3.3.2010 | 18:28
Hlýti niðurstöðu prófkjörsins....
Ég hef eftir mikla umhugsun ákveðið að þiggja 17 sætið sem mér býðst eftir spennandi prófkjör og bið ykkur kjósendur góðir að gera ykkar besta svo ég komist til valda og áhrifa.
Ég var til skamms tíma 17 varaþingmaður Þráins Bertelssonar í Reykjavík Suður svo ég er hvorki fáviti né alveg reynslulaus.
Og eftir upphjaflegu fýluna sem ég fór í við að sjá 17 sætið sem hlutskipti mitt þá fór ég að hugsa, var ekki forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í 9 sæti framsóknar í síðustu borgarstjórnarkosningum? Jú vissulega svo það er allt hægt í þessu spili.
Ég bíð spenntur eftir hamingju óskum og stuðningi ykkar allra.
Það er gott að eiga góðann frænda.
Ég mun berjast fyrir opinberum frídegi sem heitir Frændadagurinn og verður á mánudegi einhverntímann að hausti, þá geta frændur gert sér glaðann dag saman og farið ókeypis í sund og sleppt því að fara heim með blautt handklæði sem er ógeðslegt.
Með baráttukveðjum Einhver Ágúst
Stjörnum prýddur Besti listi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.