Ég er ekki viss

hvort sé auðvelt að líkja þessum degi við daginn þarsem Ásarnir fengu hjálp hjá Álfunum við að smíða lítinn silkiþráð sem kallaðist gleipnir...gerðru úr skeggi konunnar, sinum bjarnarins, dyn kattarins, fugls hráka, rótum bjargsins og anda fisksins.

En mér finnst margt í þeirri sögu eiga við okkar tíma og nær það hámarki í dag.

Loki hafði galdrað fram Femrisúlf, úlf nokkurn ógurlegann sem hann ætlaði að nota til að fá alla til að hlusta á sig, fyrst um sinn gættu Æsirnir ekki að sér og héldu úlf sem gæludýr þó að aðeins Týr hefði kjark til að fæða kvikyndið sem óx með ógnarhraða, svo sáu þeir að þessi skepna myndi valda þeim skaða og væri í raun til þess gerð.

Sem minnir mig á Icesave ævintýrið allt frá upphafi, og sama hvað Davíð segir er það skrímsli skapað af honum og bestu/verstu vinum hanns, með hugmyndir Hannesar/Loka að leiðarljósi.

Og þegar það uppgötvaðist þá fór af stað mikið rökstólaþing þarsem reynt var að koma með hugmyndir til að binda/hlekkja úlfinn mikla.

Eftir að allskyns reipi og hlekkir höfðu rifnað og sprungið utanaf skrímslinu(fyrst læðingur sem síðan hefur merkt að leysast úr læðingi, og svo drómi samanber drepa í dróma) var ákveðið að leyta hjálpar hjá dvergum nokkrum í Svartálfsheimum. Dvergarnir smíðuðu örfínann silkiþráð sem kallaðist Gleipnir úr hráefninu hér að ofann, ´sá þráður hafði þann eiginleik að vera gerður úr hlutm sem ekki voru til og hertist við hvert átak, en þarsem úlfurinn var fullur drambs lét hann binda sig í þráðinn sakleysislega og er þar enn fastur en veldur jarðskjálftum þear hann byltir sér. Auk þess beit hann hönd Týs af sem sett var að veði til að lokka úlfin í Gleipni, Týr var einhentur eftir það en þaðann er komið orðið úlfliður og seinna úlnliður.

Saga þessi er merkileg og hefur sótt á mig síðustu daga, það má segja lauslega að ríkisstjórn Geirs H Haarde sé læðingur og í vetur leystust hér ógnarkraftar úr læðingi með mótmælum og á tímabili óeirðum sem sýndu hinn raunverulega mátt fólksins í landinu. Seinni ríkisstjórn sem sett var saman úr VG og Samspillingu reyndi hvað hún gat að drepa í dróma ástand og stöðu sem ekki verður fengist við með hefðbundnum pólitískum leiðum nú er sú ríkisstjórn við það að springa þarsem annar flokkurinn telur það lausn alls að ganga í ESB, það mun svo koma í ljós seinna hvort rétt reynist, en ég efa það.

En í svartálfaheimi íslenskra pólitíkur er nú að birtast læðingur að mér sýnist með þvingunum Borgarhreyfingarinnar, með þeim hafa þau sett bönd á skrímslið kannski, böndin hegða sér þannig að ef Icesave verður endurupptekið og yfirfarið þá muni Borgarhreyfingin styðja aðildarviðræður Samfylkingarinnar, því að þessar viðræður eru Samfylkingarinnar og hennar einnar ekki ríkisstjórnar einsog þingmenn VG eru að segja á Alþingi akkúrat núna.

Gleipnir Borgarahreyfingarinna er gerður af húmor Þráins, grimmd Birgittu, reynslu Margrétar og hæð(ni) Þórs Saari....þannig er hann gerður úr hlutum sem ekki eru til einsog forveri sinn.

Icesave sem ég hef talið best fyrir okkur að borga er að verða meira og meira vafaatriði í mínum huga, Icesave er okkar Fenrisúlfur, við fæddum hann og héldum sem gæludýr of lengi og fífldjarfir bankamenn fæddu hann einir og örugglega ekkert óhræddir, hann hefur nú þegar bitið bláu höndina af Davið og félögum og nú er hann búinn að brjóta af sér öll þau bönd sem við höfum reynt að setja á hann.

Ég vona að þessi hótun Borgarhreyfingarinnar verði til góðs.

Þegar það er sagt þá er nú í eðli okkar íslendinga að vera svolitlir Lokar sem finnst þeir allir hafa vit á öllum sköpuðum hlutum, þetta er leiðindaókostur, augljóslega líka í mínu fari.

Nú er Kúlulánadrottningin með mikla ræðu um lýðræði og að læra af reynslu liðins hausts, hún er Sigyn kona Loka sem stóð með skálina og safnaði eitri svo ekki lenti það á andliti bóndans, öðru hvoru þarf hún að tæma skálina og þá leikur allt á reiðiskjálfi....en meira um það seinna.

 


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Frábær ritgerð, þú færð 8,5

Í dag er ég glaður í dag vil ég ekki deyja

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.7.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband