kom fyrst þegar hann var fenginn til að segja álit sitt á málum líðandi stundar í Silfrinu hjá Agli Helgasyni nú í haust.

Þessi skoðun mín hefur ekki breyst. Ég held enn að þessi maður sé virkilega að hugsa um hag þjóðarinnar og sé að segja okkur eitthvað sem rótgrónir pólitíkusar þora ekki að gera, svona rétt fyrir kosningar..þegar þeir virðast standa með pálmann í höndunum og nánast samþykkt stjórnarsamstarf.

L (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Rétt hjá ykkur báðum ég reyndar ætla honum ekkert voðalega mikið illt en hann er að stefna í fekar slaka kosningu og er þess vegna að beita þessu sem einhverju trompi.  Flokkurinn hanns ber að borga fyrir að hafa dregið Ísland inní blóðugt stríð þó hann hafi ekki verið þar þá, því það er alveg ljóst að HÁ er ekkert að fara að laga það eða biðjast afsökunar á því voðaverki.

Og varðandi róttækar aðgerðir þá treysti ég ekki þessum gömlu flokkum til að vaða lengur uppi fyrir skattpeningana mín aog mútur fyrirtækjanna í landinu til að hugsa um okkar hag Guðmundur, gerir þú það? Álver virðist vera eina hugmyndin sem við höfum.

Róttækar aðgerðir væru líka að koma með einhverja djarfa nýja hugmynd, ekki ál og 20%.

Okkar hugmyndir um stjórnlagaþing.

Færa vísitöluna handvirkt til jan 2008 þegar pólitíkusarnir og fjármálamennirnir vissu hvað var að gerast og létu landslýð sitja viljandi í súpunni.

Ég vil að alþingi vinni allt árið einsog venjulegt fólk, ekki eftir gömlum tíma sauðburðar og hvenær reiðfært er um héröð landsins.

Afnema sveitstjórnarkosningar og kjósa bara einu sinni á 4ra ára fresti fyrir bæði, Kristján Þór er nú búinn að ríða á vaðið með þetta en það er nú kannski hægt að gera það betur.

Stofna hér til krónu sem hefur hráefnisfót, einhvert raunverulegt verðmæti á bak við sig.

Einhver Ágúst, 23.4.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband