Úff hvað mér er nú sama um skuldir...

...en að mjööög skuldsett fyrirtæki undir pressu og stjórn stjórnmála sem eru ofurseld orkufrekum iðnaði sé að leika sér með náttúruna og jafnvel að kreita úr henni orku veldur mér ugg.

Við vitum afar lítið um hverjar afleiðingar þess eru að fjarlægja vökvann úr skorpunni, vökva sem kælir og róar jafnvel hraun og eldgos í að komast í gegnum jarðskorpuna.

Og að dæla svo aftur niður vökva er einhversskonar leið til að auka og viðhalda framleiðni holunnar og jafna þrýsting, sem síðan er að valda jarðskjálftum, hljómar einsog söguþráður í stórslysamynd með Kurt Russel.

Eða einsog Pierc Brosnan sagði í að mig minni VOLCANO, "Lets do like they did in Reykjavík", eða var það Tommy Lee í Eruption?


mbl.is Jörð skalf þegar vatni var dælt ofan í borholu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband