Mogginn vefar og spinnar...

...og annað eins hefur nú virkað hér á landi.

Frekar sorgleg og gamaldags pólitísk fréttamennska.

En verði þessum fagmönnum að góðu, vonandi sofa þeir rótt.

Ég tek það fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður stjórnarinnar, nema að því leyti að ég tel að við séum að fá meira útúr Jóhönnu en sést við fyrstu sýn, hún er þó allaveganna heiðarleg.

En það grillir samt í þjóðstjórn, bara soldið seint.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ýmislegt er nú hægt að gagnrýna moggann fyrir en þessi frétt hefur verið staðfest að sé rétt.

Þannig að ekki er hægt að brigsla moggann um spinn að hætti Samfylkingar í þessu máli.

Carl Jóhann Granz, 8.2.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Heheheh, báðir þeir hópar sem þú nefnir spinna mikið, að finna prumpulykt af öðrum sannar ekki að maður prumpi ekki sjálfur.

Hvernig er hún staðfest, sagði Sigmundur Davíð það?

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég vona að það sé meira í þessu en að Framsókn sá að fara að vera með, ég vil sjá þjóðstjórn núna, það hefur alltaf verið eina leiðin.

En stolt okkar byrgir okkur sýn.

Stofnum þjóðstjórn og gerum það að hefð, að allir flokkar á þingi eigi fulltrúa í stjórn, það sé enginn meirihlutinn ræður vitleysa og mál sem fólk kýs gegn þó að það sé sannfært um annað.

Snúum heiminum við með þessu AGS og Icesave máli, sýnum frammá það sem DR Wade sagði að þarf eitthvað mikið að breytast í stjórnun heimsins á fjármála og stjórnmálasviðinu.

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 12:14

4 Smámynd: Haraldur Pálsson

http://www.visir.is/article/20100207/FRETTIR01/820060087

Haraldur Pálsson, 8.2.2010 kl. 12:47

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Haraldur.

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 13:19

6 identicon

Það þýðir ekki að segja að fréttin sé staðfest og vísa á Sigmund.

Það var meira í þessari frétt en bara fyrirsögnin.

Í þessari svokölluðu frétt er pólitískur sögusagna áróður sem á ekki erindi í fréttamennsku. Þar er klínt fram "að flokkurinn sé orðinn langþreyttur á því að VG vilji engar ákvarðanir taka og engar framkvæmdir heimila"

Reyndar er öll seinasta málsgreinin alveg út úr kú, illa orðað blaður í einni risa setningu.

gummih (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:45

7 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Já Sigmundur staðfesti þetta og hæpið að kalla hann lygara. Ég tek líka síðustu málsgreinina í fréttinni með hæfilegum fyrirvara þó svo allar líkur séu á því að það sé rétt. Stirðleikinn í þessu stjórnarsamstarfi hefur alveg skinið í gegn.

En alveg er ég þó sammála síðuhöfundi að þjóðstjórn er eina vitræna lausnin, næstu 2 árin hið minnsta ef ekki bara út kjörtímabilið. Leggja pólitíkina til hliðar og leyfa Alþingi að mynda meirihluta eftir skynsemi á meðan en ekki eftir flokkslínum.

Carl Jóhann Granz, 8.2.2010 kl. 16:01

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Carl, þetta er í alvöru ekki flóknara en þetta, að menn einsog ég og þú sem eru kannski alls ekki sammál í útgangspunktinn finni leið til að f´aþetta dót til að ganga.

Slíkur fréttaflutningur sem birtist í þessum greinum er ekki líklegur til árangurs, en reyndar heldur ekki pirruð viðbrögð mín, svo það sé sagt.

Ég skil vel að fólk er með yfirmenn og kannski getur ekki alveg skrifað þær fréttir sem það vill, bið almenna starfsmenn moggans velvirðingar á því sem ég sagði, en ekki ritstjórnina.

Flottur Carl og eigðu góðann dag.

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 16:45

9 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það sem ég velti þó helst fyrir mér ef að flokkarnir sjái ljósið og ákveði loksins að fara skynsamlegustu leiðina.

Hver skal leiða þjóðstjórn ?
Sjálfur velti ég fyrir mér hvort ekki væri best að utanaðkomandi aðili sæi um það.

Carl Jóhann Granz, 8.2.2010 kl. 17:00

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Það þyrfti helst að vera Kofi Annan eða Ban Ki Moon...kannski Dalai Lhama sé klár?

Hans Blixt hefur örugglega lítið að gera líka, kannski er hann ekki svo vitlaus hugmynd.....

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 17:23

11 Smámynd: Carl Jóhann Granz

hehehe Þetta er einmitt vandamálið.

Um hvern gæti náðst þokkaleg sátt?

Carl Jóhann Granz, 8.2.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband