Hvernig urðu dagvistunarmál barna pólitískt mál? Og er þá ekki best að börn fá kosningarétt?

Það er svo undarleg þessi afstaða milli þessara flokka, einu virkilegu málefnin sem ég sé á milli þeirra eru einmitt þessi:hvor sé með sköttum og hvor sé á móti. Annað er nú lítið sjánlegt, mest svona stétt með stétt þvaður.

Reykjavík er stórt þjónustufyrirtæki sem þarf að reka skynsamlega þannig að borgararnir fái að lifa hér góðu og hamingjuríku lífi. Það er alveg ljóst að það þarf annaðhvort að hækka útsvarið eitthvað eða dagvistunargjöld og önnur gjöld.

En að rífast um hvort sé betra er bara í besta falli skrítið umræðuefni sem mest miðast við hagi hvers og eins, hvort menn eigi börn eða ekki eða hvar menn eru í launatröppunum.

Einhverskonar leið verður farinn á næsta kjörtímabili, líklegast í þessu tilfelli sem öðrum er að best sé að fara  bil beggja. Er ekki best að flokkarnir/flokkurinn sem þá stjórnar sé óbundinn af að hafa lofa svona vitleysu í því óvissuástandi sem nú ríkir?

Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins


mbl.is VG vill fullnýta útsvarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ef á að fara rífast um það hvort heldur við eða þið eigið að greiða fyrir dagvistun.  Mér prívat og persónulega finnst að dagvistunargjöld eigi að heyra sögunni til rétt eins og grunnskólaþjónustan.

Þeir sem engin börnin eiga geta þótt það ósanngjarnt að greiða hærri skatta vegna þessa, en á móti segi ég þá.   HVERIR ERU ÞAÐ SEM SJÁ UM OKKUR ÞEGAR VIÐ ERUM ORÐNIR GAMLINGJAR  Ekkert þjóðfélag fæst þrifist ef börn hætta að fæðast. 
Oftast er það ´mikil ánægja og gleði sem fylgir því að eignast börn, en er þó ekki alltaf  tekið út með sældinni.  andvökunætur, sviti og tár, og svo er það ekki alveg kostnaðarlaust heldur.
Ég hef aldrei heyrt fólk sem átt hefur börn og kannski mjög mörg börn finnast að það eigi að ganga fyrir eða njóta einhverra forréttinda þótt að það séu börnin okkar sem að halda uppi þjóðfélaginu þegar við erum komin inn á elliheimili eða þjónustuíbúðir fyrir aldraða eins og það nú heitir.
Mín börn eru fyrir löngu komin af leikskólaaldri og flest barnabörnin búa í útlöndum, mér finnst samt að leikskólar eigi að vera ókeypis eða gjaldfríir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.5.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mig langar til að bæta því við að ég er sammála þér Einhver Ágúst,  Þetta á ekki að vera pólitískt mál.  En ef endilega,. þá þverpólitískt.   Það á bara vera til einhver nefnd sem kemst að því hvað er hagkvæmast fyrir þjóðfélagið í heild, forgangsraða og þegar snillingarnir finna út að það sé nauðynlegt og það meira segja lífsspursmál að fólk haldi áfram að eignast börn,  þá sjái það allir heilbrigðir menn að við verðum að gera það afar aðlaðindi fyrir fólk að liggja ekki alltaf kyrrt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.5.2010 kl. 15:49

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk fyrir undirtektir...

Einhver Ágúst, 20.5.2010 kl. 16:16

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Já eiga börn að borga? Þá finnst mér tímabært að þau fái kosningarétt.

Væri ekki mikið einfaldara að taka þessi mál úr farvegi stjórnmálanna þarsem þetta virðist vera það eina sem skilur virkilega á milli flokkanna hefðbundnu? Þá geta sérræðingar borgarinnar á fjármálasvið látið vita þegar þarf að hækka annað hvort útsvar eða til dæmis dagvistunargjöld. Þá er útbúin kosning á neti eða með pósti þarsem borgararnir sjálfir ákveða hvora leiðina þeir vilja fara?  Ég er ekki að tala um höfnunarleiðina í Kaliforníu heldur val milli A og B....frekar einfalt og við sleppum við fólk sem lýgur skipulega á 4ra ára fresti og lofar einhverju rugli.

KV Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 21.5.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband