27.1.2010 | 12:34
Þvílíkt rugl...
Ekki einu sinni íþróttaídjót einsog ég tek þessa hluti svona alvarlega, þetta er bara leikur.
Meira að segja leikur sem næstum enginn stundar.
Ef að það færi eins fyrir handbolta og stangstökki kvenna þegar við(Vala) gátum eitthvað í því, það er að segja aðrar þjóðir færu að fatta þetta sport og ná einhverjum fjölda til að stunda þetta þá gætum við kvatt þessar yndislegu lúksustundir þegar við etjum kappi við þá bestu og eigum einhvern séns bless.....
Áfram Ísland.
EM: Líður eins og svikara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voru eftirtaldir íþróttaviðburðir "bara leikur":
Fjórfaldur sigur blökkumannsins Jesse Owens á Ólympíuleikunum í Berlín fyrir framan nefið á Hitler, einkum þó sigur hans yfir hinum "hreina aría" Lutz Long í langstökkinu?
Hnefaleikaeinvígi blökkumannsins Joe Louis og hins "hreina aría" Max Schmeling 1938, en fyrir þann bardaga bauð Roosevelt Bandaríkjaforseti Louis í Hvíta húsið, þreifaði á upphandlegg hans og sagði: "Nú treystir lýðræðið á þessa vöðva."
Einvígi Fishers og Spasskís í Reykjavík 1972? "Bara leikur"?
Tveir Evrópumeistarar Íslendinga og einn sllurhafi í Brussel 1950, sem vöktu heimsathygli?
Ómar Ragnarsson, 27.1.2010 kl. 13:48
Vel svarað kæri félagi og Frammari!!
Vissulega hafa verið þessi augnablik í heimssögunni þarsem Íþróttir hafa tekið á sig aðra og merkilegri mynd en gerist og gengur.
Reyndar var nú einvígi Spasskís og Fishers skrípaleikur, einog allt kaldastríði og flest fólk sem stórskaðaðist andlega í þeirri vitleysu.
Afi minn heitinn var einmitt lögga á þessum tíma og sá um öryggisgæslu, þegar Fisher tók eitt af sínum æðisköstum. Þess fullviss að í stólnum hanns leyndist sprengja tætti hann stólinn í spað, afi minn beygði sig niður í kraðakinu og nappaði einni flís(örugglega það eina sem hann "stal" um ævina)´sem hann svo afhenti við 25 ára afmæli einvígissins fyrir nokkrum árum.
Afi var kommi sem einmitt sá þetta einvígi sem eitthvað merkilegt fyrir kommúnisma og kapítalisma, sem það var náttúrulega ekki heldur tveim borderline snillingum sem voru saman leiddir til að sanna eitthvað.
Sem svo augljóslega á ævi Fishers tókst ekki.
Sem Frammari, sportidjót og Íslendingur segi ég þér öðrum Frammara, sportidjót og Íslending, þetta er allt bara leikur eftir allt saman og af því ber að hafa gaman.
Ekki leggja á menn skyldur sem jaðra við stríð og láta þeim líða sem föðurlandssvikurum, ekki ætlast til að Ólafur Stefáns skori 10 mörk í 8 skotum einsog frægt er orðið.
Annars verður gaman að sjá Ævisögu Adolfs Inga: Dolli:Beint frá Austurríki, eða, Adolf:Hann er mættur til Austurríkis!(sagt um aríastrákinn okkar hann Aron Pálma sem Adolf er nú meira en lítið skotinn í.
Höfum gaman að þessu og áfram Ísland!! Ströngin inn!!
Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 14:08
Ekki gleyma því Ómar að Adolf Hitler talaði líka við Max Schmeling fyrir bardagann!!
Eggert (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 14:17
Og Adolf okkar talar við þjóðhetjurnar okkar eftir bardagana.....hehehe...
Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 14:29
Er Ommilettan allt í einu einhver félagi þinn Ágúst
meiri sauðirnir
Krímer (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:52
Ok, skil ekki alveg með kindur og eggjakökur.....alveg eins félagi.
Einhver Ágúst, 28.1.2010 kl. 00:04
Hver og hvað er Krímer?
Einhver Ágúst, 28.1.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.