Sorglegt að sjá og ótrúlegar tengingar

Vel gerð frétt hjá Þóru, þarna sést vlji fólksins og hvernig almennir borgarara eru að vakna til meðvitundar, ekkert endilega hrifnir af illa klæddum pönkurum en samt með ákveðna samúð með hústökufólkinu, samúð sem á rót sína í andúð á þessum glæpamönnum sem hafa farið svona með miðbæinn okkar. 

Brunahætta er lélegur fyrirsláttur fyrri að fara inn og stofna lífi fólks og limum í hættu með líkamsmeiðingum og vopnum.


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum rétt á að vita hver kostnaður lögreglunnar sé af þessum aðgerðum.

Ég er ekki til í að greiða fyrir veisluhöld þessa hústökufólks. Búinn að greiða nóg á þessum vetri af annarra manna veislum.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:30

2 identicon

Gunnar er hálfviti dagsins á internetinu.

Jon Helgi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:37

3 identicon

Eitt er ljóst, það fer enginn og býr í auðu húsi ásamt kakkalökkum ef hann þarf þess ekki. Þetta er fólk í neyð, og í krafti eigin sjálfsbjargarviðleitni fór það og bjó um sig í mannlausu húsi sem vill svo til að einn af aðal-skíthælum landsins á. Það að beita lögregluvaldi til að fjarlægja fólkið úr húsinu og bera svo við eldhættu er fráleitt, því eins og við hin vill þetta fólk ekki brenna húsaskjólið ofan af sér. Án þess að þekkja til, held ég þó að þetta fólk hefði haft sig á brott ef því hefði verið boðið önnur úrræði, annað hús til að leita skjóls í, jafnvel með rafmagni og hita.

Eitt veit ég, og það er að ef ég lendi á götunni og þyrfti að leita mér skjóls í húsi ásamt kakkalökkum og væri himinsæll með það, þætti mér hart að vera borinn út á þennan hátt bara til þess að henda mér á götuna aftur. Þá vildi ég frekar gista í boði auðjöfurs í húsnæði með kakkalökkum.

Maður á neflinlega að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig.

Stefán K. (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

... Og Jón Helgi fylgir fast á eftir Gunnari.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 14:42

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Stefán, gott svar.....

Rólegir strákar.

Einhver Ágúst, 15.4.2009 kl. 14:47

6 identicon

Vel gerð frétt? Þetta er svo hlutdræg frétt að helmingurinn er nóg. Ég hef unnið hjá fréttamiðli í hart nær 9 ár og eins hlutdræga fréttamennsku hef ég ekki séð lengi.

Rúnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:52

7 identicon

    Hefur ekki nóg verið rifið í miðbænum nú þegar, hvar eru peningarnir sem eiga að fara í að byggja þessa verslunarkjarna? Er ekki skárra að nýta húsin í eitthvað lifandi mannlíf í stað þess að láta þessi fyrrum fallegu hús grotna niður.
    Ég myndi halda að þetta væri einmitt starfsemi sem gæti komið einhverju góðu af stað í miðbænum. Þarna ætluðu krakkarnir að halda uppi miklu starfi, halda námskeið, kenna jóga, gefa mat og láta almennt gott af sér leiða, er það svo slæmt?
    Sem íbúi í nágrenninu þykir mér mjög leitt að sjá þetta vera drepið í fæðingu. Persónulega held ég að það sé betra að leyfa þessu að dafna og þróast í stað þess að einhverjir fjárglæframenn fái að láta þessi hús standa auð og jafnvel fá sprautufíkla til að búa í húsunum til þess eins að fæla nágranna burt, einsog þeir hafa ítrekað gert í miðbænum.
    Maður spyr sig hverjir eru alvöru glæpamennirnir í þessu máli.

Edda (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:06

8 identicon

Þetta fólk er ekki í neinni neyð. Það er bara búið að fá yfir sig nóg af valdníðslunni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi okkar og vill ekki sætta sig við að slekti Bjögganna geti stjórnað skipulagsmálum í miðborginni. Það stóð aldrei til að búa þarna með kakkalökkum (enda lítið um þá á Íslandi) heldur að gera þetta upp, leggja í húsið rafmagn og vatn og sinna viðhaldi á því almennilega.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:08

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Eva, mjög gott að þetta sé allt saman útskírt og fólk frætt um þessa hluti.....

Nú er bara að finna annað hús......baráttukveðjur

Einhver Ágúst, 15.4.2009 kl. 15:16

10 identicon

Af hverju fer hústökufólkið ekki bara og hendir Bjögga eða Hannesi eða hvað þeir nú heita þessir útrásarvíkingar út úr villunum sínum. Er ekki miklu nær að láta þessa gaura finna til tevatnsins heldur einn vesælan byggingaverktaka sem er með allt á hælunum!!

SS (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:30

11 identicon

Þessi vesæli byggingarverktaki á ÖLL húsin við Vatnsstíg og hefur áform um að láta þau grotna niður. Er aukinheldur nátengdur Bjöggbjóðnum.

Það þarf ekki að henda Hannesi út því hann er ekki á landinu. Hann á tvö fín hús í Þingholtunum þar sem væri tilvalið að halda partý.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:38

12 identicon

Já af hverju stormið þið ekki þá í Þinholtin! Þá yrði ég kátur með ykkur

SS (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:40

13 identicon

Af hverju kaupið þið ekki bara húsið ?

Eignarétturinn er heilagur.  ég get ekkert vaðið inn á bílasölu og tekið einhvern bíl sem hefur verið mánuðum saman á sölu bara af því að eigandinn er ekki að nota hann.

nafnlaus (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:18

14 identicon

Nei enda er bíllinn verndaður gegn skemmdum á meðan hann stendur á bílasölu og hann stæði væntanlega ekki þar nema vegna þess að eigandinn væri að reyna  að selja hann, og þar með að koma honum í notkun.

Þetta hús var reyndar ekkert til sölu og fékkst ekki leigt. Grasrótarhreyfingar eiga sjaldan mikla peninga, ólíkt stjórnmálaflokkum enda hafa stórfyrirtæki enga hagsmuni af því að bera mútur á slíkar hreyfingar. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:29

15 identicon

Nafnlaus...ertu svo viss um að þessi hús séu til sölu? Þú getur væntanlega ekki gengið niður hvaða götu sem er, bent á hús og sagt: "Ég ætla að kaupa þetta hús"

Einar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:30

16 identicon

Eva og Einar

það skiptir engu hvort þetta er til sölu eða ekki..  Eigandi hefur greitt fyrir viðkomandi eignir og hann getur gert það sem honum sýnist svo framarlega sem hann brýtur ekki lög.

ég get ekki samþykkt að fólk geti bara vaðið inn í annarra manna hús og heimta bara að nota það... það er frekjulegt brot gegn eignarréttinum.

nafnlaus (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:42

17 identicon

Ég er sammála, eignarréttur er mannréttindi. En þetta er góður málstaður, sem fleiri hafa reynt að vekja athygli á en ekkert gengið. Þetta var kannski eina sem dugði. Fólk þykist vera hissa á að ekki hafi verið hægt að fara öðruvísi að, en hurðum er skellt á mann hvert sem maður fer.

Sunna (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:09

18 identicon

Þau lög sem heimila auðmönnum og undirtyllum þeirra að eyðileggja menningarverðmæti, valta yfir skipulagsnefnd, lækka fasteignaverð í hverfinu og hrekja verslanir úr miðborginni, þau lög eru ónýt og slík lög ber að brjóta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:49

19 identicon

ég er ekkert sáttur við 90 km hámarkshraða.

Ég er frábær bílstjóri og ég keyri þá bara á 140 km hraða.

Hvað viltu ?

Viltu fá lög sem skylda eigendur til að viðhalda húsum sínum?

nafnlaus (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:19

20 identicon

Já ég vil lög sem skylda eigendur ekki bara til að viðhalda eignum heldur einnig til að sjá til þess að þær séu nýttar.

Við þurfum ekki að endurskoða lög af því að einhvern langi að brjóta þau. Við þurfum að endurskoða þau þegar þau eru notuð til að troða á rétti fjöldans. Lög um hámarkshraða eru setti í þeim eina tilgangi að vernda líf og limi fólks. Ég veit ekki til að þau lög hafi enn verið notuð til þess að viðhalda valdi fárra en ef það gerist þá þurfum við að endurskoða þau.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:04

21 Smámynd: Einhver Ágúst

NAfnlaus maður spyr spurninga, við viljum samfélag sem kemur í veg fyrir að gróðahyggjusvín getiu keypt upp heilu göturnar og hverfin til að leggja þau í rúst svo hægt sé að hámarka gróða þeirra.......á meðan eru þessi hús til skammar og svo ekki sé minnst á slysahætta og brunahætta.

Við hefðum átt að láta þessa krakka í friði, handrukkarar og önnur handbendi Björgúlfsfeðga eru hvort eð er gjaldþrota og við eigum þessi hús "tæknilega" séð í dag.

Þú ert ekki sáttur við hámarkshraða í umferðinn sem er tölfræðilega sannaður að bjarga fjölda mannslífa í umferðinni og þeir sem deyja sökum eigingjarnra asna sem tela sig geta keyrt hraðar af því að þeir séu betri en aðrir geta ekki kvartað eftir á......njóttu þín á ofsahraða.

Léleg frjálshyggjurök bakvið nafnleysi gera lítið gagn vinur, við erum að breyta hér hlutunum í þessu litla landi.

Einhver Ágúst, 15.4.2009 kl. 20:09

22 identicon

Já já whatever.  gangi ykkur vel að breyta þessu.

Það er nú samt mín skoðun að fólk eigi engan rétt á því að vaða inn í annarra manna eigur án heimildar.  hvort sem meirihlutinn vilji það eða ekki.

nafnlaus (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:15

23 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvenær fóru kakkalakkar að búa um sig á Íslandi?

Ef ég á eitthvað í þessum húsum, þá vil ég endilega leigja þau út undir vitsmunalega menningarstarfssemi.  Ódýrt að sjálfssögðu.

Mun opna skrifstofuna í maí.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.4.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband