19.2.2009 | 19:21
Já þið segið það
Þetta er alveg óborganlegt!!
Misgáfað lið með lítil sem engin áhrif og í raun bara æsingamenn, misstuð þið af einhverju? Voruð þið sofandi í öndunarvél í 15 ár? Hafið þið ekki lesið eða skoðað annað en hina uggvænlegu staðreynd að markaðurinn leiðréttir alltaf!! Einsog við höfum orðið áþreifanlega vör við...
Fagna andláti nýfrjálshyggjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er færsla full af málefnalegum röksemdum. Það er þó rétt hjá þér að frjálshyggjumenn hafa verið með lítil sem engin áhrif!
Hér hefur verið pilsfaldakapítalismi og svo sannarlega engin frjálshyggja.
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:15
Hehe, já ég biðst afsökunar á skort á málefnalegri rökfærslu, færslan ver skrifuð í flyti og smávegis geðshræringu, það er nottla ekki samboðið frjálshyggjunni frekar en mótmæli og hið aldagamla vopna alþýðunnar borgarleg óhlýðni.
Hvaðan kemur þessi Gísli Valdórsson? Sem velur það hneyksli ársins að vörubílstjórar tefja umferð í ártúnsbrekkunn, kallar það meira að segja að taka fólk í gíslingu.
Já og talandi um málefni, ég persónulega gæti kosið alla flokka landsins byggt á málefnasamningum og miðsstjórnarskjölum, en einsog þú veist þá standast ekki þessu skjöl og þá er of seint fyrir frjálshyggjubolta að færa rök fyrir því að þetta hafi í raun ekki verið frjálshyggja.
Og það er óneitanlega þannig að peningarnir ráða, það skiptir engu hvað þú/ég köllum það Kapítalisma/Kommúnisma, haftastefnu/frjálshyggju, og það sem meira er er það endilega staðreynd að ég og þú séum á öndverðum meiði? Getur verið að með opnum huga getum við stofna til einhvers nýs, skoða millivegi á hugmyndum okar og jafnvel fundið upp eitthvað alveg nýtt sem endanlega jarðar þessa hugmynd um vinstri hægri...........kannski þroskumst við kannski er komið að þróunarhyggju hugmyndanna þarsem stökkbreytingar geta orðið á hugsun okkar og eitthvað nýtt fæðst, stökkbreytingar verða þarsem skilyrði eru erfið og náttúran neyðir viðkomandi lífveru til að aðlagast hratt..er það á Íslandi í dag?
Einhver Ágúst, 20.2.2009 kl. 13:05
Gaman að sjá að þú bíður upp á málefnalegar umræður, takk fyrir það.
Ég er reyndar sammála því að vörubílstjórar sem tefja aðra í umferðinni eru hneyksli. Ég er ekki viss um að aðrir væri tilbúnir að gúddera frelsiskerðingu ef það væri ekki sammála málstaðnum. Ef frjálshyggjumenn myndu loka ártúnsbrekkunni til að mótmæla sköttum yfir höfuð, yrðu ekki allir brjálæðir? Tilgangurinn helgar ekki meðalið.
Hvernig færðu þá niðurstöðu að það sé "of seint fyrir frjálshyggjubolta að færa rök fyrir því að þetta hafi í raun ekki verið frjálshyggja." Ef þú gætir vinsamlegast bent mér á það hvar frjálshyggjan hefur verið sem gildandi viðmið þá yrði ég glöð, en efast um að sú leit beri mikinn árangur.
Þess má geta að árið 2002 gekk stór hópur frjálshyggjumanna úr Sjálfstæðisflokknum því ekki var hlustað á þá, þeirra rök ekki virt og taldir vera flokknum til trafala þar sem hann kaus að aðhyllast popúlískum stefnum fremur en að vera með langtíma hugsjónir á stefnumálaskrá sinni. Þannig ekki er hægt að klína frjálshyggju á neinn flokk - því þeim tókst að bola frjálshyggjumönnum í burtu.
Má ég þá fræða þig um nokkur atriði um frjálshyggju og hvet ég þig til að lesa þetta með opnum huga:
1. Frjálshyggja gengur ekki út á græðgi. Hún gengur út á frelsi, þ.e. ofbeldisleysi. Þegar einn beitir annan ofbeldi, er það frelsisskerðing af einhverju tagi. Jú, það er rétt, að margir munu hafa frelsi til að vera gráðugir, en það er bara einn hlutur sem má gera, þegar frelsi ríkir. Það sem fólk má aftur á móti ekki gera, er að láta græðgi sína bitna á öðru fólki, því þá er það farið að skerða frelsi annarra. Við byggjum ekki réttlátt samfélag með þvingunum, ofbeldi og eignarnámi. Ef maður vill láta gott af sér leiða, eru til mun betri leiðir til þess en ríkisvald. Ríkisvald mun heldur aldrei útrýma græðgi - hún flyst bara til. Í stað þess að græðgi leiði þá gráðugu a.m.k. stundum til góðra verka, eins og að vinna vel í þágu annarra, mun eina leiðin fyrir græðgina að fá útrás í bitlingum og spillingu í stjórnkerfinu.
2. Mannslíf og hamingja eru alltaf í fyrsta sæti, en hver og einn verður að hafa frelsi til að ákveða hvað honum finnst hamingja. Margir munu hafa rangt fyrir sér, en besta leiðin til að fá þá til að skipta um skoðun er að hafa áhrif á þá á ofbeldislausan hátt, ekki með ríkisvaldi.
3. Jöfnuður er ágætt markmið, fyrir þá sem hafa smekk fyrir því. Ég hvet þá til að vinna að því marki án ofbeldis. Jöfnuður er ekki réttlæti, þótt hann sé ekki óréttlæti ef hann fæst fram án ofbeldis. Réttlæti er það að verða ekki fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Ef jöfnuði er t.d. náð fram með ofbeldi og skattheimtu, hefur meira illt hlotist af honum en gott. Sjálf hef ég ekki áhuga á jöfnuði, heldur vil ég að allir hafi það sem best, þótt það þýði það að sumir hafi það betra en aðrir. Mér þykir ekki slæmt að sumir hafi það gott. Mér þykir slæmt ef fólk á við vandamál að etja. Ég vil hjálpa því fólki, án ofbeldis, og geri það.
4. Hugtakið "jöfnuður", eins og það er notað af flestum "jafnaðarmönnum" byggist á mikilli efnishyggju. Það gengur út á að allir fái jafn mikið af veraldlegum hlutum. Lítið tillit er tekið til þess að sumir leggi meira á sig en aðrir, vinni leiðinlegri vinnu og þar fram eftir götunum. Mér finnst ósanngjarnt að sú manneskja sem valdi sér leiðinlega vinnu, vegna hærri tekna, skuli svo eftirá vera skattlögð til að jafna tekjurnar við þá sem völdu sér eitthvað skemmtilegt. Einhver þarf að vinna leiðinlegu vinnuna. Hvernig á að jafna skemmtilegheitin? Hvernig á að jafna hamingjuna? Jafnaðarstefnan reynir bara að jafna veraldleg gæði og tekur ekki nógu mikið mið af hinu andlega. Frjálshyggjan tekur fullt tillit til hins andlega. Andleg verðmæti eru meðhöndluð á sama hátt og hin veraldlegu, þegar frelsi er til staðar. Ég hvet fólk til gera peninga ekki að eina markmiði sínu og geri það svo sannarlega ekki sjálf.
5. Frjálshyggja er ekki neysluhyggja, langt í frá. Eins og með græðgi (sjá punkt 1), munu margir nýta sér frelsið til að neyta mikils, og er ekkert við því að gera. Að mínu mati er það fólk að sólunda verðmætum sem mætti nota á skynsamari hátt. Ég tala fyrir því að fólk hegði sér skynsamlegar, en mér kemur ekki til hugar að beita ofbeldi til að telja fólki hughvarf, enda mun það alltaf gera meira vont en gott.
Annars er það hressandi að fá viðmælandi sem er tilbúinn að ræða málefnalega um þessi mál án þess að kalla uppnefni rök. En hvað nýja Ísland varðar þá vona ég að það verðir hreinsað út úr þinginu, og þá á ég líka við núverandi stjórn sem virðist ekki líkleg til annars en meiri popúlisma, a.m.k. á meðan stutt er í kosningar.
Ég vona enn fremur að fólk sem hugsar af yfirvegun komist til valda, og fari eftir eigin sannfæringu og hugsjónum fremur en skoðanakönnunum. Svo má til gamans geta að fjölbreytni er alltaf góð, því ef allir hugsa eins hugsar enginn neitt.
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:47
Frjálshyggjan einsog þú lýsir henni er hreint ekkert vitlaus og raunar útópísk og falleg ef hún hreinlega jaðrar ekki bara við grunnhugmyndir anarchisma að ss enginn maður sé annars eign og allir menn skulu frjálsir til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra.
En í báðum stefnum er falið það sem ég vill kalla "glitz" svokallaðru galli í forritinu(matrix/brave new world) sem mannlegir brestir læsa sig í og eyðileggja kerfin hversu góð sem þau eru.
Tveir eru þeir brestir sem eru ríkjandi í okkur mönnunum sínu, verri hjá okkur köllunum viðurkenni ég, og eru þeir græðgi og gredda.
Þessir tveir brestir munu eyðileggja öll kerfi sem sett eru upp vegna þessarar tilhneigingar til að drottna og græða og þar af leiðandi meiða, það er hreinasta ofbeldi að svindla á fólki og halda því í gíslingu óttans í valdi auðs og pólitískra valda.
Þess vegna fagna ég þessu spjalli okkar þarsem ég er ekki sammála þessum flokkshundum(hvar í flokki sem er) að það sé óeðlilegt að innan flokka sé óeining og ósammála fólk, heldur trúi ég að fólk sé flest með sömu grunnhugmynd um rétt einstaklingsins til gæða landsins, menntnar og atvinnu.
Þetta með "leiðinlega og skemmtilega vnnu" skil ég bara ekki, ertu að meina að það sé gaman að vinna á leikskóla en leiðinlegt að vera læknir?
Einhver Ágúst, 20.2.2009 kl. 23:09
Takk fyrir gott svar.
Græðgi og gredda eru náttúrulega líka til hjá konum, nema mun passívari og lúmskari. Þær reyna að sverja það af sér, en það er ekki hægt. Eins og þú bentir á er þetta bara mannlegt. Þannig að konur geta eyðilagt alveg jafn mikið ef þær bara vilja.
Ekkert þjóðfélag er fullkomið, það er rétt hjá þér. Frjálshyggjan trúir á lög og dómsvald til að halda aftur af þessum göllum fólks. Það er munurinn á frjálshyggju og anarkisma. Koma í veg fyrir svindl og ofbeldi eins og hægt er. Frjálshyggja er svo skárri en þær stefnur sem vilja beita valdi ríkisins, því það er skárra að vera með þjóðfélag þar sem ríkið er ekki að misbeita valdi sínu í ofanálag við allt annað svindl og ofbeldi.
Spurning þín um leiðinlega og skemmtilega vinnu: Nei, ég er ekki að meina að það sé leiðinlegt að vera læknir. Sum störf eru hátt launuð vegna þess að þau eru ekki vinsæl. Sum störf eru hátt launuð vegna þess að þau krefjast mikilla hæfileika og menntunar, sem ekki allir hafa getu eða vilja til að öðlast. Ég nefndi bara dæmið um leiðinlega og skemmtilega vinnu, til að sýna að frjálshyggjan metur óefnisleg verðmæti að verðleikum og er ekki peningahyggja.
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:46
Það tekur fleiri ár að verða framhaldskólakennari en viðskiptafræðingur.
Og flest af okkar viðmiðunarlöndum hafa mótað sínar lýðræðiskenningar gegnum ofbeldiðfulla sögu og borgarastríð, átök eru í mannsins eðli því miður.
Reynslan hefur líka sýnt okkur að lýðræðishugmyndir okkar vestrænu þjóða eru nú ekki beint til útlutnings sbr. Víetnam, Afghanistan(40 ár), Írak(30 ár) og svo það versta af öllu Ísrael.
Allar þjóðir verða að fara í gegnum vaxtaverki til að ná stöðugleika og einhversskonar form af frelsi, það verða þær að gera á sínum eigin forsendum án mikilla afskipta annara þjóða.
Og það að vörubílstjórar mótmæltu ósanngjörnum sköttum og reglum á þá fellur ekki undir að mótmæla sköttum yfir höfuð, og það getur nú seint talist ofbeldi að bíða smá, virðist sem við hefðum öll gott af því að hægja á okkur.
Einhver Ágúst, 21.2.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.