Dómharka og refsigleði heimskunnar

Alveg er það merkilegt hvað það hlakkar í dómhörðum handhöfum sannleikans yfir ógæfu Ragnars,  er fók ekkert að gera sé grein fyrir stöðu hanns? Hvar er samúðin og náungakærleikurinn?

Hann hafði ekkert val, hann skuldaði grimmum mönnum, mönnum sem lemja, pynta og nauðga án þess að blikna, ég hef séð pyntingarklefa eftir þessa menn og inní slíkann langar engann að fara get ég lofað ykkur, sá klefi var neðanjarðar, gluggalaus mep stól boltuðum við gólf og blóðugum kylfum í horni, stóllinn var útbúinn með handjárnum og fótjárnum.

Að læsa veikt fólk inni mun ekki gagnast einum né neinum, veikindin ágerst og menn koma mun harðsvíraðri út.

En þessi fangelsi sem um ræðir eru allt annar kafli, Abu Graib í Írak var bara sumarbúðir við hlið þessa helvítis, því að í Abu gastu allaveganna vitað að það voru hermenninrir sem vildu drepa og pynta þig, en í Karandiru og öðrum fangelsum veistu aldrei hvaðan hættan kemur. Ég vona innilega að stjórnvöld fái hann framseldann og hann fái að afplána á litla hrauni frekar.

Enn og aftur sendi ég ykkur fjölskyldu hanns samúðar og baráttukveðjur á þessum erfiðu tímum í ykkar lífi, mér þykir leitt hvað þið verðið fyri fólskulegum og særandi árásum af skilningssnauðum sauðnautum sem ekki bera vott af virðingu fyrir tilfinningum annara e þetta er víst partur af samfélaginu sem við búum í í dag, samfélag grimmdar, gremju og kaldhæðni.

En það verður nú breyting þar á með tímanum þykist ég vita.

Lifið heil


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta snýst um hann eins og staðan er í dag, en þetta snýst líka um svo margt annað.  Hann er fíkill, reikna ég með.  Hann vildi ekki fara í klefa þeirra, sem hann skuldaði en jú hann skuldaði þeim og ef maður skuldar til skulda þá þarf maður líka að borga fyrir þær, það vitum við sko öll hér á þessu landi.

Þú segir að valið hafi staðið milli þess að vera pyntaður eða drepinn, af hverju spyr ég þá, geta þessi menn aldrei leitað til lögreglu ?

 Ég bara spyr í vankunnáttu minni, vegna þess ég þekki ekki þessi frumskógarlög sem þarna ríkja.  Hvað gerist ef hann leitar til lögreglu, gefur upp þessa kónga og tjáir sig um hættuna sem hann og aðrir saklausir í hans fjölskyldu eru ?

Er hann látinn dúsa í fangelsi með sömu kóngunum ?  Eru yfirvöld, gjörsamlega vanmáttug gagnvart þessum heimi ?  Er þrá mannanna til að halda áfram á sömu braut kannski, svo mikil að þeir vilja ekki láta af löngunum í vímuna og halda áfram ??  

Ég bara spyr þar sem ekki veit, því ég skil þetta ekki.

Kristín (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:17

2 identicon

Hvers vegna gera allir einfaldlega ráð fyrir að hann hafi verið viljalaust verkfæri í þessu? Vegna þess að hann segir það sjálfur?! Menn væla yfir því að vera  burðardýr en neita svo alltaf að upplýsa um höfuðpaurana, því þeir eru "hræddir við hefndaraðgerðir". Pottþétt saga, fólk virðist aldrei efast um hana.

Arngrímur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Því miður er það einsog þú lýsir, ef þeir gerast "kjaftatíkur" þá eiga þeir ekki bjarta framtíð, já hann situr inni með sömu mönnum og vinum þeirra. Yfirvöld eru vanmáttug og því miður er ekki öllum lögreglumönnum treystandi vegne tengsla sinna við glæpamenn. Ég geri ekki ráð fyrir neinu, ég er viss um það að enginn smáfiskur einsog þessi drengur getur keypt einhversstaðar 6 kíló af kóki né hefur til þess pening, því síður leggst neinn meðalgreindur einstaklingur í þá fáránlegu hættuför að fara til Brasilíu og smygla dópi til íslands með þá hættu yfir höfði sér að vera tekinn og settur í eins viðbjóðsleg fangelsi og raun ber vitni.

Set hér inn tengil á atriði úr myndinni Karandiru sem er sönn saga úr Brasilísku fangelsi.

http://www.youtube.com/watch?v=0fKI6uwZbxM

Mæli með að RÚV taki þessa mynd til sýninga  næsta sunnudag.

Hér er svo fangauppreisni í sama fangelsi sem kostaði 111 mans lífið.

http://www.youtube.com/watch?v=X1c5gIwXNeE

Það eru eiginlega án undantekninga burðardýr sem smygla, höfuðpaurarnir eru mjög sjaldan  teknir, spyrjið bara fíkniefnalögreglun hérna sem er enn hissa á að hafa handtekið Þorstein Kragh í fyrra.

Einhver Ágúst, 7.5.2009 kl. 13:01

4 identicon

Arngrímur: Ég þekki dáldið til Ragga sjálfur, ef þú kynntist honum myndirðu sjá að hann er ekki með vitið í kollinum (eða hvað þá start-kapítalið) til að framkvæma risa smygl á kókaíni alla leið frá brasilíu upp á eigin spýtur. Við sjáum til hvort Raggi upplýsir um höfuðpaurana, en það er raunveruleg ógn sem handrukkarar bjóða upp á, þótt þeir nái ekki til hans þarna suður í heimi þá öfunda ég hann ekki að þurfa að taka þá ákvörðun að stefna fólki í kringum sig í hættu.

Eitt annað, varðandi meintan "gróða" Ragga af smyglinu, þessar tíu þúsund evrur eru reyndar bara niðurfelling á skuld, ekki heitur feitur séns að hann fengi einhverja hlutdeild.

Þorvaldur S. (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:30

5 identicon

skil þig, en hérna maður segir ekki "biturleikans" heldur "beiskjunar". Dómharka og refsigleði beiskjunar.

jamm (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:54

6 identicon

já förum öll að gráta útaf litla sæta eiturhommatittinum! Þetta líka ógeð var að reyna að koma næst versta fíkniefni sem heimurinn þekkir ofan í krakka í Evrópu fyrir 1,7 millur og þetta er staðreynd. hann valdi þetta og tók sénsin og varð svona líka böstaður. gott mál og vonandi fær hann dóm vð hæfi. Ekki gott að sitja þarna inni?" í upphafi skildi endirinn skoða" Góður málsáttur sem á vel við í þessu máli.

óli (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:58

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Jamm, þakka ábendinguna og laga það hérmeð....

Nafnlausar gungur með refsifýsn einhversskonar vinsamlegast hlífið mér og öðru fólki við ljótum og meiðandi athugasemdum, að kalla aðra manneskju ógeð er frekar dapurt og segir mergt um greindarfar og geðslag viðkomandi. Hann valdi þetta ekki og en gott að þú kannt málshátt til hamingju, hér er annar soldið eldri, dæmið ekki því að með þeim dómi munuð þér og dæmdir verða.

Og já hvað með það að gráta af samúð með fólki sem hefur það skítt, finnst svona hörðum nagla einsog þér það vera merki um veikleika? Held það sýni nú meiri manndóm enn að koma hér inn sem "óli" með litlum og dreifa óhróðri og illsku.

Einhver Ágúst, 8.5.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: TARA

Ágúst Már...hefðir þú staldrað við og gefið þér tíma til að lesa almennilega og skilja það sem ég skrifa þá sérðu það skýrt að ég hef samúð með Ragnari Erlingi og aðstæðum hans í Brasilíu og ég finn til með fjölskyldu hans.

Það eiga allir skilið mannúðlega meðferð og réttlæti, en ég hvorki get né vil gleyma því sem þetta eiturlyf hefði þýtt fyrir mörg ungmenninn og fleira fólk...hugsaðu þér öll þau líf sem hefðu farið til spillis og sársauka fjölda fólks ef Ragnari Erlingi hefði tekist ætlunarverk sitt....ekki gleyma því að það eru fleiri en hann sem eiga fjölskyldur.

Frekara svar er á minni síðu við þína færslu þar.

TARA, 8.5.2009 kl. 03:07

9 Smámynd: Ragnheiður

Ég kem af síðu Töru og vil þakka þér fyrir þitt innlegg þar. Hennar færsla er þó ekki algalin og margt til í hennar orðum þó ég sé ekki sammála.

Sonur minn kom af Litla Hrauni í líkpoka.

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 15:35

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég þekkti Himma.....samhryggist þér Ragnheiður og takk fyrir hlý orð.

Himmi labbaði 44 kílómetra af staðarfelli þegar hann var þar með mér, það sýnir hversu máttug fíknin er,það var í nóvember, Himmi var einsog ég, fíkill og spilafíkill, því miður þá tók sjúkdómurinn hann. ÉG græt þegar ég skrifa þetta því ég sé hversu heppinn ég er og hversu gott líf ég á.

Við þurfum að galopna þessa umræðu, aðstandendurnir og fiklarnir.

Einhver Ágúst, 8.5.2009 kl. 15:55

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Satt segir þú „sonur“

Bara að fólk vissi hve máttug fíknin er og hversu lítils við megum okkar í baráttunni við hana.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.5.2009 kl. 23:22

12 Smámynd: TARA

Ég veit hve máttug fíknin er....guð hjálpi öllum þeim sem á þurfa að halda.

TARA, 8.5.2009 kl. 23:55

13 Smámynd: Tiger

Ég er sammála þér Ágúst, við þurfum að opna aðeins huga og hjarta til að átta okkur á því að það eiga allir rétt á því að bæta ráð sitt og fá mannúðlega meðferð til uppbyggingar - í stað hörku, fordóma og óvinskaps ..

Alveg sama hver glæpurinn er - fólk á alltaf rétt á því að vinna sig aftur á rétta braut og bæta sig svo það sé aftur möguleiki á að snúa aftur út í samfélagið sem nýtur og góður þegn. Það er engin von á slíku hjá þeim sem þurfa að sitja í fangelsi þarna ytra, svo mikið er víst. Þaðan snýr engin aftur nema sem grænmeti, harðsvífinn glæpamaður eða .. bara snýr ekki aftur lifandi.

Vonandi ná stjórnvöld að vinna í þessu sem og öðrum slíkum málum svo taka megi samlanda okkar hingað heim í mannsæmandi umhverfi þar sem þeir geta setið af sér dóma sína og byggt sig upp með einhverja litla framtíðarvon í brjósti.

Tiger, 10.5.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband