7.2.2010 | 20:26
Glæsilegar!!
Þetta er eflaust ekki auðvelt í henni Úkraínu því að fyrir utann fimbulkuldann er það við lýði afar forn stjórnunarháttur og valdamiklir karlmenn með spillta sögu og von um spillta framtíð.
Þetta eru hetjur mínar í dag.
Og þið sem notið þetta til að hæðast að Sóley Tómasdóttur ættuð að nota tímann til að dýrka konurnar ykkar, dætur eða mæður frekar en að vera með þessa öfund og minnimáttarkennd.
Hálfnaktar konur mótmæla í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Merkilegt að einhver stökkvi upp á stól og verji Sóley Tómasdóttur þó svo að nafn hennar hafi hvergi komið fram. Segir meira um Truntuna en margt annað. hahaha. Og ég ætla að biðja þig að sýna konu minni, móður og systur þá virðingu að bendla þær ekki við kvennforréttinda baráttu. Og ja, ég vil endilega að litla dóttir mín sé í bleiku. Mér finnst það bara sætt þó svo að það hugnist ekki feministum.
Guðjón Jónatansson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 09:14
Nafn Sóleyjar hafði komið fram í svo að segja flestum bloggum tengdum þessari frétt, það var nú ástæða þess að ég gat þess í minni færslu.
Það er enginn að tala um kvenforréttindabaráttu, og hvernig viltu Bendla Sóleyju við slíkt? En einsog orðaval þitt sýnir þá er þér eitthvað í nöp við Sóleyju og það er þit mál, það er einnig þitt mál hvað þú klæðir dóttur þína í, aldrei hef ég vitað til þess að femínistar vilji stjórna því hvað fólk gerir í sínu einkalífi. Eitthvað hafa þær minnst á þetta á opinberum stofnunum.
En ef þú vilt konur í bleiku og karlalista að hætti garðbæinga, þá er það þitt val.
Eins með það að segðu það sem þú vilt um mig, en forðastu svona orðaval gangvart öðru fólki.
Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 11:25
"dýrka konurnar ykkar, dætur og mæður" Vá það munar ekki um það! Gleymdi einhver að taka lyfin sín?
bjarni (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 21:21
Ok ég er með hita og kannski pínu drama...heheh
Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 22:11
:)
Ég þakka hlý orð. Sjaldan sem maður finnur karlmenn sem ekki óttast feminisma. Strákar, það er ekkert að óttast! Við feministar viljum áfram vera konur og kvenlegar og allt það. Við viljum bara ekki að nauðgarar fái svívirðilega stutta dóma, eða sýknun. Og svo viljum við fá aðeins hærri laun fyrir vinnuna okkar, sérstaklega ef þið fáið hærri laun fyrir sömu vinnu.
:) svo er bleikur uppáhaldsliturinn minn sko!
Kona (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 22:28
Já takk, gaman að þessum hughreystandi orðum, ég hef varla þorað á bloggið í dag eftir þessi umdeilu ummæli mín.....fundist ég vera hálfgerð trunta.
Einhver Ágúst, 9.2.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.