18.3.2010 | 10:55
Guy Fawkes?
Þetta er þekkt fyrirbæri í mannkynssögunni, það er að segja að menn rísi upp gegn einhversskonar valdi og hefji vopnaða skemmdarverkabaráttu.
Í dag er það nú afara viðeigandi að ráðist sé gegn fjölmiðla ogsamskiptafyrirtækjum og ætli olíufyrirtækin séu ekki næst....
Málningarslettuatriðin hafa þennann sama blæ....
Fólk er gramt og biturt og sér ekki fyrir endann á meingölluðu kerfi sem ennþá gallaðra fók misnotar sé og sínum í hag.
Vissulega er þetta alvarlegt og hættulegt en líka að vissu leyti skiljanlegt.
Þó ég hafi bara verið heima sofandi, alveg satt.
Reynt að lama fjarskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem lögreglan gerir núna er að hella sér í rannsóknina. Vænta má þrýstings af hálfu almennings og stjórnvalda á meðan komist er til botns í þessu óvenjulega máli.
Lögreglan mun líklega:
1. Yfirheyra alla þekkta brotamenn sem eru ekki í afplánun og spyrja um ferðir þeirra. Einnig þá sem eru í afplánun eftir atvikum.
2. Safna gögnun frá sprengjudeild LHG og úr gagnagrunnum norrænu lögreglunnar. Jafnvel kalla til aðstoðar kollega að utan. (Það má álykta töluvert út frá þeim miklu og óröskuðu sönnunargögnum sem eru til staðar)
3. Athuga hvað RLS hefur í sínum fórum um skipulagða glæpastarfsemi. Kannski voru Vítisenglarnir þarna að derra sig.
4. Fingraför og skóför, dekkjaför. (Kerfisbundin vettvangs- og tæknirannsókn þar)
5. Skoða í allar eftirlitsmyndavélar
6. kalla eftir vitnum meðal almennings um óvenjulegar mannaferðir.
..og margt fleira. Það verður áhugavert að fylgjast með. Gerandinn hefur gert einhver mistök sem fellir hann. Spurning hvað lögreglan verður snögg að rífa þann plástur af. Hún hefur innan sinna raða afar flinka rannsakara.
Steini (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 12:18
Rétt Steini, gott að löggan geti einbeitt sér að einhverju sem er raunverulega hægt að dæma í í stað þessara peningaglæpa....
Einhver Ágúst, 18.3.2010 kl. 12:30
Svo er þetta nú afar erfitt hugtak hryðjuverk, soldið einsog klám, afskaplega loðið og teygjanlegt....einsog hryðjuverkalög bretlands hafa nú kennt okkur af biturri reynslu.
Það jafnast nú varla á við þetta niðurleg lagagreinarinnar um vatnseitrun og slíkt að Digital Ísland detti út á Reykjanesi? Mér finnst það nú bara pínu fyndið og get ekki beðið eftir opinskáu viðtali við eitthvert "fórnarlambs" þessa hryðjuverks sem var að horfa á Digital Ísland kl 5 í nótt.....
Einhver Ágúst, 18.3.2010 kl. 12:35
Ef að það er rétt að TETRA mastrið sé staðsett þarna þá var mögulega verið að reyna að lama fjarskiptamöguleika lögreglu slökkvi- og sjúkraliðs og björgunarsveita. Það eru klárlega hryðjuverk, það velkist engin í vafa með það. Þannig að þér er óhætt að hætta að finnast þetta "pínu fyndið"
Grímur (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:00
Sko til: rannsóknarteymi myndað. Sýnir fagmennsku hjá lögreglunni. Enda engin ástæða til að taka þetta í hjáverkum. Og höfum í huga að lögreglan er með mikið og gott rannsóknarsjálfstraust þessa dagana eftir mansalsdóminn um daginn. Þar var rannsóknarvinnunni í því strembna máli hrósað sérstaklega af dómnum. Þykir merkilegt því dómarar eru nú ekkert að hrósa löggunni út í loftið. Oftar er það þveröfugt.
Þannig að lögreglan er í hörkuformi og til alls líkleg.
Tek fram að ég er samt enginn sérstakur aðdáandi lögreglunnar þannig lagað. Er bara að meta hlutina af sanngirni sem er viðeigandi.
Steini (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:22
Ef Tetra og mögulega dugar mér alls ekki til að verða paranoid eða fylast ofsahræðslu við einhverja bjána sem búa til klaufalegar bensínsprengjur úr kókflöskum, ég treysti lögreglu og slökkviliði allaveganna það mikið.
Ég kveikti hættulegri elda en þetta þegar ég var 10 ára.
Það velkist enginn í vafa um það....common
Einhver Ágúst, 18.3.2010 kl. 19:54
Menn eru að missa þolinmæðina gagnvart stjórnvöldum og réttarkerfinu!
Sigurður Haraldsson, 19.3.2010 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.