Verða menn ekki að spyrja sig..

..hvað sé í gangi?

Flóð í annars þurru landi Mexíkó, frosthörkur í mildri suður Evrópu og hitamet á Grænlandi.

Ísbirnir tíðir gestir á Íslandi og hlýnun sjávar veldur breyttri hegðun fiskistofna og nytjategunda, sumar offjölga sér og dreifa sér um allt(makríll, kamchatkakrabbi) og aðrar hverfa, sýkjast og týnast (loðna, rækja)

Ég get ekki séð annað en að þetta sé afar heilstæð þróun á hnettinum græna.


mbl.is Hitamet á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þetta ekki verið svona í gegnum söguna á þessari blessuðu plánetu okkar?

Tómas (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Ágúst. Það getur verið  að þú þurfir að spyrja þig en svona hefir þetta verið á þessari jörð í þúsundir ára. Það væri frekar að spyrja því er fólk svona 'hyper' . Norður Ameríka hefir alltaf haft kulda og hitabreytingar innan sinna fylkja. Þeir eru vanir frosthorkum allt suður fyrir N45 gráður á veturnar svo koma sum árin mildari. Alaska hefir frosthörku vetur þegr frost dettur niður í -50 C gráður svo sum árin hlýrri. Þar er eldrei hrópað úlfur úlfur né gráta. Menn lifa bara við þetta sem eðlilegan hlut. Það eru minnst 20 þúsund ísbyrnir og þeir eru ekki í útrýmingahættu. Það eru tugþúsundir af hvölum og þeir eru ekki í útrímingahættu. Það eina sem er hætta á er þetta hæper fólk sem eru að umturna heiminum.  

Valdimar Samúelsson, 5.2.2010 kl. 12:25

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já sé að þú ert pólítíkus-lega hneigður. Já þá er þetta einn málaflokkur sem má ná í atkvæði út á.

Valdimar Samúelsson, 5.2.2010 kl. 12:29

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er alltof mikið af fólki svo mikið er víst, en 20 þúsund ísbirnir er nú ekki mikið og á mörgum stöðum þarsem hann býr og þ.a.l. ástæða til er hann alfriðaður.

Já það hafa orðið breytingar á veðurfari hnattarins vissulega en, það hafa aldrei orðið jafn mengandi "framfarir" af völdum neinnar lífveru á hnettinum samfara eða til að haf ateljandi áhrif á þessar sveiflur, það ER að gerast núna.

Röskun okkar á náttúrunni er algjörlega ómögulegt að bera saman við nokkuð sem áður hefur gerst svo mikið er víst.

Fyrir hverju ert þú að berjast Valdimar? Mig langar að vita hverjir þínir hagsmunir eru?

Einhver Ágúst, 5.2.2010 kl. 12:30

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Já ég hef þann kross að bera að trúa öðru hvoru ábreytingar, það gengur samt jafnan yfir.

Ef það gerir mig pólitíkuslega hneigðan einsog það sé kynhneigði í þinni íslensku þá þú um það Valdimar.

Einhver Ágúst, 5.2.2010 kl. 12:39

6 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Tómas ritar með alveg dæmigerðum hætti:"Hefur þetta ekki verið svona í gegnum söguna á þessari blessuðu plánetu okkar?"

 Ef skilja ber fullyrðinguna svona:"Hitabreytingar í lofthjúpi jarðar hafa átt sér stað í gegnum árþúsundin og ármilljónirnar án þess að mannskepnan hafi átt sinn þátt í því," þá er fullyrðingin rétt.

 Ef skilja ber fullyrðinguna svona:"Hlýnunin sem nú á sér stað í lofthjúpi jarðar er af náttúrulegum orsökum og á sér sömu orsakir og aðrar hitabreytingar í lofthjúpnum í gegnum árþúsundin, ármilljónirnar og jarðsöguna," þá er hún andstæð vísindalegum niðurstöðum.

Vísindaleg módel sem taka tillit til þekktra náttúrulegra orsaka duga ekki til að útskýra þá hlýnun sem á sér stað nú í lofthjúpi jarðar. Sé tillit tekið til uppsöfnunar koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum í lofthjúpi jarðar má hins vegar skýra hlýnunina.

Margir, sem ekkert erindi eiga, koma upp á pall og hafa "skoðanir" á því að vísindin séu ekki að boða rökstudd tíðindi. Slíkar fullyrðingar hjálpa okkur ekkert til að komast að sannleikanum enda eru þær sjálfar iðullega órökstuddar og helst á formi upphrópana. Það er svo sem líkt og með aðra umræðu í samfélaginu. En málið er alvarlegra en svo að ærlegt sé að tala og rita með svo óábyrgum hætti.

Eiríkur Sjóberg, 5.2.2010 kl. 12:51

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ágúst hugsjón mín er að fá að lifa í friði í þessu landi. Fá að fiska ef ég vill. Fá að rækta repju og gera mitt eldsneyti án þess að þurfa að vera tengdur gerfihnetti svo hægt sé að rukka mig fyrir hverja hreyfingu með bílnum. Fá að beizla vindorkuna og sólarorkuna án þess að það verði settur skattur á notkunina. Þetta er fjarrænn draumur þegar svo margir pólítíkusar eru að berjast fyrir sínu lífsviðurværi þ.e. að vera á spena ríkisins og við hin borgum brúsan.

Valdimar Samúelsson, 5.2.2010 kl. 13:23

8 identicon

Tek eftir að bent er á hærri hita en í meðallagi á suðurodda Grænlands í hvert sinn sem fólk bendir á kuldakastið í Evrópu og víðar, en sé aldrei heildarmælingar fyrir ALLT ! Grænland á þessum vetri, það er einmitt svona og margar fleiri álíka röksemdir sem skapa efa um sannleiksgildi dómsdagsspámanna. 

http://environment.about.com/b/2010/01/20/un-climate-panel-admits-mistake-in-predicting-himalayan-glaciers-could-disappear-by-2035.htm

Kristjan Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:32

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ágúst aftur. Ísbirnir lifa mest á sel selur er nægur og það er nóg af ísbjörnum um allar strendur Kanada og Alaska jafnvel inn í Hudson flóa svo engar áhyggjur með björninn. Mengun var mikil í kring um 1950 til 1970 þegar kol voru mikið notuð í Evrópu en það var lagað á örfáum árum svo byrjaði fólk að verða hyperactíft vegna kannski vítamín skort eða hér sjoppufæði. Það var breytingin. Yngri kynslóðirnar vissu ekki hvað var í gangi og byrjuðu að öskra á umbætur já það var bara að gera einhvað. Pólitíkusar spiluðu með upp á atkvæði svo þessvegna er allt eins og það er núna. Það versta var að veturinn var ekki í garð gengin á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Já pólitíkusar eiga mikla sök.

Valdimar Samúelsson, 5.2.2010 kl. 13:34

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er í raun erfitt að álykta út frá einstökum veðurfyrirbærum, hvort sem talað er um kulda eða hita og yfirfæra á hnattrænar loftslagsbreytingar. En það er staðreynd að hitastig hefur hækkað á síðustu áratugum og eins og Eiríkur bendir á, þá er ekki hægt að sjá að náttúrulegar sveiflur skýri þessa hitastigshækkun. Einnig eru ísindamenn að langmestu leiti sammála um að þessi hækkun hitastigs sé vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda. Það er óvissa með nákvæmar afleiðingar þess að hitastig hækki, en til er fjöldin allur af rannsóknum þar sem reynt er að rýna í hugsanlegar afeliðingar, eins og t.d. hækkandi sjávarborð og hop jökla svo dæmi séu tekin.

Annars þarf alltaf að líta á heildarmyndina þegar hitastig er skoðað á heimsvísu, og sú heildarmynd gefur okkur ágæta mynd af því hvernig hitastig hefur hækkað á undanförnum áratugum. Kulda- og hitabylgjur munu áfram herja á okkur, hugsanlega með breyttu minstri á einhverjum svæðum. Hérundir má sjá graf yfir hitastig á heimsvísu frá 1880:

 global-jan-dec-error-bar-pg

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.2.2010 kl. 13:50

11 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Líkt og Svatli bendir á þá er breytileiki í veðurfari annað en breytingar á hitastigi í lofthjúpi jarðar. Samt kunna veðurfarslegar breytingar að vera afleiðing af hlýnuninni í lofthjúpi jarðar - bara erfiðara að "sanna" það í einstökum tilfellum þótt spár geri ráð fyrir því almennt að veðurfar muni breytast, úrkoma færast til t.d. og vindar verða sterkari. Spár um afleiðingarnar af hlýnun jarðar eru reyndar mjög alvarlegar og því er það ábyrgðarhlutur að tala og rita ógætilega um þessi mál.

Kristjan Hilmarsson skrifar: "Tek eftir að bent er á hærri hita en í meðallagi á suðurodda Grænlands í hvert sinn sem fólk bendir á kuldakastið í Evrópu og víðar, en sé aldrei heildarmælingar fyrir ALLT ! Grænland á þessum vetri, það er einmitt svona og margar fleiri álíka röksemdir sem skapa efa um sannleiksgildi dómsdagsspámanna."  Var ekki árið 2009 annað hlýjasta ár frá upphafi mælinga? Þá hefurðu það. Og athugaðu þetta: virkni Sólar hefur verið í algjöru lágmarki.

Eiríkur Sjóberg, 5.2.2010 kl. 14:58

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Ok þeir sem færa rök fyrir hlýnun í lofthjúp jarðar eru hérna að flengja ykkur hina sem teljið þetta allt saman eintóma tilfinningasemi og kommúnisma í okkur strákunum sem lýsum áhyggjum af þróuninnni.

Valdimar þú ert bara að blanda sman svo mörgum málum að ég er varla að ná að fylgja hvað vakir fyrir þér.

Ég tek ofan fyrir Svatla og Eiríki fyrir greinagóðar athugasemdir.

Einhver Ágúst, 5.2.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband