25.2.2009 | 23:53
Slitinn Strengur
Ég þekki kokka sem finna ekkert bragð og aðra sem er skítsama, Gunnar sýnist mér vera þannig viðskiptafræðingur, hef reyndar hitt hann og hann er geðugur náungi og rólyndur í fasi.
En eitthvað er nú skrítið að maður með hanns bókhaldsfortíð og skrautlega starfsferil sé settur yfir einn af bönkunum okkar, hanns hugðarefni er svo ein dýrasta lax-Á landsins Selá í Vopnafirði sem er nú væntnlega mönnum kunnug úr Stellu í orlofi.
Þar hefur hann staðið í löngu stríði um veiðiréttinn í á þarsem aðallinn safnast saman og drekkur sig fullann í friði fyrir milljónir, pólitíkusar og bissnissmenn sem njóta alls þess besta sem þetta land hefur uppá að bjóða í valdi auðsins og valdsins, ég mun kannski aldrei fá að vinna í slíkri á aftur fyrir að tala um þetta enda var mér nú ekkert minna en hótað af blindfullum forseta alþingis á sundbol(nei ekki Sturlu) að halda kjafti yfir því sem þar hafði gerst, og tek ég fram að þetta gerðist inní eldhúsi.
En sama er mér svosem, ég fæ vinnu og þetta verður allt í lagi.
Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þú sért ekki með öllum mjalla drengur, þú mátt ekki koma upp um maddömur og hvorki máttu fletta ofan af þeim né upp um þær.
Eitthvað hefur mér fatast í uppeldinu.
Ég er alveg rífandi stolt af þér.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.2.2009 kl. 09:02
kallinn svona hrikalega orðinn kjaftfor...og mamma gamla náttlega að fíla það!!!
bóel (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:15
Gæturðu kíkt á gestabókina.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.2.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.