2.2.2010 | 10:34
Flott, skoðum það...
Nú hrópa reiðir menn upp, "lattedrekkandipakk!!", sem er víst sú tegund manna sem má alls ekki tjá sig eða viðra sínar skoðanir.
Auk þess segir talsmaðurinn að þau vilji koma í veg fyrir ísbjarnardráp OG tryggja öryggi fólks, svo það sé á hreinu þá virðist þessi latte-api skilja að ísbjörnum fylgir eðlilega hætta, þó hún sé stórlega ýkt ef raunverulega tölur eru kannaðar.
Ísbirnir gjalda þess að teljast til sauðaþjófa, sem hafa jú löngum talst verstir glæpamanna hér á landi.
En að drepa sökum hungurs er nú varla svo mikill glæpur er það?
Harma ísbjarnadráp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.2.2010 | 10:23
Úff....
Þetta er óhugnalegt, og óhugnaður minn minnkaði ekki þegar vinkona mín frá Dómínikanska Lýðveldinu yppti öxlum og benti á og nefndi nokkur vinsæl líffæri til líffæraflutnings einsog lifur, hjörtu og nýru.
Hugsið ykkur að koma frá þeim hluta heimsins að þú áttar þig á að börn þaðan eru seld um heiminn til allskyns misnotkunar og líffæragjafar, að það sé orðin svona venjulegur partur af því að vera frá fátækri þjóð sem oftast eru gamlar nýlendur.
Eða að vera svo fátæk að landið manns er selt undir ólöglegt pyntingarfangelsi í einhverju pólitísku olíustríði milli ríkra fjölskyldna í heiminum.
Já suma daga verður maður soldið dapur og uppgefinn, en um leið á eigingjarnann hátt þakklátur fyrir sitt lúksushlutskipti.
Trúboðar harðlega gagnrýndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 23:25
Allskonar flokkar en það vantar þann eina sem berst fyrir allskonar-Besti Flokkurinn
Er það ekki dæmalaust hrikalegt hvernig fjölmiðlar og nú Gallup beita þöggun gegn okkur í Besta flokknum?
Endilega skellið ykkur á heimasíðuna og takið þátt í prófkjöri og skráið ykkur.
Sjálfstæðisflokkur í sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 12:42
Stórt "Like" á þessi orð Karls...
Ólafur þarf að fara að gæta sín, hann er að láta glepjast af augnabliksvinsældum sem þessi máskotmeðferð hanns hafði, hann þarf ekki að verða einhver öflugur talsmaður og koma sér og jafnvel okkur öllum í erfiðari stöðu en nú þegar er orðið.
Skemmtilega orðað: Vel má vera að einhverjum rísi þjóðernishold í fáeinar mínútur við að hlusta á þetta, en hinar frumstæðari hvatir eru ekki gott veganesti."
Svoan þjóðernishjal er líklegt til vinsælda en veldur meiri skaða þegar frammí sækir einsog dæmin sanna í sögunni.
Taktu leikhlé, herra forseti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2010 | 10:56
Vá, á mörkunum en VÁ!
Þetta er vinningsmómentið, hann kemur með þetta litla ekstra sem okkur íslendingum skortir almennt, fáránlegann fórnarvilja fyrir heildina og baráttu.
Gott að hann er íslendingur.
Tilþrifin hjá Alexander, myndband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2010 | 10:49
Merkilegt nafn...
Ísland enn á athugunarlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2010 | 09:18
Takk, en nei takk!
Þetta má bara alls ekki gerast undir neinum kringumstæðum, Ísland er ekki hér til að beila Obama útúr kosningasvikum sýnum og lygum.
Við höfum komið meira en nóg nærri málum í þessum stríðum í Afganistan og sérstaklega Írak, þau eru bæði ólögleg og siðlaus og ég fyrir mína parta vill ekki taka þátt í skipulögðum mannréttindabrotum og pyntingum.
Guantanamó gerði USA að samskona heretic harðræðisstjórn og Khmera Pols Pots.
Viljum við vera með í því?
Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2010 | 17:43
Ég ítreka....
....þetta er þrátt fyrir allt bara leikur og þarf ekki að taka svona hátíðlega, Ólafur er búinn að eiga stórmót einsog allaf og getur bara ekki skoraði 10 mörk í 8 skotum einsog hefði þurft í dag.
Við leikum um bronsið á morgun og það á að vera hægt.
Ég spáði því áður að við yrðum Evrópumeistarar, sú spá mín byggðist á að þurfa ekki að spila við Frakka, ekki bara eru þeir bestir heldur henta þeir okku mjög illa auk þess að aðeins Króatar geta slegið þeim við á þessu stigi málsins.
En einu sinni enn þetta er bara leikur....
Ólafur: Biðst afsökunar á mínum leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2010 | 19:50
Við erum lítið að breytast....
Borgum ekki og höldum áfram að svindla.
Og það meira að segja á hvert öðru, magnað hvað þessi bransi er sjálfhverfur og brjálaður, enda kerfi hanns tryggir svo innilega að menn innan hans eiga engann séns í eitthvað siðferði eða heiðarleika.
Slíkt er hreinlega bannað og veldur vandræðum.
Grunuð um stórfelld gjaldeyrissvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2010 | 12:11
Já varðandi þennan misskilning.
Þá vilja íslendingar ekki borga, bara svo það sé á hreinu, svoan upp á borðinu sko.
Það er nenfilega það sem við erum með í gangi á Íslandi núna, upp á borðinu eru dauður ísbjörn og algjör sannfæring Íslendinga um að þeir vilja ekki borga....neitt yfirleitt
Íslendingar óskuðu eftir fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)