Færsluflokkur: Menntun og skóli

Spurning um hvenær þetta gerist hér

Þetta gerist á degi Íslenskrar tungu, sama dag og Reykjavíkurborg boðar 560 milljóna niðurskurð í leikskólum Reykjavíkurborgar.

Foreldrar eru jú einu raddir smábarna, og foreldrar hafa atkvæðisrétt.


mbl.is Foreldrar loka dönskum leikskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...er að reyna að vanda mál mitt í dag hvort heldur er í ræðu eða riti.

Til hamingju með daginn Jónas.....


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikburða þrýstihópur

Var það tilviljun að níðst var á fötluðum og heyrnarlausum?

Varla, að því er sagan sýnir er hefð fyrir því að skera niður og sniðganga þá hópa samfélagsins sem minnst bolmagn hafa til að verja sig, og þeirri hefð er viðhaldið í núverandi niðurskurðarferli.

Það verður seint skorið jafn harkalega niður í starfsemi Háskólanna enda þar öflugir fræðilegir pólitískir þrýstihópar innandyra sem heyrist í um leið enda eiga þeir greiða leið í fjölmiðla og hafa sterk völd inna stjórnmálaflokkanna.

Börn, gamalmenni og heyrnarlausir ættu að vara sig nú.

Foreldrar þessara barna ættu að láta í sér heyra af krafti og gangast við því að leikskólar og barnaskólar eru þær menntastofnanir sem við ættum að standa hvað mest vörð um, tímabundið ætti svo að skera grimmilega niður í HÍ og HR þarsem félgslegt mikilvægi þeirra er stórlega ofmetið.

En lagframa áhrif þess að skerða þjónustu við ungu börnin okkar eru kvíðvænleg.


mbl.is Leikskólar lenda í niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband