Má ekki ræða þetta?

Mér þætt viðeigandi að fólk andaði aðeins með nefinu áður en það blammerar hana Stellu fyrir að ljá máls á þessu atriði. Viljum við hafa þetta svona? Ég persónulega vil það ekki, það hefur ekkert með afneitun eða það að þetta líti illa út fyrir mig sem pólitíkus.

Þessar raðir voru til líka 2007, minni en þær voru þarna og lítið um það fjallað, þá þóttu þetta eðlilegir "aumingjar" sem ekki gætu bjargað sér, nú er raunverulega erfitt í samfélaginu og fólki í erfiðri stöðu fjölgar.     

Viljum við halda þessu áfram svona? Reykjavíkurborg stendur aðeins að þessu að litlum hluta með styrkjum, þessi félög hafa sjálfboðaliða að störfum og fá matargjafir sem gerir það að verkum að þetta yrði mikið dýrara ef Reykjavíkurborg tæki þetta yfir.

Er greiðslukort fyrir þá sem verst eru staddir málið? Greiðslukort þarsem ríki, sveitarfélög og opinberir aðilar setja inn fé sem svo er hægt að nota hvar sem er(innan skynsamlegra marka).

Við í velferðarráði vorum að tilkynna þá ákvörðun okkar í gær að hækka framfærsluna sem vissulega nær til stórs hluta þeirra sem eru á framfæri borgarinnar og þurfa að leyta ásjár hjálparsamtaka. Við erum að hækka eins mikið og við mögulega getum, án þess að framfærslan verði hærri en atvinnuleysisbætur eða skapi okkur ábyrgð gagnvart láglaunahópum.

Kostnaður við þetta er heilar 350 milljónir og þá á tíma sem fjárlagagat Reykjavíkur er stærra en nokkru sinni, svo að ég er tiltölulega ánægður með að hafa fengið þetta í gegn.   Staðan er mjög erfið, en verum ekki svo ofsalega viðkvæm og flokkspólitísk að það megi ekki ræða neitt....sviðstjóri Velferðarsviðs er bara að reyna að ræða mjög viðkvæmt mál sem þarf að skoða og finna lausn á.

Sjálfshjálp er nefnilega hugtak um það að hver og einn hjálpi sér sjálfur og haldi mannlegri reisn, það vilja allir held ég. Ég hrósa sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir að ljá máls á þessu viðkvæma máli á opinberum vettvangi.

Hvað sem okkur finnst um pólitík og pólitíkusa og stöðuna í samfélaginu þá skulum við ekki fara á límingunum þegar málin eru rædd. Og að nýta neyð fólks til að koma höggi hvert á annað er ekki fallegt.

Samfélagið okkar er lasið, ringlað og veikburða og þarf ekki meiri sundrung og illgirni.....hvort sem það er í ofgnóttum OR eða örbirgð matargjafanna.

 


mbl.is Deila á matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Flokkast það ekki undir sjálfshjálp að bera sig eftir mat þar sem hann er að hafa þegar hungur blasir við að öðrum kosti! Sjálfsbjargarviðleytni allavegana. Betra en að leggjast í glæpi til að verða ekki hunguvofunni að bráð.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2010 kl. 16:11

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Já þegar þetta voru eðlilegir "aumingjar" einsog þú kallar það, var ekki hugsa út í þessa hluti. Það er ekki fyrr en hin "venjulega" manneskja fær loksins matarkort, þós svo að aumingjarnir hafi þöglir sótt sér mat, þrátt fyrir niðurlægjngu.

Ásta María H Jensen, 5.11.2010 kl. 18:31

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Þér færi betur að tjá þig sem minnst um þessi mál Ágúst!! Sér er nú hver velferðin sem þú þykist vera að vinna að!!!

Hafsteinn Björnsson, 5.11.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Georg:Þegar ég segi sjálfshjálp meina ég að hver og einn í viðkomandi ríki geti veitt sér lífsviðurværi á þann hátt sem sjálfsvirðing hanns býður, og þá óháð hvaðan framfærslan kemur. Laun, örorka, atvinnuleysisbætur og framfærsla sveitarfélaga. Ég er ekki að horfa niður á þá sem fara og ná sér í mat, en þeir hafa sjálfir vitnað um að það sé niðurlægjandi.

Hafsteinn þú verður nú að gera aðeins grein fyrir máli þínu, upphrópanir virka illa á prenti....ég er frekar illa launaður starfsmaður í skóla sem horfi frammá stórskert fæðingarorlof og litlar tekjur....ég sit í velferðarráði og er að fá til einhverjar hækkanir á framfærslu þeirra sem minnst hafa af öllum, ekki nóg ég veit það en við erum líka í mesta niðurskurði og basli nokkurssinni í Reykjavíkurborg, svo ég er mjög ánægður að hafa getað gert þó þetta.

Kv Ágúst Már Garðarsson

Einhver Ágúst, 5.11.2010 kl. 20:43

5 identicon

Hver eru tengslin ( ef einhver) milli Velferðarráðs og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar?

Agla (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 21:10

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Velferðarráð er pólitíska ráðið sem sér um stefnumótun fyrir velferðarsvið.....hví spyrðu?

Einhver Ágúst, 5.11.2010 kl. 21:26

7 identicon

Ég spurði  einfaldlega af því að ég er að reyna að mynda mér skoðun á umfjöllun fjölmiðla um orð Sviðsstjóra Velferðarsviðs viðkomandi matargjafaplastpokabiðröðunum.

Ekkert persónulegt eða flokkstengt. Ég vissi ekki einu sinni að það væri neitt til sem héti velferðarráð hvað þá heldur að það væri pólitískt.

Starfar þá Sviðsstjóri Velferðarsviðs í umboði Velferðarráðsins?

Agla (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei í raun ekki, hann heyrir undir borgarstjóra beint en ráðið vinnur stefnumarkandi vinnu fyrir sviðið.  Vel gert Agla....sjaldgæf aðferð að kynna sér málin svo vel og að spyrja spurninga.

Og sviðstjóri og ráðið vinna mikið saman og funda um málefni sviðsins....við erum semsagt kjörnir fulltrúar til að fylgjast með starfsfólkinu og móta stefnu í velferðarmálum.

Einhver Ágúst, 5.11.2010 kl. 23:02

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Athuga hvernig þetta er gert á hinum N-löndunum. 

Nú er, býst maður við, eitthvað hærri bætur þar yfirleitt, en samt sem áður hlýtur fólk þar lenda í óvæntum aðstæðum þar sem laun dragast snögglega saman en útgjöld standa í stað eða aukast og þar hljóta að koma upp atvik þar sem fólk er það illa statt að það jafnvel á ekki fyrir mat.  (Eða eg trúi varla öðru)

Þá vaknar spurningin hvernig þetta er þá gert td. í borgum á N-löndum, því nú var sagt í fréttum í vikunni, að slíkar raðir þekktust ekki í Danmörku (minnir mg)

Eg mundi fyrirfam ætla að málið sé að miklu meira eftirlit er af hálfu félags eða sósíal apparata með íbúunum þar (án þess að ég viti nokkuð um það fyrir víst.  Bara ágiskun)  Að fólk sem sagt fari til félagsyfirvalda og þá er það komið inní eitthvert kerfi o.s.frv.  Sem dæmi þessu til stuðnings hefur maður heyrt að það sé svona sósíal eftirlitsmaður með hverju hverfi í Kaupmannahöfn og td. ef einhver er mikið á götunni og sona, þá er hann samstundis kominn á skrá etc. og það þá orðið á vitund félagsapparatsins hans aðstæður allar og þarfir.  En hvað veit ég, þetta hefur maður heyrt.

Ok. Rvk er miklu minni en borgir sumar á N-Löndum og það hlýtur að vera hægt að ná utan um þetta með skipulagningu - allavega að mestu leyti.  Þetta virkar hálf kaoskennt svona.  Sem dæmi, þá hlýtur maturinn sem til boða er að verða búinn áður en raðirnar eru búnar.  Og hvað?  Fyrstur kemur fyrstur fær eða hvað.

Þetta er örugglega ekkert einfalt mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2010 kl. 23:40

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. til að segja eitthvað um málið td., þá þyrfti þokkalegt yfirlit um hverjar ástæður fólks eru sem sækja umrædda hjálp.  Fyrir það fyrsta.  Og er ekkert ferli ígangi hjá hjálparstofnunum um hver fær forgang varðandi mat?  O.s.frv. (Annars man maður eftir að útlendingar voru settir hjá garði fyrir ekkert löngu síðan)

Það er líka ekki alveg rétt að ekkert hafi verið rætt um þetta fyrr en núna.  Eiginlega man maður eftir reglulegri umræðu og þetta væru nú ekki hægt svona - en samt var það bara alltaf svona.  Alveg eins.    Og frægt varð nú svar fyrrverandi Forsætisráðherra um árið.  Eitthvað á þá leið að, þar sem eitthvað væri gefins - þar safnaðist saman fólk.  Þetta þótti sumum bara flott svar á sínum tíma.  Mjög flott og töff.  Þeim og jafnvel  hinum sömu sem eiga bara ekki orð núna.  Ekki eitt orð yfir vandlætingu og hneykslan. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.11.2010 kl. 00:25

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Já takk Ómar, fínar vangaveltur.

En einmitt það að vandlæting og hneykslun eru fyrstu viðbrögð, það er það sem ég er að meina. Það gerir alla umræðu svo þunga og erfiða...

Maður gerir ekki sjálfkrafa lítið úr þörfum fólks eða neyð með því að ræða fyrirkomulagið á matarúthlutun og styrkjum til þeirra sem verst eru staddir...þvert á móti hefði ég haldið

Einhver Ágúst, 7.11.2010 kl. 00:41

12 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég er í raun fegin að þessi kreppa varð. Það er vegna þess að fólk sér ekki hvað hlutirnir eru erfiðir fyrir suma nema þegar það lendir í því sjálft. Það er bara verst að þegar uppgangur verður aftur, þá gleimir fólk að það er fólk í þessu lífi sem er ekki eins hæft að takast á við samkeppnina sem er að slást um kökunasneiðina. Þá verða þeir undir aftur og kallaðir hinir venjulegu "aumingjar".

Ásta María H Jensen, 9.11.2010 kl. 15:23

13 Smámynd: Einhver Ágúst

Nákvæmlega Hekla, nákvæmlega.......

Einhver Ágúst, 9.11.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband