Klikkun...

Endilega prófið að gera það sem Evans gerir útá götu, þannig kæmi maður sér nú fljótt í fangelsi.

Furðulegt sport þessi fótbolti.

 


mbl.is Fékk Drogba rafstuð? (Myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og furðuleg frétt í mbl. Það er látið liggja að því að Drogba hafi verið með leikaraskap. Það getur verið að hafi oft leikið vel, en í þessi tilfelli fékk maðurinn feiknalegt karatespark beint í solar plexus. Furðulegt að hann skuli yfirhöfuð hafa haldið meðvitund. Ég efast um að Evans hafi gert þetta með vilja, þetta var óhapp, en svona húmor í mbl er stórfurðulegur.

Jón (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Hróðvar Sören

Vissulega fékk hann í sig spark. En þessir kippir eru ekkert nema leikaraskapur, enda ræður maðurinn ekki við sig og leikur við hvert tækifæri. Best væri að setja þá báða í 5 leikja bann.

Hróðvar Sören, 9.11.2009 kl. 14:12

3 identicon

Setja mann í bann fyrir að einhver sparkar í hann??

Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:36

4 identicon

Augljóst að blaðasnápurinn sem skrifaði þessa fréttarómynd heldur blóðheitur með Manchester United, subbulegt að reyna að gera lítið úr meiðslum Drogba á þennan hátt.

Þessi maður ætti að fá reisupassann hjá Davíð!

Tóti (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:39

5 identicon

Jón, og Tóti,

   Fyrst vona ég að þið látið sjá ykkur hér aftur

   Það er nánast listrænt hvað Drogba er mikill jólasveinn. Fór í solar plexus, þú ert nú meiri jólasveinninn. Drogba keyrir inn í Evans, þegar hann á ENGAN sjens að vinna boltann. Auðvitað var gróft hjá Evans að vera með fótinn á undan, en hann gaf algjörlega á eftir, og hleypur Drogba meira á hann. 

      TILÞRIF ÁRATUGARINS HJÁ DROGBA!!

Brjánn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:48

6 identicon

Drogba er svo mikið drama queen

Sigurður Aðalsteinn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:20

7 identicon

Brjánn; Það er eðli leiksins að sækja í boltann og þess vegna eru skýrar reglur um hvernig bera skuli sig að því, eða öllu heldur EKKI bera sig að því. Drogba gerir ekkert rangt í stöðunni og býst tæplega við því að fá meiriháttar karatespark í brjóstkassann. Evans hinsvegar fer inn í návígið með fótinn fyrst og er klárlega brotlegur. Svona eru reglurnar og það er ekki ég sem samdi þær.

Ég hef einu sinni verið kýldur í solar plexus og veit hvernig það er. Það var þó sýnu harðara högg sem Drogba fékk og ekkert skrýtið að hann hafi verið stuðaður. Fáránlegra gult spjald hef ég sjaldan séð, en svona er nú bara fótboltinn. Dómarinn gerir öðru hvoru mistök, en lífið heldur áfram.

Jón (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:23

8 identicon

Jón,

   Þú ert greinilega með gríðargóðar sjón, og líklega læknir í þokkabót

  Eins og ég sé þetta, þá er Evans meira að verja sig. Hann hoppar upp í boltann, og Drogba á engan sjens í hann. Samt ákveður hann að fara á fullu inn í hann!!

     Þetta er klárlega gult spjald!!  ....og þetta er reglurnar og ekki samdi ég þær!

   Líklega hefði verið rétt að gefa Evans gult líka fyrir of gróf varnarviðbrögð, en þetta voru klárlega varnarviðbrögð og það sér hver maður.

Brjánn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:21

9 identicon

Menn þurfa að vera ansi litaðir ef þeir ætla að segja að Evans hafi verið að vera sig. Hann þarf að teygja sig og taka góðan aukakipp til að þrykkja í brjóstkassann á Drogba.

Annars er ég sáttur. Drogba er misþyrmt og ManUre tapar og Ferguson brjálaður. Það gerist ekki betra fyrir okkur sem höldum með hvorugu liðinu.

Mummi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:47

10 identicon

Mummi,

    Hann Johnny boy, hefði þannig bara átt að bíða eftir því að Drogba keyrði hann niður(af ásetningi), á meðan hann hékk í loftinu, algjörlega jafnvægislaus, yeah right!!!!

  HHHmmmm, þetta hljómar eitthvað undarlega "okkur sem höldum með hvorugu liðinu".......það er nú einum of augljóst að þú ert Púlari í felum

Brjánn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 18:48

11 identicon

Nei ekki alveg Brjánn. Arsenal er mitt lið.
Málið er hinsvegar að það var fullkomlega óþarfi að beita öllu þessu afli. Fyrst hann var á annað borð í nógu góðu jafnvægi til að jafna Drogba við jörðu þá var hann líka í nógu góðu jafnvægi til að gera eitthvað minna.

Mummi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:33

12 identicon

Ég er ekkert að hvíþvo hann Evans. Þetta er líka beauty-ið í leiknum, það er svo erfitt að meta svona atvik nákvæmlega.

Hann græðir líka líklega eitthvað á því að þetta er Drogba

Brjánn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:19

13 identicon

Ef menn skoða myndbandið af þessu þá sjá þeir að þegar J.Evans er að sparka í Drogba þá er hann akkurat að skalla boltann.  Drogba ætlaði einfaldlega að slátra honum með því að hlaupa í mjöðmina á honum.

Dóri (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:24

14 identicon

Það vita  allir sem lent hafa í að það er mjög vont að fá bylmimgshögg í solar plexus, mildi að ekki leið yfir Drogba og kippirnir örugglega ósjálfráðir, þetta væl um leikaraskap er bara svekkelsi yfir tapi, Ferguson hljómaði kjánalegur eftir lekinn eins og oft áður, ef eitthvað lið fær reglulegar gjafir frá dómurum er það M. United.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:47

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sammála þér Gústi.

Páll Geir Bjarnason, 10.11.2009 kl. 01:18

16 identicon

Brjánn ertu eitthvað STEIKTUR? Horfðu á slow motion partinn af vídjóinu þá sérðu þegar Evans HORFIR Á DROGBA og TRAMPAR beint á hann!

Horfðu á hausinn á Evans! Hann HORFIR á Drogba og traðkar niður!!

Btw Arsenal fan hérna ég bara hata United aumingjana sem eru að gera lítið úr þessu broti, þetta er stórhættulegt!

SiggiR (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 06:08

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Einmitt, það er það sem er svo skerí, að Evans sé hátt með löppina er eitt en allt frá því að hann réttir úr henni akkúrat þegar hann hittir brjóstið á Drogba og þetta aukaspark í lendingunni á meðann hann baðar út höndunum í sakleysi sínu. Skotið af glottandi Vidic á hliðarlínunni segir svo allt sem segja þarf, Drogba fékk það sem hann átti skilið samkvæmt mörgum, það er rétt að Drogba er óheiðarlegur leikmaður en það réttlætir ekki líkamsárás.

Ég hugsa að ég fengi svona 10 mánuði skilorðsbundna fyrir svona árás á Laugaveginum um hábjartann dag edrú og með 67000 vitni og upptökuvélar frá 24 sjónarhornum, í réttarkerfinu heitir þetta 218-2.

Einhver Ágúst, 10.11.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband