Samfylking? hvað þýðir það?

Takk fyrir að leiðrétta þennan misskilning sem næstum fékk mig til að fara að kjósa aftur Samfylkinguna, nú mun ég geta auðveldlega staðið við sterkar yfirlýsingar mína þess efnis að ég muni aldrei kjósa þennann flokk.

Raunverulegur jöfnuður er ekki fyrir hendi í þessum flokki og að því er virðist ekkert raunsæi, var ekki konan að hamra í gegn 500 milljóna eyðsluflipp sem kallaðist umsókn um öryggisráð sameinuðu þjóðanna þegar hún veiktist og bankarnir hrundu?

Er þetta það besta sem þessi flokkur hefur að bjóða?

Fyrirfram ákveðið prófkjör með einu argandi gamalmenni á móti, ekki alveg endurnýjun og hreinlega léleg vara í boði fyrir atkvæðið mitt og þitt.

Tek að lokum fram svona fyrir kurteisissakir að Ingibjörg Sólrún er öflug kona og greinilega góð, en maður veltir fyrir sér að eftir langann eltingaleik við DO hvort hú sé ekki að verða soldið svona bardagamóð og jafnvel má spyrja í anda þeirr aleynilöggumynda þarsem löggan fer eftir vonda kallinum og stendur sig svo að viðlíka vinnubrögðum og siðferðishnignun.

Þetta sem boðið er uppá heitir samtrygging og mun verða Samfylkingunni að falli, fylgið er flakkandi og nú tapar Samfylkingin miklu og ég spái henni undir 20% fylgi í vor með þessu bulli, það versta í því er að það fylgi mun dreifast og fara jafnt milli framsóknar, sjálfstæðis og vinstri grænna.

Þar af leiðir að mögulega einangrast VG án meirhlutamöguleika enn einu sinni og Nýja Framsókn og gamli Örninn geta aftur hafið sitt farsæla samstarf, ef það verður raunin þá skrifast það á valdagræðgi Ingibjargar Sólrúna Gísladóttur sem þarmeð fylgir DO inní sólsetrið á sínum stjórnmálaferli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sandfylkingin,  samspillingin,   saurfyllingin,  osfrvs........

Breiðhyltingur. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Skamm, skamm.  Þú ert ekki boðinn í bollukaffi á allra næstu dögum.  Það verður a.m.k. þriggja daga bið á því.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2009 kl. 07:09

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Voða ósmekklegheit eru þetta...

Ég skammast mín kæra stjúpa ekki spurning en í dag mun ég væntanlega skrá mig í VG og reyna að starfa að því að þeir einangrist ekki alveg á vinstri vængnum, þá hlít ég að fara að jafna mig....

Ást

Einhver Ágúst, 2.3.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Maður sem við þekkjum bæði er ekki par ánægður með okkur.  Hann stendur með sínum formanni í blíðu og í stríðu.

Segir að ég skuli halda svona ræður annarstaðar en heima hjá honum.  Gettu hvað hann heitir?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gústi minn kæri, http://www.borgarahreyfingin.is - þar munu kraftar þínir nýtast til fulls

Baldvin Jónsson, 3.3.2009 kl. 01:45

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Skal gert Baldvin og kæra stjúpa elska þig og elska að mig grunar þennann mann líka virkilega mikið.....en eftir að hafa fylgt honum af dyggð í gegnum súrt og sætt á ýmsum völlum sérstaklega fótbolta verða leiðir að skilj aað þessu máli, það breytir í raun engu og ég veit hann vill vel og treystir Ingibjörgu það er bara þannig.....vona að við getum öll lifað þetta af þetta eru nú "bara" stjórnmál.

Einhver Ágúst, 3.3.2009 kl. 14:43

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Elsku drengurinn minn.  Núna hef ég snúið við blaðinu og ætla að deila því með þér í von um að þú sjáir kratarósina aftur.

Við höfum skyldum að gegna.  Svona er ég stemmd núna, eftir að vera búin að klippa á mér toppinn og lít ekki út fyrir að vera deginum eldri en 27 ára.

Gjörðu svo vel:

Hlutverk okkar sem teljumst vera sæmilega góðar manneskjur er að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.  Þeir reyna núna að telja fólki trú um að það hafi bara verið fólk sem hafi brugðist, en stefnan sé sú besta.

Guð minn almáttugur, því miður eru margir sem trúa þessu, þannig að ég tel að við höfum þá skyldu að gagnrýna frekar frjálshyggjuna, einkavinavæðinguna og sérhagsmunagæsluna, frekar en að agnúast út í okkar fólk, hvort sem þeir tilheyra VG eða SF.

ÁFRAM, áfram ÍSLAND!

Þú getur svo lesið bloggið mitt og séð að ég hef ákveðið að styðja ISG.  Það var Edda blogg vinkona mín og Guðmundur Andri Thorson sem komu mér til vitundar um ábyrgð okkar sem kjósenda. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.3.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband