Ég er með....

Ég hef ákveðið að bjóða fram til stjórnlagaþings, ég vil taka þátt í þessum mikla viðburði og gera mitt besta svo að ný stjórnarskrá Íslendinga verði sem best og fallegust.

Ég fer ekki inn sem fulltrúi eins né neins og mun ekki eyða peningum í framboð mitt enda tel ég það dapurlega mismunun sem birtist í því að leyfa fjármang í auglýsingar, mitt framboð verður sjálfbært og sjáfstætt.

Þó hef ég áherslupunkta sem ég vil nefna....

Ég legg mikla áherslu á mannréttindamál, og þá á ég við jafnt innanlands sem alþjóðlega, og þar tel ég okkur íslendinga geta gert mikið fyri heiminn.

Náttúruvernd er mér afa mikilvæg og vil ég fara afar gætlega í nýtingu auðlinda okkar og ganga almennt af virðungu um náttúruna með langtímamarkmið og hagsmuni að leiðarljósi í stað skammtímahagsmuna og græðgi.

Og einnig gef ég kost á mér til að leiða saman fólk frekar en að sundra því og breiða út náungakærleik og vináttu í stjórnarskrárgerð og í stjórnarskránni sjálfri.

Nú setjumst við niður og eignumst okkar eigin stjórnarskrá, stjórnarskrá sem er ólík öllu öðrum....

Stjórnarskránna okkar...

 Kv Gústi


mbl.is Hálfur milljarður í stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Stjórnarskráin okkar er EKKI ólík öllum öðrum. Þetta framboð þitt fer ekki vel af stað.

Hér er verið að sóa verðmætum sem betra hefði verið að nota í annað. Það er ekkert vit í að setja hóp manna í að krukka í þetta mikilvæga plagg sem þessi sami hópur hefur lítinn sem engan skilning á eins og þú sýndir svo skemmtilega fram á  enda lítið annað en gleði og skemmtilegheit í flokknum þínum :-) Ekki ætlast til þess af öllum að þessir þættir komi í stað þekkingar á viðfangsefninu!!

Orsaka hrunsins er ekki að leita í stjórnskipan, stjórnarskrá eða hjá eftirlitsaðilum. Því miður hefur of mörgum liðist að þvaðra um þetta og enn margir virðast kokgleypa þessa rökleysu. Því spyr ég þá sem halda að breytt stjórnarskrá munni bjarga öllu: Hvaðan kom allt það fé sem skyndilega var hægt að lána út um alla koppa og grundir bæði hér og erlendis? Varð bara hrun á Íslandi? Sumir kalla Sjálfstæðisflokkinn hrunflokk, þýðir það að Sjálfstæðismenn bera líka ábyrgð á hruninu í t.d. Bretlandi og Bandaríkjunum? Er það hrun líka íslensku stjórnarskránni að kenna?

Þegar fólk sem skilur ekki rót vandans ætlar að leysa hann getur ekkert komið út úr því annað en della :-(

Jon (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er engann veginn að fara í þetta framboð vegna hrunsins svo að þessi afar langi reiðilestur þinn um heimsku minnar og hvað ég hafi lítið þarna að gera einhverrra hluta að vegna er bar aþvæla og hefði sá tím sem þú eyddir í þessa ályktun byggða á engu betur farið í að klappa ketti eða sinna einhverju af viti.

Ég sagði að mín ósk sé að okkar stjórnarskrá VERÐI ólík öllum öðrum.

Að benda á að peningum væri betur varið í þetta frekar en hitt er sorglega útbreidd rökleysa sem á ekki ALLTAF við en er ofnotaðri en hugtökin hrun, samspilling, Flokkurinn, þunglyndi og meðvirkni.

Þetta er stórt lýðræðislegt verkefni um að gera okkar fyrstu stjórnarskrá....ég ætla að vera með ef fólk vill.....

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 17.10.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband