Heldur hann?

Að við séum bara almennt með dagpeninga landkrabbarnir?

Það er nú misskilningur en vissulega eiga dagpeningar flokksgæðinganna að hverfa og það sem fyrst, en það hefur nú lítið með sjómannaafsláttinn að gera.


mbl.is Sjómannaafslátt þarf að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Ágúst sjómannaafslátrin er hluti af kjörum sjómanna og hefur verið svo um langan tíma, það liggur því ljóst fyrir að sjómenn muna þá sækja þessa kjaraskerðingu til útgerðarmanna í staðin og þá er spurning hversu friðsælt verði á vinnumarkaðinum. Höfum við efni á að skipin liggi við bryggju um langan tíma vegna deilna í þessu ástandi.

Rafn Gíslason, 27.11.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sjómannaafsláttur var settur á í kringum 1954 og þá sérstaklega hugsaður til að verja kaup á "vinnufatnaði" en ekki sem "launakjör" í þeirri merkingunni - það er aftúrámóti markt skritið í samningum sjómanna (fiskimanna) sem og útgerðarmanna þeirra, td olíugjald, kostur ofl sem sjómenn er látnir taka þátt í.

Jón Snæbjörnsson, 27.11.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

menn fá fjarvistarálag td við virkjanaframkvæmdir dagðeninga á feðalögum td söluferðum um landið þannig að það er svoleiðis þegar menn eru fjarri heimilum sínum eins og flestir sjomenn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.11.2009 kl. 14:17

4 identicon

Dagpeningar sem slíkir eru til að standa straum af kostnaði sem hlýst af því að menn eru fjarri vinnustað sínum. Þessir dagpeningar eru almennt ekki það miklir að menn geti leyft sér neinn lúxus á þeim, heldur dugar þetta varla fyrir nauðsynlegasta kostnaði t.d. gistingu.

Rétt er það hins vegar að til eru dagpeningar sem eru langt umfram það sem eðlilegt geti talist og langt umfram það sem nauðsyn ber til og eiga þeir ekki að vera frádráttarbærir að fullu til skatts.

En það er samt einn regin munur á dagpeningum og sjómannaafslætti. Dagpeningar eru greiddir af vinnuveitanda. Sjómannaafsláttur er hins vegar greiddur af skattpeningur landsmanna. Þannig er ég t.d. algerlega á móti því að skattpeningarnir mínir séu notaðir til að greiða sjómönnum laun. Þeir eru ekki í vinnu hjá mér og geta bara sótt sín launakjör til sinna vinnuveitenda. Þetta fyrirbæri er lögnu orðið úrelt.

Ef sjómönnum finnst ekki nóg að þeirra laun séu tengd tekjum vinnuveitanda síns (ekki afkomu nota bene) þá verða þeir bara að setjast við samningaborðið. Þetta er eina launþegastéttin hér á landi sem hefur launin sín sem hlutfall af tekjum vinnuveitanda síns, fyrir utan sjálftölubankamannanna sem voru með tugir milljóna í "laun" á mánuði.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Valli

Þú gleymir því Sigurður að dagpeningar eru skattfrjálsir.

Nú þekki ég ekki til hvernig það er í bókhaldi fyrtækjanna hvort dagpeningar fari ekki inn sem kostnaður og er þá greiddur skattur af kostnaði?

Ég held að í þau tæplega 30 ár mín á sjó hafir þú aldrei greitt laun mín. Er viss um að það hafi frekar verið á hinn veginn.

Ég hefði líka alveg verið til í að vera viðstattur fæðingu einkabarnsins, en því  miður kom hún fyrir tímann blessunin.

Valli, 27.11.2009 kl. 16:51

6 identicon

Valli minn.

Ég efast um að þú hafir nokkuð greitt fyrir mig, enda hef ég borgað ríflegar fjárhæðir til ríkisins í gegnum tíðina. Og ef við reiknum það sem hlutfall af launum þá geri ég ráð fyrir að þeir skattar sem ég hafi greitt hafi verið hærra hlutfall af mínum launum en hlutfall skattanna sem þú greiðir er af þínum launum.

Hvað dagpeninga varðar þá eru þeir ekki skattfrjálsir. Hafir þú fengið dagpeninga greidda þá verður þú að sýna fram á kostnað á móti. Til þess að fá dagpeninga þurfa menn í öllum tilfellum að vera fjarri starfsstöð sinni til að dagpeningarnir séu frádráttarbærir. Sumir fá greidda hálfa dagpeninga sem kallað er og á það þá að mæta kostnaði vegna matar, þar sem viðkomandi þarf í flestum tilfellum að kaupa sér mat á veitingastað (sem er mun dýrara en að geta eldað sjálfur). Aðrir fá fulla dagpeninga og þá þarf viðkomandi að gista fjarri heimili sínu og borga fyrir þá gistingu. Þessi gistipeningar duga nú ekki fyrir merkilegri gistingu get ég sagt þér. Þannig að í þessum tilfellum eru menn með aukakostnað vegna þess að þeir eru fjarri heimili sínu og starfsstöð. Hins vegar eru líka til dæmi um að menn fái fulla dagpeninga og það jafnvel hærri dagpeninga en almennt eru úthlutaðir og fá jafnframt allan ferða, uppihalds og dvalarkostnað greiddan (t.d. ráðherrar o.þ.h.) og í þeim tilfellum er hér bara um launauaka að ræða og eiga menn að greiða af því skatta. Þess vegna er það að þegar þú telur dagpeningana fram þá er hámark á þann frádrátt sem þú mátt reikna þér fyrir hvern dag sem þú ert fjarri heimili þínu og ert með dagpeninga.

Ef þú vilt fara í umræður um misskiptingu sjómanna annars vegar og landmanna hins vegar þá er eitt dæmi sem ekki hefur verið rætt, en það er að sjómenn eru varanlega staðsettir á sinni starfsstöð og þurfa því sjaldan að fara milli heimilis og vinnustaðar. Við sem á landi búum þurfum hins vegar að gera það daglega og sumir (eins og ég t.d.) þurfum að fara um langar leiðir. Þetta er dýrt og verða menn sjálfir að sjá um að greiða þann kostnað. Ekki dettur mér í hug að við sem búum og vinnum uppi á landi eigum að fá skattafslátt út af því.

Og mér dettur bara heldur ekki í hug að sjómenn eigi að fá skattafslátt vegna þess að þeir vinni út á sjó og þurfi að vera fjarri heimilum sínum. Þeir eiga bara að fá góð laun frá vinnuveitanda sínum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:19

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Að skattafsláttur sé hluti af launum er löngu úrelt fyrirbæri, sækið þessi laun ykkar hjá vinnuveitenda frekar en að vera með afslátt á kostnað okkar.

Laun sjómanna eru líka frekar góð þó að þeir hafi reyndar liðið í mörg ár sökum sterkrar krónu en nú er öldin önnur, hrunið varð þeim mörgum kjarabót.

Annað í þessu sem ég teldi nú vera tímabært er að sjómenn stofni samlag og gangi til samninga við ríkið um yfirtöku kvótans sem nú á að taka af þessum kvótakóngum sem hafa skuldsett útgerðirnar umfram greiðslugetu til að kaupa sér meiri völd í bönkum, flutningafyrirtækjum og svo ekki sé talað um fjölmiðlum svosem þessum sem við erum að notast við.

Það er hrikalegt að öflugum fjölmiðlum sé rænt og notaðir til að koma á framfæri sjónarmiðum lítils hóps gróðapunga sem greinilega kunna ekki að fara með fé og hvað þá heldur þjóðareignina í sjónum.

Takið ykkur saman og rífið þennan kvóta af þessum gemlingum, þið hafið kunnáttuna og völdin eru í raun og veru ykkar.

Einhver Ágúst, 27.11.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband