Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.11.2009 | 13:47
Til hamingju Gunni og félagar
Heiðarlegur matur eldaður hugvitsamlega og afar skemmtileg upplifun, ég borðaði þarna um daginn með konunni og get ekki kvartað, en maður þarf að borga soldið fyrir herlegheitin.
Humarinn var fínn og gæsin líka sem var í aðalrétt, en sigurinn fyrir mér var meðferð á rófum, blómkáli og öðru ódýrara hráefni þarsem Gunni sýndi enn og einu sinni að enginn er betri í einfaldleikanum á Íslandi en hann.
Talandi dæmi um hvernig má auka verðgildi hráefnis sem er alla jafna ekki hátt skrifað með fagmennsku og góðu handbragði.
Staðsetningin og húsið gefa staðnum svo auka krydd, byggingin er náttúrulega perla í "íslenskum" arkitektúr og útsýnið yfir Esjuna dásamlegt á dimmu haustkvöldi.
En einu sinni enn, þetta er kannski í dýrari kantinum.
Humar í logandi jólatré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)