Vonin....er svo dýrmæt

Vá! Að sjá þetta gerast gleður mig óstjórnlega, að sjá fólk af ólíkum skoðunum finna sér umræðugrundvöll óháð lífsskoðunum sínum mótuðum af stjórnálaflokkum.

Að sjá vonina dreifast um landið einsog jákvæður vírus og sjá gleðina tekna alvarlega er vítamínið og krefturinn sem ég persónulega þarf á að halda í þessari kosningabaráttu alveg óháð hvað fólk kýs þegar upp er staðið.

Við höfum skapað nýjann vettvang og tekið skrefið inná nýjar lendur í uppgjöri fortíðar með augun á framtíðinni.....takk fyrir það.

Að gera ráð fyrir vonbrigðum vegna fyrri atburða mun útiloka okkur frá voninni og gera líf okkar fremur snautt.

Kv Ágúst Már 13 sæti Besta flokksins.

P.s. ég er matreiðslumaður í leik-og grunnskóla og mun starfa að þeim málum ef ég fæ til þess tækifæri auk annarra hugðarefna minna. Á listanum okkar er gríðarlega mikið af kraftmiklu menntuðu og góðu fólki sem vill gera borgina okkar betri og skemmtilegri.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kom við hjá ykkur í morgun og líkar vel við hópinn.Þetta er einn skemmtilegasti hópur sem ég hef hitt ,sem er í pólitík .Og það er EKKI verið að LJÚGA HÆGRI VINSTRI og ekki verið að benda á hvað ALLIR NEMA ÞIÐ ERUÐ SLÆM/IR.Spennandi að sjá hvernig þið vinnið svo þegar þið komist inn í borgarstjórn,hvort sem þið verðið í stjórn eða í  stjórnarandstöðu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 12:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ágúst.

Vonin er ykkar.

Og þú munt höndla hana.'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 12:55

3 identicon

Ágúst! Það verður ábyggilega mikill akkur fyrir borgina að fá þig til að reka mötuneytið í Ráðhúsinu. mér skilst að þar sé mikil óráðsía.

kv.

Jón Árnason (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:14

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég ligg á bæn að 8. maðurinn haldist inni.

Heldur þú að það gæti ekki vantað einhverja góða kerlingu til að hafa skikk á snyrtingunum í Ráðhúsinu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband