3.2.2010 | 12:11
Já en...
...hvað ef pólverji hefði gert það sama við einn af okkar mönnum?
Og hvernig átti pólverjagreyið að sjá eða vita hvað væri í vændum?
En enn og aftur ótrúleg tilþrif, og það sást best á dómurunum að þeir vissu varla hvað ætti að gera?
Það hefði lítið verið hægt að segj avið rauðu spjaldi og persónulega var ég búinn að sætta mig við það, við unnum leikinn fyrir þetta atriði, hvort sem það var löglegt eða ekki.
Minnir mig samt pínu á "júggann" fræga sem gerði okkur svo brjáluð hér um árið. Þá vorum VIÐ misrétti meitt og hljóðið annað.
En ég vona að Pólverjinn sé ekki mikið slasaður.
Átti íslenska liðið boltann? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ágúst
Júgginn snérist einugis um koma manninum úr jafnvægi með því að taka undir í fætur hans þegar hann stekkur upp, einbeittur brotavilji gegn manninum, ekkert með boltann að gera, stórhættulegt fyrirbæri. Alexander fer beinustu leið í boltann, síðan dettur pólverjinn um Alexander, það er ekki hægt að líkja þessu saman.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:36
Það hefði verið ljótt af dómurunum að eyðaleggja þessi frábæru tilþrif með útafrekstri.
Tek undir með Bjögga
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 14:46
Nei vissulega var júgginn og er enn fólskulegt ruddabragð, sem því miður sést enn í boltanum hér heima endrum og eins nú síðast hjá ungum Frammara meira að segja.
En þetta var þrekvirki en engu að síður ekkert minna hætulegt en júgginn, betri ásetningur en svipaðar afleiðingar.
Já dómarirnir gerðu vel, þar erum við sammála, ekki fara að kalla mig landráðamann þó ég velti þessu aðeins fyrir mér.
Ég einfaldlega trúði ekki öðru en að þeir gæfu honum rautt, en var alveg jafn feginn og þið....
Einhver Ágúst, 3.2.2010 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.