Þetta er alveg svakalega leiðinleg og endalaus umræða....

Þetta er jafnleiðinlegast umræðuefni sem ég veit um, þetta veldur sundruðum fjölskyldum og vinaslitum þvílíkur er kærleikurinn í kristninni og umburðarlyndið.

Kannski finnst einhverju ykkar þetta vel þeginn hvíld frá umræðunni um hrunið og kreppuna, kannski finnst einhverjum þetta skipta svona svakalegu máli, ég veit þeð ekki og hreinlega skil það ekki.

Mér finnst svona einsog meginþorra fólks sé nokk sama um þetta, fyrir mér hljómar einsog tvær svakalega háværar frænkur séu að rífast í fermingarveislu.

Og persónulega held ég og skilst að guði sé alveg slétt sama um þessa þvælu, þessa þörf okkar mannanna til að þekkja hann best og vera með rétta útskýringu á honum og hanns vilja.

Einu haldbæru rökin í þessu máli sem ég veit um eru einu börnin sem stúkuð eru af á meðann kristni er boðuð annaðhvort vegna trúleysis eða  þess að röng tegund af kristni er boðuð eða ellegar þau tilheyra hreinlega einhverju allra hinna trúarbragðanna sem eru fjölmörg og í mörgum skóla okkar í dag nálgast fjöldi þeirra tveggja stafa prósentu töluna.

Að stúka börn af hvort sem það er ákvörðun foreldris eða lífsskoðunarsamtaka, eða þá sameiginlegt stríð milli þessara aðila um náð guðs og blessun. Ákostnað velferðar barnanna, alveg svona fýsískt í skólanum ekki neitt tengd eða niðrandu um allt það góða sem leynist inná milli í biflíunni, því það gerir það alveg þrátt fyrir viðbjóð einsog sögu Lots og annan ósóma um að fórna börnum sínum, er það kannski mergurinn málsins í þessari deilu?

Það ýtir undir einelti og ismunun þessara barna, það hefur enginn presta þjóðkirkjunnar svarað því einmitt hvað ef að skólastjóri viðkomandi skóla er múslími(eða í hvaða annarri kiskju sem er)? Er þá eðlilegt að sú kirkja hafi aðgang að börnunum okkar einsog þjóðkirkjan í dag?

Hvað ef skórinn er á hinum fætinum?

Og þetta um listir og annað sem biskup stærir sig af, það er ótrúlegt alveg ótrúlegt, skemmtileg tilraun til að henda kkur aftur til miðalda(Já ég veit um da Vinci og marga aðra sem sóttu innblástur sinn í biflíuna) en það er 2010.

Mér þykir um margt í ályktun ráðsin ágætt og í raun ekki "vega" að einu né neinu sem kirkjan getur átt heimtur á, Gideon-félagið getur svo bara snúið sér að því að eyða sínu mikla fé í að gefa fólki mat eða eitthvað annað, það hlítur að sameinsat guðstrú og góðum siðum alveg einsog Testaments gjafir. En það sem stendur fyrir að senda ályktunina milli ráða og skoða hana vel og rækilega áður en ákvörðun er tekin.

En reiði kirkjunnar er ekki að láta hana líta neitt sérstaklega andlega út í mínum augum, þvert á móti og gífuryrðin sem sumir a þjónum hennar hafa viðhaft í vikunni eru mjög ljót og henni til minnkunar.

Ég sem dags daglega er ekkert á móti kirkjum tek frekar afstöðu gegng slíkri vörn og herferð, það svo stuttu frá því að kirkjan og hennar æðstu menn eru gripnir með buxurnar á hælunum í afar víðtækum skilningi og það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir lifendur og dauða, enda ekki umboð okkar mannana að dæma. Sami biskup var innviklaður í mál hinns ljóta og grimma biskups sem hrienlega eyðilegði líf með ofbeldi sínu, ekki að ég vilji sparka í liggjandi mann þá þykir mér harkan og hraðinn í þessum viðbrögðum sýna hvað skiptir eigingjarna menn máli. 

 Í þessu tifelli völd, fé og sálir. Því sálnaveiðar eru þetta.

Ekki skil ég heldur baráttu þeirra sem ekki trúa gegn einhverju sem þeir trúa ekki á, það er undarleg iðja, vissulega er mér ekkert vel við Manchester United verandi Púlari en ég eyði ekki mikilli orku í að berjast gegn MU, ég held bara með Liverpool.

Ég tek það að lokum fram að ég er ekki trúleysingi, ég er mjög trúaður og iðka mína trú á hverjum degi, ég bið bænir og hugleiði og hef fengið gríðarlega sterkar andlegar upplifanir en enga þeirra á vegum umboðsmanna guðs. Guð er nefnilega ekki með umboðsmenn sérstaklega, við erum það öll hvert eitt og einasta okkar og vilji guðs nær fram að ganga óháð okkar tilraunum til stjórnunar eða drottnunar.

Ég held að guði sé semsagt nokk sama um þessi mál sem rifist er svo heiftarlega um. Svona áður en að þið í báðum flokkum reynið að setja mig í hinn flokkinn.

 

 


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að hafa nógu mikla sundrungu og misklíð í þjóðfélaginu. Hafa nógu margar lífsskoðanir og geta ekki komið sér saman um neitt. Ég vorkenni framtíð þjóðarinnar að hafa allan skuldahala þjóðarinnar til lausnar á næstu áratugum og svo bætist þetta við. Það er svo mikið til af alvitru fólki sem veit nákvæmlega hvernig á að gera hitt og þetta en getur aldrei komið neinu í framkvæmd.

Sveinn (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Já einmitt....ég veit ekki alveg hvað þú meinar en þú meinar það greinilega...er ég að hvetja til sundrungar?

Einhver Ágúst, 24.10.2010 kl. 16:42

3 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

En mundi þér ekki finnast það pínu óþægilegt, sem Púlari, að koma heim einn daginn og spyrja börnin hvernig hafi verið í skólanum (sem þau eru skyldug til að mæta í) og fá að heyra að í dag var í Old Trafford og lærðir lofsöngar um Wayne Rooney - allt án þess að þú hafir fengið nokkuð um málið að segja?

Og svo ef að þú dirfist að benda á að ekkert annað fótboltafélag hafi fengið að gera hið sama mætir Alex Ferguson í aðalfréttasíma sjónvarpsins og húðskammar fólk eins og þig.

Freyr Bergsteinsson, 24.10.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

var farið*

Freyr Bergsteinsson, 24.10.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Nkl...ég tek undir það, en er svosem orðinn vanur því þarsem að ég á unga drengi og þa væri mjög heimskulegt af þeim að halda með Liverpool einsog þeir eru nú rosa lélegir í dag......

En þetta með trúarbrögð á að vera inni í skólunum eftir sem áður sem almenn fræðsla.....en engin ein trú framar öðrum......það væri voða fínt.

Einhver Ágúst, 24.10.2010 kl. 21:08

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég spjallaði við Guð í morgun um þetta mál með skólanna á Íslandi og Hann kom alveg að fjöllum! Hann hafði enga bæn fengið um þetta frá neinum í landinu.

Enn Hann benti líka á að nýjasta bænavörnin hans sleppir ekki í genum óheiðarlegum bænum. Þær fara bein í stóra bænafötu (trash) sem engin les.

Enn Guð er samt ánægður með að menn væru nú farin að skilja að trúarbrögð manna koma í ekki í staðin fyrir Hann...

Óskar Arnórsson, 24.10.2010 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband