Lýðræðislegir bloggarar?

Hér rísa menn upp á afturfæturnar og gera grína að því að stjórnarflokkarnir séu ekki sammála um eitt mál,  gott þið eruð svona spenntir fyrir að viðhalda hér flokksræðinu þarsem maður kýs einsog foringinn segir algjörlega án sannfæringar og jafnvel án þess að kynna sér málin.

Það má alveg kjósa um mál sem ég er á móti, ég sé ekki mikið að því þó ég geti verið ósáttur við niðurstöðuna.

Þetta er skref til meira lýðræðis og öflugra þings, sjálfstæðisflokkurinn fremur sjálfsmorð ef hann leggst í málþóf yfir þessu sjáiði bara til.

Það er hægt að vera í sama flokki og vera ekkert sammála um alla skapaða hluti sjáiði til, leiðinlegt að þið séuð svona niðurnjörvuð í gamla hugsanaganginn og hrædd við að þjóðin fái bara að kjósa um þessi leiðinda evrópumál að þið getið ekki breyst eða skoðað nýja möguleika.

Hér verða hlutirnir vonandi aldrei aftur eins....

Menn eru td vanir að Sjálfstæðisflokkurinn ráði hér allra mestu með fulltingi Framsóknar. sjáflstæðisflokkurinn ræður og vinir framsóknar græða.

Og það allt byggt á hvað allir voru sammála, sammála um Davíð og svo Geir sem eru svo allt í einu blórabögglarnir........kunnið þið annan?

Fáum staðreyndirnar á borðið, og leyfum þjóðinni að kjósa um þær, öðruvísi fáum við enga niðurstöðu í þessi mál, og auk þess verða þau loks tekin af pólitíkusum og kvótabröskurum sem hika ekki við að kaupa sér heilu dagblöðin til að nota sem málgang sitt og eru að verða hinir sönnu flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins þó að flokkurinn hafi veigrað sér við að kjósa Kristján Samherjaprins sem formann.

Svo tala menn um föðurlandssvikara sem vilja skoða ESB, ég sé ekki betur en að sjálfstæðisflokkurinn hafi selt aðgang að landinu okkar fyrir peninga svo illilega að við erum stórlöskuð eftir andlega og líkamlega og á framfæri AGS sem er einsog að vera sviptur sjálfræði inná geðdeild.

Fólki innan flokka á að vera frjálst að kjósa eftir eigin sannfæringu og áð tjá skoðanir sýnar, hversu heimskulegar sem mér og þér finnast þær, þá eru þau allveganna að segja okkur satt og við getum kosið eftir því.....væri það ekki góður draumur?


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki að spyrja þjóðina hvort hún vilji aðildarviðræður?????????

Það kann að reynast svo að það sem er í boði hjá ESB hugnist ekki meirihluta landsmanna þó það kynni að hafa í för með sér gull og græna skóga og jól alla daga.

Það sest engin að samningaborði til að ræða sölu á barninu sínu bara svona til að sjá hvað fæst fyrir það.

Sama á að gilda um ÍSLAND.

Kveðja Páll

páll (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Sölu á barninu sínu? Ertu  eitthvað skrítinn?  Fyrir utan að víða um heim gerir fók það reyndar bara víst.

Það kemur þá bara í ljós í atkvæðagreiðslu, ég treysti þjóðinni alveg til að velja.

Þó að ég sé persónulega á því að það sé best fyrir okkur að vera utan ESB, og einbeita okkur að sjálfbærni og grænum orkugjöfum, þannig getum við beislað alla þekkinguna hér í landinu og komið gríðarsterk út hinum megin við þessa kreppu.

Þrátt fyrir mínar skoðanir vil ég að fólkið í landinu fáið að kjósa um þetta svo pólitíkusar hafi ekki meira um þetta mál að segja, né heldur hagsmunahópar utflytjenda og innflytjaenda.

Einhver Ágúst, 19.5.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband