18.1.2010 | 09:54
Hittann í fyrra..
þarsem ég stóð með nokkrum vinum í porti við Barónstíg og allt í einu kom frekar lágvaxinn karlmaður gangandi inní portið og svipaðist um, kastaði á okkur kveðju(allaveganna kinkaði kolli) og gékk út aftur, eftir stóðum við og horfðum á hvorn annann.
Var þetta Mel Gibson?
Ég hugsaði, ætli honum hafi ekkert þótt undarlegt að við stóðum í strætóskýli inní lokuðu porti undir tré?
Ég vil leika víking, þá mér skyldi kaupa, frægð og fögur ár, fara brott með óskarinn, standa þar á sviði, stýra dýrum kerrum, halda svo til hafnar, hunsa mann og annan.
Nei bara svona smá sprell.
Víkingamynd Gibsons á íslensku? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við snæddum eitt sinn saman á Holtinu, Mel og ég! Hann var nú reyndar á næsta borði en skiptir það nokkru máli
Ellert Júlíusson, 18.1.2010 kl. 10:43
Vel gert!! Nákvæmlega svona erum við krúttlegir Íslendingar.....
Einhver Ágúst, 18.1.2010 kl. 10:46
hehehe hef oft séð hann, býr í kassa í stofunni minni
Kolbrún Kvaran, 18.1.2010 kl. 13:00
Ég var í London fyrir nokkrum árum. þegar ég kom heim frétti ég að Mel hefði verið í borginni á sama tíma. Kúl!
Guðmundur Benediktsson, 18.1.2010 kl. 15:16
Ég var að frétta það að ég sjálfur og Hr, Mel værum tengdir, við erum andfætlingar.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 19:56
Einnig eigum við Mel það sameiginlegt að hafa verið stöðvaðir af vörðum laganna svo við færum ekki sjálfum okkur og öðrum að voða, hann á bíl og ég gangandi, eða að mestu leyti allaveganna.
Practically like this!!
Einhver Ágúst, 19.1.2010 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.