Færsluflokkur: Kjaramál

Kannski ekki sú eina, en að mér virðist sú sanngjarnasta....

Ég held nú ekki að Steingrímur og KÓ séu með "hina einu sönnu lausn", það getur bara ekki verið enda finnst hún varla, en af viðbrögðum hægrisinna virðist þetta vera svona mátulega sanngjarnt sérstaklega þarsem þeir þráhóta því að ef þetta verði raunin muni þeir bara vinna meira svart og segja sig frá þessu samfélagi. Mætti ég þá bara benda þeim á Leifstöð og svo geta þeir valið á milli ESB eða USA þarsem markaðirnir ráða.

Ég skal borga meiri skatta enda vil ég að börnin mín séu í skóla, amma fái þjónustu á elliheimilinu og að fólk almennt njóti sjúkraþjónustu.

Persónuleg reynsla mín þetta árið er sú að veikjast mánuðum saman og enda í aðgerð á Landspitalanum þarsem "gert var að mér", ég var í launalausu leyfi svo ég hafði engann rétt til sjúkrabóta né launa frá hvorki hinu opinbera eða stéttarfélagi. Samt blessaðist allt og ég fékk meina minna bót og það var vel hugsað um mig þökk sé skattlagningu og hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Fyrir þetta greiði ég þó að ég voni að ég þurfi ekki að nýta mér það, kannski finnst ykkur það undarlegt en mér finnst það ekki.

 

Smá samantekt af gagnlegum upplýsingum, nota bene ekki mín eign né uppfinning, bara að miðla.

Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.

Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.

http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM

Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum

Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

 

Tekjuhópar

(tíundir - deciles):
Atvinnutekjur 1996Þús. kr.Atvinnutekjur 2004Þús. kr.Vöxtur í %
I - Lægstu 10%51671839,2
II8961.35250,8
III1.4632.71985,9
IV1.9823.77290,3
V2.3684.53291,4
VI2.7285.30894,6
VII3.1476.04492,1
VIII3.6356.98892,2
IX4.2258.26695,6
X - Hæstu 10%5.67711.691105,9
Meðaltal2.6645.13992,9
ÓjöfnuðurGini 0,32Gini 0,359,4%

 Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?

Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.

http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar


mbl.is Eina færa leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já og svo er einhver smáhópur reiður vegna hækkandi skatta, hvaða hópur er þetta?

Ég myndi telja að það væru þessar fjölskyldur og nánustu samstarfsmenn þeirra.

Smá samantekt af gagnlegum upplýsingum, nota bene ekki mín eign né uppfinning, bara að miðla.

Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.

Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.

http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM

Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum

Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

 

Tekjuhópar

(tíundir - deciles):
Atvinnutekjur 1996Þús. kr.Atvinnutekjur 2004Þús. kr.Vöxtur í %
I - Lægstu 10%51671839,2
II8961.35250,8
III1.4632.71985,9
IV1.9823.77290,3
V2.3684.53291,4
VI2.7285.30894,6
VII3.1476.04492,1
VIII3.6356.98892,2
IX4.2258.26695,6
X - Hæstu 10%5.67711.691105,9
Meðaltal2.6645.13992,9
ÓjöfnuðurGini 0,32Gini 0,359,4%

 Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?

Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.

http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar

 


mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrepakerfið er besta mál....

Því að hvergi á vestrænu bóli hefur munurinn milli hátekjufólks og lágtekjufólks aukist jafn hratt og á Íslandi síðustu 15 árin og það í "góðærinu", svo nú er kominn tími til að jafna þetta út.

Það mun ekki gerast þegjandi er mér nokkuð ljóst og raddir þeirra sem hærri tekjur hafa eru jafnan háværari en þorra landsmanna sem lægri laun hafa, það eru einmitt þessir landsmenn sem Gylfi vinnur fyrir og virðist hann vera að átta sig eitthvað á því eftir að vera búaður niður 1 Maí 2009.

En ekki sýnist mér Samfylkingin líkleg til að leggja til atlögu við hinn fáránlega fjármagnstekjuskatt sem fjöldi verktaka og einyrkja nota sér óspart til að greiða aðeins 10% skatt af tekjum sínum, þessu þarf að breyta.

 


mbl.is Líst afar illa á hugmyndirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband