Magnað tækifæri frá frændum vorum

Þessi kona er búin að leggja líf sitt og limi í hættu til að berjast gegn spillingu einsog þeirri sem hér hefur viðgengist, hún er gríðaröflug og þorir meðan aðrir þegja.

Ég fylgdist með henni á meðann ég bjó í Noregi og hef heillast af hennar störfum, hún hefur lent í stærri fiskum en við erum að eiga við hér og það er ótrúleg lukka að fá hana þó ekki sé nema bara sem ráðgjafa, og svo ekki sé talað um hennar tenglsanet í þessum flókna heimi sem fjármálaglæpir eru.

Takið samt eftir orðum hennar um 20-30 manns sem þarf til að rannsaka þetta, hvað eru þeir margir hér? Þrír ef ég man rétt, það gefur strax til kynna tregðuna við þessa rannsókn enda varla hægt að láta fólk sem beinlínis tengist þessu öllu saman vera að rannsaka maka sína og frændur.

En Eva Joly er vonarglæta í þessu öllu saman og svo er bara að bíða eftir kvörtunum Sturlu og Hannesar undann norskri afskiptasemi, það væri voðalega passandi núna.

Ég hugsa að þessi mæta kona hefði nú vart mætt hér í boði Geirs Haarde enda hefði hún bara farið að leita að sökudólgum, hún erhér fyrir tilstilli norskra stjórnvalda sem vilja aðstoða okkur í þessari erfiðu stöðu og fyrir það ber að þakka.


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gæfa okkar Íslendinga að fá þessa konu til leiðbeininga í eftirgrennslan okkar að hvarfi sparifés okkar. Húrra fyrir ríkisstjórninni.  (Vá, ég hefði aldrei trúað að ég ætti eftir að skrifa svona! )

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eru það norðmenn sem buðu henni hingað? Seðlabankastjórinn er norskur. Það eru sem sagt Norðmenn og IMF sem stýra landinu núna???

Annar bara gott mál að fá þessa konu hingað, verði hún sem lengst og taki við rannsókninni.

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Einhver Ágúst

IMF stjórna landinu núna, norðmenn eru eitthvað að vasast í þessu enda óþarfi að vera að lána óreiðufólki pening án þess að fá hann endurgreiddann, það er ábyrg þróunarhjálp að fylgja eftir fénu og sjá til þess að vel sé farið með.

Það kunna nú Nossararnir að fara vel með fé, við gætum nú lært það af þeim er það ekki? Ekki voða margt annað kannski....

Einhver Ágúst, 10.3.2009 kl. 00:44

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það held ég að maður hafi nú lært ýmislegt jákvætt af þeim, en við erum ennþá á mótþróaskeiðinu, allavega mörg okkar.

Hvernig væri nú bara að þroskast, fara heim aftur (til Sunnmöre eða Bergen) og fara að hlusta á forfeður okkar.

Það gæti nú verið gaman fyrir Þráinn Bertels að skrifa þína þroskasögu.  Hún yrði jólabókin í ár.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.3.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband