Öndum nú aðeins með nefinu.....

Finnst ykkur líklegt að við viljum bruðla með fé?

Hér eru nokkra staðreyndir fyrir ykkur að melta....þeim hefur ekkert verið flaggað en þyrftu kannski að koma fram. 
Við lögðum niður framkvæmda- og eignaráð og létum borgarráð fara með hlutverk þess. 
Sparnaður: 12 milljónir á ári.
Við sameinuðum leikskólaráð og menntaráð: 
Sparnaður: 14 milljónir á ári
Við lögðum niður framtalsnefnd ( sem ég hef ekki hugmynd um hvað gerði.)
Sparnaður: 7 milljónir á ári.
Svo höfum hefur umhverfisráð farið með hlutverk heilbrigðisnefndar og ef það verður svo til áramóta sparast þar 3 milljónir. 

Þetta eru samtals 36 milljónir. 
Kostnaðaraukning v. leiðréttingar launa varaborgarfulltrúa: 5 milljónir ( sem btw hafa verið með þessu fyrirkomulagi sl. 8 ár.)

Mismunur: 31 milljón í sparnað.

Þó að þessi mál tengist ekki alveg beint tengist hvort tveggja fyrst og fremst launum borgarfulltrúa. 
Segðið mér nú að við séum að bruðla í launamálum borgarfulltrúa?
Hanna Birna er að reyna að finna flöt á gagnrýni, það er kannski vinnan hennar en þessi var afar slöpp og í raun byggð á rangtúlkunum og útúrsnúningi, það var hún sem klikkaði á að klára endurskpulagningu launagreiðslna til varamannanna einsog til stóð.

mbl.is Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Og hvað munu 14 nýjir Borgarfulltrúar og Vara-borgarfulltrúar kosta á ári?

Það er eitt að spara, og annað að eyða því sem er sparað í bruðl þegar það þarf að loka ansi stóru fjárlagagati.

Jóhannes H. Laxdal, 24.9.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Einhver Ágúst

SKo, þessi tillaga frá samtökum sveitarfélaga er ekki tilla Besta flokksins eða borgarstjórnar svo ég viti.

En sjáum aðeins til, kannski er hægt að gera þetta fyrir nákvæmlega sama pening og nú er eytt í allar greiðslur fyrir nefndarsetu, kannski er betra að vera með færri í fullri vinnu á flötum launum en mjög marga í hlutastarfi á nefndargreiðslum? Ég veit ekki en ég tel að það geti verið spanaður í þessari fjölgun og aukin fagmennska og tími til að vanda sig í störfum, því að í sannleika sagt erum við stundum að hlaupa yfir hlutina á hundavaði við núvernadi fyrir komulag.

Já gatið er stórt og þetta er alls ekkert að fara að gerast á morgunn, þetta er nú bara til umræðu og það verð amargir með og á móti tel ég nú.

En já gatið er mjög stórt og erfiðir hlutir framundann í rekstri borgarinnar....

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 24.9.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Rétt er að þessi tillaga kemur ekki frá Besta Flokknum,  en hinsvegar mun það vera Besta Flokksins og Samfylkingar að samþykkja hana eða hafna, þar sem þið eruð nú í meirihluta,  ef hún kemur á borð til ykkar á annað borð.

Jóhannes H. Laxdal, 24.9.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband