Hvað er að þessari mynd?
En hún sýnir í raun kjarna vandans, spillingin er það þétt ofin í kerfið að það þarf að henda öllu kerfinu til að eitthvað sem nálgast réttlæti geti náð fram að ganga.
Með lögum skal land byggja, og með ólögum aftur eyða.
Í þessari gömlu setningu liggur semetrían sem sýnir hvað við höfum verið vitlaus, með því að hunsa seinni part setningarinnar höfum við flotið sofandi að feigðarósi.
Nú svömlum við um í brakinu og skiljum ekki hvernig við enduðum hér í eyðilögðu landi af ólögum sömdum á afar stuttum tíma eftir lýðveldisstofnun, trúandi því að við værum að byggja land með lögum.
Þegar á reynir eru það bara lög sumra, sem digrast og dirfast á/að ráðskast með auðlindir okkar og fólk.
Sigurður Einars er ekkert vondur maður trúi ég, bara einn af okkur sem komst í gott skjól stjórnmálamanna og nýtti sér það, að dást, öfunda og fordæma eru birtingarmyndir stolts okkar og ótta sem svo einhverjir finna farveg í ofbeldi og skemmdarverkum sem samanborið við glæpi landsherranna verða afara smálegir.
Og við rífumst.
Sigurður gerir launakröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rétt þeir sem réðust að alþingi eiga ekki að vera settir inn vegna sérstakra aðstæðna sem eru í þjóðfélaginu hitt er annað mál að þessir stjórnendur eiga ekki að ganga lausir hvað þá að þeir fái krónu.
Sigurður Haraldsson, 22.1.2010 kl. 22:19
Þar er ég einmitt sammála þér en þeir virðast nú samt hafa það ágætt kallarnir, en þannig er nú bara þetta kerfi byggt upp. Því miður.
Einhver Ágúst, 23.1.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.