Og svo verður snúið útúr og hver höndin gegn annari...

Nú virðast fanatískir andstæðingar ofstækisfullra umhverfissinna taka við sér og "fordæma", það er skemmtilegt stríð og gangi þeim vel með það.

En það er nú ekki mikið nýtt að hægri sinnaðir fjármagnstilbiðjendur ráðist  með offorsi gegn síðhippum, kvennréttindafrömuðum og umhverfissinnum, afa ófrumlegt reyndar.

En já það hefur nú verið sýnt frammá að það er ekkert sem Svanhvít hefur gert sem hefur tafið eitt né neitt, nú eru nokkrir mánuðir síðan hún afgreiddi ákveðna rafmagnslínu en það strandar allt á fjármagni.

Og svo er ekkert endilega best að gera hvað sem er og taka alltaf fyrsta kostinn sem býðst, við verðum að sýna biðlund og velja vel hvaða framtíð þetta land á að eiga, með hugmyndir allra að leiðarljósi og finna sátt um framkvæmdir.

En þrýstingur fjármálaaflanna er sterkur einsog ALLT fjármálkerfi okkar sýndi þarsem það laut engu eftirliti og jafnvel DO gat ekki hamið það skrímsli sme hann skapaði undir mikilli pressu frá þessum sömu fjármálaöflum, það endaði með ósköpum, skelfingu, atvinnumissi, stórtapi almennings í lífskjörum almennt og ærumissis þjóðarinnar um alla veröld.

Tökum því rólega og byggjum upp á fleiri vígstöðvum en stóriðju, höfum fleiri og smærri kaupendur að orkunni okkar og virkjum af skynsemi og nærgætni við þá náttúru sem okkur var úthlutað.


mbl.is Meirihluti vill ekki slaka á umhverfisvernd fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

meira sukk meira sukk og svínarí en Það var að berast
fréttatilkynning.    Vinstri grænir leggjast alfarið gegn eldgosi á
Fimmvörðuhálsi, enda sé svæðið vinsælt hjá ferðamönnum. VG vilja ekki
sjá neitt brölt hjá náttúruöflunum, sem ekki hefur farið í umhverfismat
og þarf að bíða eftir mati áður en gos er heimilt...   / þinglýsa kosningaloforðum eina ráðið ,hvaða flokkur þorir ?

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband