26.1.2010 | 22:21
Kraumar í þjóðinni og hver dropi færir okkur nær því að það flæði yfir.
Nú hata ég alls ekki Ásbjörn Óttarson, finnst hann frekar kjánalegur ef eitthvað er, en þessi staða í þjóðfélaginu er að verða afar hættuleg.
Ég geng um dags daglega og hlýði á fólk úr öllum stéttum og flokkum sem hreinlega kraumar af reiði, ef þetta heldur svona áfram verður hér ofsafengin upplausn með ofbeldi og viðbjóði sem ég hreinlega vill ekki sjá.
Ég eyði dögunum með börnum og heyrði ungann dreng kvíða því að eiga afmæli 1 febrúar, "vegna þess að þá kemur skýrslan út" sagði hann orðrétt sem hefði verið krúttlegt tannlaus og yndislegur sem hann er en var óhemju sorglegt. Ég hef ekki fengið mig til að fara til hans og færa honum gleðifréttirnar að það sé búið að fresta skýrslunni.
Ég talaði við frambjóðanda sjálfstæðisflokks í sveitarstjórnarkosningum sem var gapandi yfir tilnefningu Frikka Soph í stjórnarformannsstól Íslandsbanka.
Ég var rétt í þessu að tala við kvikmyndagerðarmann sem skynjar hættuástandið alveg einsog ég.
Ég eyði dögunum meðal öryrkja sem eiga við næg vandamál svo ekki sé bætt við sjúklegu ástandinu, vantraustinu og biturðinni í samfélaginu.
Ég er bloggari og sé sanntrúaða hægri menn öskra landráð á heilaga Jóhönnu, níða skóinn af Steingrími J og heyri tryllta vinstri menn hrópa landráð yfir DO og félögum, og einsog Guðni benti á í dag hefur það orð verið gegnisfellt alveg gjörsamlega.
Ég finn hvernig hvert skref landa minna verður þyngra og vonin dofnar, trúin á breytingar hverfur og þá kemur reiðin aftur tvíefld.
Í þessu ástandi er mikil hætta á að þeir sem veikir eru fyrir geri huti sem við munum öll sjá eftir, þá er ég að tala um fólk sem er ekki í jafnvægi og er til alls víst, á sama tíma er aðstoð við þá skorin niður og stofnunum lokað sem eiga að sjá um þá, það skapar svo enn meir hættu þarsem veikt fólk gegnur um og mælir göturnar í örvæntingu og allstaðar blasa við réttlætingar á reiði og gremju.
Ég finn einsog hver annar að mér fallast hendur, ég hlæ orðið oftast af þessari vitleysu þarsem ég hef góða þjálfun á ævinni í að gera grín af ólukkunni og því sem miður fer.
En ég get ekki gert að því að ég er pínu dapur í augnablikinu, dapur yfir börnunum sem eru að alast upp og veika fólkinu sem er að berjast við sína djöfla samhliða þessu sjúklega ástandi í landinu okkar litla.
Ásbjörn er í mínum augum bara kjánalegur gráðugur grís sem grafsaði til sín peningum, ég öfunda hann ekki né reiðist honum persónulega, ég aftur á móti gremst yfir baráttu ráðamanna til að viðhalda kerfinu sem gerði honum kleift að haga sér svona og er hann nú alls ekki sá versti einsog mun koma í ljós í skýrslu einni seinna, skýrslu sem mun upplýsa okkur um ýmislegt en sjáið til það mun ENGIN verða sakfelldur eða jafnvel sóttur til saka fyrir þessi mistök öll saman.
Til þess er kerfið of mikilvægt, kerfið þarf að varðveita.
Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara sorglegt og enn eitt merkið um siðleysið sém ríkir hér á landi. Ásbjörn á þegar í stað að segja af sér enda er krfa almennings að réttlæti og lög nái yfir alla Íslendinga en ekki bara suma sem þurfa að standa í skilum með sitt. AFSAGNAR er KRAFIST ÁN TAFAR.
Sigurður Már (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:38
Jæja,
eini aðilinn sem ekki svindlaði hér á klakanum var Bjarni Ben og skúringakonan á Séstvallaborg
Einar Guðm. (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:36
Bjarni ben er úr þekktri spillingarfjölskildu, innmúraður í spillingarhimnaríkið, íhaldaflokkinn.
en í viðtali við kastljós sagði þessi þingmaður að hanns utvegsfyrirtæki hafi alla tíð keypt kvóta, þannig að þessar fullyrðinar útvegmanna að það sé ekki hægt er beinlínis rangar.
Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2010 kl. 00:00
Rosalega er þetta flott grein. Er sammála hverju orði. Ásbjörn á að segja af sér með það sama. Ef hann gerir það ekki er hann kúkalabbi og peningasvín. Held að sá næsti sé Bjarni Ben. Hann er búinn að viðurkenna aðkomu sína að Vafningi. Hann reyndi eftir mætti að verja peninga fjölskyldunnar, eins og mafíósi, en tókst ekki. Þorgerður Katrín er líka sek. Hún er fulltrúi kúlulánafábjánanna. Þeir fengu lánaða peninga sem þeim var talin trú um að vextir myndu borga afborganir. Sannkallaðir hálfvitar. Eiga Bjarni Ben og Þorgerður Katrín að stjórna sjálfstæðisflokknum? Ef svo er þá er flokkurinn ónýtur.
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 00:39
Takk fyrir...
Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 12:14
Ég er ekki sammála Benóný um það að Bjarni og Þorgerður eigi að segja af sér. Þvert á móti álít ég að Sjálfstæðisflokkurinn eigi nú þegar að boða til Landsfundar og lýsa þar yfir fullum stuðningi við þau bæði.
Ég kann miklu betur við Sjálfstæðisflokkinn þegar hann reynir ekki að villa á sér heimildir með siðbótaryfirlýsingum.
Árni Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 16:21
Rétt Árni, frambjóðandinn sem ég talaði um er að verða jafn reiður og við hin.....
Þetta fer þeim mikið betur.
Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.