Heyr heyr

Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér gangsemi þess að flytja fréttir af slagsmálum á skólalóðum, ef mig minnir var þetta fastur liður í gagnfræðaskóla.

Við erum að eiga við þversnið af samfélaginu pakkað saman í þessa skóla og þá vill ýmislegt gerast, einsog í samfélaginu almennt, við erum ekki að gera neinum greiða með þessari umfjöllun nema kannski ofbeldisseggjum framtíðarinnar sem fara langt á orðspori og ótta.

Hugsum okkur um áður en við dæmum börn og unglinga og treystum skólayfirvöldum og foreldrum til að vinna að þessum málum af heilindum.

Annað mál eru fullorðnir sem í skjóli valds beita börn og unglinga ofbeldi þar mætti afnema ákveðna þöggun sem hefur ríkt og erfitt fyrir börn að segja frá.

Ég var svona drengur sjálfur, í endalausu veseni og átti erfitt með þetta frumskógarlögmál unglinganna, svo ég óska fjölskyldum allra þessara drengja friðs og næðis til að gera þetta upp.


mbl.is Óvægin ummæli á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alger endaleysa að vera að argast hér á bloggi útí krakkana sem í þessu stóðu, þau eiga við vandamál að stríða sem verður að taka á af einhverju viti.

 Aftur á móti er það alveg fáráðnlegt að skólastjórinn þarna sé að afsaka ofbeldi sem þetta í skólanum.  Það er líka fáráðnlegt að móðir eins ofbeldisseggjanna fái heilsíðu í mogganum til að réttlæta ódæðið.  Það er fullorðna fólkið sem er að bregðast hér hægri og vinstri og það er ekkert að því að láta á þeim bylja.

Jón Helgi (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:21

2 identicon

Fyrirgefðu Jón helgi en kannt þú ekki að lesa?

Helga (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skil ekki athugasemd Helgu

Finnur Bárðarson, 5.3.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Skynsamlegt væri að bæta í landslög að fólk þarf að hafa náð 18 ára aldri áður en það fær möguleikann á að opna bloggsíðu. Þetta myndi koma í veg fyrir fjölmörg óþroskuð ummæli barna sem svo er ekki hægt að draga þau til ábyrgðar fyrir.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Sé ekki orsök og afleiðingu lengur hér í þessum ummælum, skólastjórinn afsakaði ekki ofbeldi, hún efaðist um hvort það væri gott að blása svona mál upp í fjölmiðlum.

Móðirin afsakaði ekki ofbeldi hún tók það sérstaklega fram, og það virðast nú flestir hafa málfrelsi hér á landi hort heldur sem er mæður, fullorðnir, börn, rauðhærðir, hægri- og vinstrimenn, þroskaheftir og heimskir. Þannig að ég held að Helga sé að spyrja hann  Jón Helga hvort hann hafi lesið sömu grein og hún, þá grípur maður stundum svona til orða.

Og að bloggið geti orðið heimskulegt og vilja stjórna því er kannski álíka þroskað og að sjá ekkert að því ða nota MBL.is til að stjórna frímínútum í Sandgerði, og í framhaldi ráðast að  börnum og fullorðnum án þess að hafa nokkrar greinagóða hugmynd um málin.

Segjum nei við ofbeldi...en verum ekki svo barnaleg að trúa að það muni hverfa, þá föllum við í sínhyglisgryfju sem jafnast á við þjóðarátakið Vímuefnalaust Ísland árið 2000!

Ég hætti nú eftir að hafa betur séð orsök og afleiðingu.

Einhver Ágúst, 6.3.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband