Bezti flokkurinn efnir til hugmynda samkeppni....

Bretar eiga orðið "drizzle" um það veður sem hefur verið hér í Reykjavík undanfarna daga, Reykvíkingar búa ekki við þann skemmtilega munað, orðið "drizzle" er létt, stökkt(krispý) og leikandi lýsing á veðri sem er ekki vont og eiginlega afar frískandi.

Hvað heitir það á Íslensku? sýssla? dropadekur? Nei, það heitir ömurlegu nafni sem veldur  manni strax vonbrigðum, það kallast "úði", þvílík hneisa segi ég og þessu kjósandi góður vil ég breyta.

Ég meina úði rímar við púði sem kallast líka svæfill og svo sem verst er þá rímar það við lúði og það er alveg ótækt.

Ég vil breyta þessu og fyrir það býð ég mig fram í kosningum til borgarstjórnar Íslands 2010.

Beztu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Bezta flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nota "suddi" yfir svona brakandi fínt og krispí vorþokuveður með gefandi raka og hef engar áhyggjur þótt það rími við bæði tuddi og ... og ...

Spái Besta flokknum 100% fylgi, annað væri barnalegt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband