Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2010 | 11:36
Ekkert svo dulbúin hótun...
Þetta er eins bein hótun og stjórnmálamaður getur haft í frammí á opinberum vettvangi.
Bretum er fúlasta alvara með þessar greiðslur og munu einskis svífast og engum hlífa ef við verðum með eitthvað múður, og án þess að vera eitthvað hræddur þá verður það eitt af fáum dæmum þarsem ég mun hafa rétt fyrir mér og leiðast það mikið þegar við töpum þessu máli fyrir dómstólum og verðum látin greiða ALLAR innistæður til fulls án einhverra samninga.
Svo er annað sem ég hef verið að hugsa um, afhverju förum við ekki að fjalla um íslenska íþróttamenn einsog samninganefndina og Svarvar Gests?
Nú er tildæmis íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu afar slakt og framferði fyrirliða þess til margra ára afar vafasamt. Ekki má hakka þá niður og gagnrýna á sama hátt og þessari aumingja samninganefnd, ef einhver hallar á þá skal hann passa sig á þjóðerniskenndinni og háðslegum svörum íþróttamannanna sjálfra samanber orðaskipti Eiðs Smár og Harðar Magnússonar um daginn.
Þetta á sér svo margar hliðstæður, ef íslenska karlalandsliðið er td í 105 sæti heimslistans og getur ekkert nema í einstaka æfingaleik, því ættum við að eiga einhverja samninganefnd í fjármálum og lögfræði sem stenst einu elsta réttarkerfi hins siðmenntaða heims snúning?
Setjum upp nokkur pör til samanburðar. Prófið að velja.
Brynjar Björn gegn Frank Lambard
Veigar Páll gegn Rooney
Ívari Ingimars gegn John Terry
Eiður Smári gegn Steven Gerrard
Mynduð þið í einhverju tilfelli velja Íslending? Ef svo er þá eruð þið afar þjóðrækin en um leið frekar heimsk.
Við eigum álíka séns í þetta Icesave mál einsog Íslendingar gegn Englendingum, verst að Íslendingar hafa aldrei komist á lokamót í knattspyrnu nema kvenna enda bera Íslenskar konur nú af okkur körlunum. Englendingar eru svo að segja á öllum stórmótum og ætla sér vinning alltaf, það er krafa frekar en draumórar.
Okkar óskhyggja í þessum Icesave málum eru draumórar.
Við erum verr staddir en Skotar gegnvart Englendingum og við erum líka verri í íþróttum en skotar.
Þessi farsi hér heima minnir mig alltaf meira og meira á myndina yndislegu The mouse that roared með Peter sellers.
Icesave-samkomulag mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2010 | 11:11
En huggulegt...
En einhvernveginn öfunda ég hann ekki mikið, en gangi honum vel og ofsa fínt að þeir séu með HM í knattspyrnu næsta sumar þarna niðurfrá.
Þá geta fótboltahetjurnar kannski átt aukakonur á meðan keppni stendur.
Ætli Suður Afríka haldi ekki bráðum HM kvenna líka? Það væri nú sætt.
Forseti Suður-Afríku tekur sér þriðju konuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 22:04
Mér finnst ég heyra raddir....
Af svölum þingsins, raddir Jóns Vals og kompanís og væntanlega situr Lofturinn Altice honum við hlið og mun þaðan koma á efsta degi til að dæma lifendur til dauða með viðeigandi hætti að sínu mati.
Frávísunartillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2009 | 15:28
Jújú, skoðum þá...tökum 3 ár í þetta, er það ekki ráðherrafyrningin?
Álit þessarar blessuðu lögfræðistofu hefur þegar komið fram og nú á að mjólk það enn frekar til að bjarga einhverju, en hverju? Ekki aðeins eru allt of margir spillingarprinsar- og álprinsessur en á þingi svo að það geti starfað heiðarlega, hugsanlega um 6 manns sem hafa orðið brotleg við lög og misnotað sér aðstöðu sína til eiginn hagnaðar. Þessutan er kerfið sem unnið er eftir meingallað, Alþingi sem krefst virðingar með svona vinnubrögð endalaust er einsog glæpamaður sem stórundrandi er læstur inni fyrir verk sín. Sjáið bara verk Samfylkingar í samvinnu með Björgúlfi einsog ekkert hafi í skorist og hve sár Katrín Júl varð þegar einhver vogaði sér að nefna það.
Og Sif Friðleifs talar um fingurinn?
En siðavendni stjórnarandstöðunnar er afar athyglisverð, en mest virðist mér þetta allt unnið til að koma eigin fólki undan rannsóknum og hugsanlegum dómum sökum fyrningar ráðherraábyrgðar.......inn á milli er eflaust einhver sem heldur að hann sé að vinna þjóðinni gagn með þessu þófi.
En eiginhagsmunir stjórnenda risafyrirtækja, banka, álvera og þeirra einkaþingmanna sem voru djúpt í spillingunni og fjármálaóreiðunni má ekki koma upp, um það snýst baráttan á þingi þessa dagana.
Og svo erum við þegnarnir að rífast og skipta okkur í lið eftir þessu rugli, ýmist trúandi þessum málsaðila eða hinum.
Við erum afar barnaleg.
Þetta snýst bara um peninga og þá ekki okkar peninga, og Icesave er í raun viðurkenning á að sjálfstæðisflokkurinn gerði gríðarleg mistök með allt sitt besta fólk í broddi fylkingar bankans.
Mér þykir ekkert undarlegt að þeir vilji verja það
Vilja sjá tölvupóstana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2009 | 02:24
Jóhanna kveður, Össur stormar inn
Um þessi áramót eða fljótlega í Janúar kveður Jóhanna Sig okkur að öllum líkindum, þó ekki fyrir óskir eða á þann hátt er Loftur Altice óskar sér heldur stígur hún einfaldlega til hliðar og væntanlega tekur Össur Skarphéðins við stólnum hennar.
Þessar "upplýsingar" eru væntanlega eitthvað gamalt dót sem stjórnarandstaðan hefur geymt til vara ef málið þeirra er að tapast, allt er gert úr innsta ranni til að fresta þæfa og gera öll mál loðnari og lengri viðureignar.
Það er mikil hagur fyrir flokksgæðinga Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að skýrsla rannsóknanefndarinnar fái aldrei eðlilega meðhöndlun á opinberum vettvangi og að 3ja ára reglur um fyrningar verði komnar til þegar/ eitthvað kemst í dagsljósið, að því er eðlilega starfað og unnið eftir fremsta megni.
Forsætisráðherra Össur Skarp, það verður nú spes.
Icesave-umræðu frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2009 | 15:09
Eigum við ekki bara að anda rólega og leyfa þeim að vinna frameftir?
Mér þótti nú sýnu athyglisverðara að Pétur Blöndal gerðist umboðsmaður barna um stund.
Hann kann þetta greinilega kallinn með uppeldið, hvenær kemur bókin?
Já þetta er hálfgert grín allt saman þetta lið.
En skjöplaðist konunni ekki bara? Fyrst að meira segja Össur Skarp verðandi forsætisráðherra sammælist Illuga um að rangt sé farið með, er þá nokkur ástæða til að ætla afleysingarforseta allt illt og allt að landráðum einsog anti ICESAVE menn ofnota nú það orð og meiningu þess.
Minnugir ádeilna þeirra er Sr Sigurbjörn Biskup varð fyrir í deilum þjóðarinnar um inngöngu í NATO, eftir að hafa mælt með hlutleysi í riti sínu lá sérann undir ámæli frá moggamönnum og mönnum tímans sáluga um kommúnisma og þjóðarmorð og einmitt landráð. Fékk þar viðurnefni sem "smurður agent moskvu".
Lesið þessi samskipti í 30 marz 1949. Og hér er smá úrráttur.
http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=69&gerd=Frettir&arg=1
Og svo um slagsmálin sjálf.
http://www.mbl.is/serefni/nato/30mars1949.html
Séra Sigurbjörn lést fyrir rúmu ári og enn birtast pistlar hanns í Mogganum reglulega, ávirðingar þær er hann mátti þola fráhægri fasistum og hagsmunaaðilum eru löngu gleymdar en í dag er umræðan enn á nákvæmlega sama stað um allt að því sömu mál.
Kommúnistar og Hægrimenn.
Verkalýðurinn gegn auðvaldi.
Kristnir gegn trúleysingjum
og nú við bloggararnir sem fimlega reynum að vera ekki í þessum hópum en erum svo staðnir að því með því að opinbera einhverjar skoðanir sem öðrum finnast þess verðar að setja á stimpil.
Er skrítið að þjóð sem aldrei fær að kjósa um neitt sem máli skiptir rífist svo allt þar til að uppúr sjóði, hér mun verða slagur milli hagsmunahópa á ca 50 ára fresti svo lengi sem svona óbeint og í raun gísltekið lýðræði er hér við lýði. Með óbeinu og gíslteknu á ég við afar óheilbrigð og kostnaðarsöm prófkjör þarsem bissnissmenn og hagsmunahópar iðnaðar ákveða fyrirfram hverja ég og þú megum kjósatil alþingis, og þarmeð hefst skekkja sem endar svo við afar skrítnar stjórnarmndunarviðræður þaðrsem enn frekari hasmunir eru ákveðnir.
Þannig var barist 30 marz 1949, og þannig voru kveiktir eldar í janúar 2009, reyndar 60 ár í þetta skiptið, en lýðræði okkar afar óþroskað sem sál unglingsins.
Lokaumræða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2009 | 16:51
Veröld ný og góð....
Er það ekki þetta sem við erum alltaf að leyta að vellíðan og velferð án aukaverkana.
Finnst samt einsog ég hafi lesið um þetta lyf áður.
Áfengisframleiðendur eru náttla álíka spenntir fyrir þessu og olíurisarnir eru spenntir fyrir alternative orkugjöfum.
Áfengislíki án timburmanna í þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2009 | 01:16
Hvaða Kristin er verið að tala um?
Vonandi ekki hann afa minn heitinn sem var nú lítill kirkjumaður en afar strangheiðarlegur og lítið fyrir smástelpur, og væntanlega ekki Jésú Krist? Er það?
Þekkja þeir tveir einhvern Kristinn sem er með góð gildi?
Berlusconi þakkar páfa stuðninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2009 | 13:01
Ái...
Mér svíður undan þessu af skömm og það er afar dapurlegt að líknarfélag sem starfar í þágu barna líði fyrir græðgi okkar Íslendinga og óheiðarleika.
Líknarsamtök fá aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2009 | 11:24
Flottur þráður...
Buffett selur í Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)