13.1.2010 | 11:42
Guð hjálpi Íbúum Haítí og Dómínikanska Lýðveldissins..
Hann má alveg taka sér frí frá Icesave væli okkar eyjaskeggja þegar svona raunverulegar hörmungar gerast, ég held einnig að flest okkar tengi við þessa hættu búandi á eldfjallaeyju sjálf og hjá mörgum(allveganna mér) er þessi ótti alltaf fyrir hendi, óttinn við ógnarkrafta náttúrunnar.
En það vekur mér gleði og von í hjarta að við höfum sent björgunarsveit nú þegar, vel gert Össur og vel gert björgunarsveitarmenn.
Með mér vinnur kona frá Dómíníkanska, hún hefur ekki náð í móður sína og er stressuð og brugðið eðlilega en gladdist strax að heyra að héðan færi björgunasveit, ég bið með henni í dag.
Legg til að þið gerið það sama, allir sem vettlingi geta valdið.
Guð blessi Haítí og Santa Domingo.
Gríðarlegt manntjón á Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hugur minn er með þessu fólki. Það er aðeins einn fjallgarður og á sem skilja þessi tvö lönd að. Og ekki eru byggingarnar traustvekjandi í jarðskjálftum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:54
Þú ert búinn að gleyma því þegar Geir Haarde bað guð að blessa ísland... er það ekki?
Gefðu nú frekar peninga eða eitthvað í stað þess að ákalla galdrakarl
DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 13:02
Takk Ásthildur og DoctorE, ég er búinn að gefa peninga og ákalla guð og biðja í allanna morgun, hvernig væri að þú leggðir nú niður heilagt stríð þitt gegn guði í augnablik á meðan fólk dílar við þessar hörmungar á þann hátt sem það kýs eftir trúfrelsi?
Einhver Ágúst, 13.1.2010 kl. 13:55
ég er ekki í neinu stríði, þaðan af síður heilögu...
Ég get þó lofað þér því að trúarhópar um heim allan munu notfæra sér þessar hörmungar til að markaðssetja guði... þannig hefur trúarliðið alltaf unnið, ég er mótvægi við ósmekklega markaðssetningu trúarbragða.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 17:23
Markaðsetningin er byrjuð.. Pat Robertson segir að íbúar hafi gert díl við djöfulinn
http://www.cbn.com/cbnnews/world/2010/January/Powerful-Quake-Hits-Impoverished-Haiti/
Svona er kristið siðgæði og sölumennska
DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 17:52
Nokkuð til í því kæri Doctor hvað sem þú heitir, en það tekur því varla að svara svona rugli er það?
Sölumennskan er nokkuð rétt hjá þér en almennt er nú kristið siðgæði ágætt þó að einhverjir misnoti þessi fræði með afar sjúkum túlkunum.
Einhver Ágúst, 14.1.2010 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.