6.3.2009 | 14:42
Við getum fengið lán fyrir þessu
Þessi rök heyrði ég orðrétt drjúpa af vörum Jórunnar Frimannsdóttur borgarfulltrúa í gær, ómenguð og beint af hennar vörum. Þetta er alveg óskiljanleg rök fyrir einu mesta bruðli Íslandssögunnar, þetta nýja fólk Sjálfstæðisflokksins er greinilega alveg jafn fast í gamla farinu og eldri mennirnir, nema þau eru tilbúin að bruðla meira núna þegar Ísland er í raun "gjaldþrota".
Meira að segja Pétur Blöndal er sammála mér, enda virkar hann meira og meira á mig sem gamaldags kommúnisti þessa dagana og alveg á villigötum í þessum flokki. Jórunn fullyrti fyrir fullu húsi á einhverju sem varð að einhversskonar framboðsfundi að það væri hægt að fá lán fyrir þessu og það væru rökin, ég segi nei takk við þessu rugli, jöfnum þetta við jörðu og gerum bílastæði eða látum þetta skrípi standa okkur til áminningar og erlendum gestum til skemmtunar um ókomin ár.
Reynum að vera fyndin fyrst við erum nú á annað borð orðin hlægileg.
Helst vil ég gera þetta að kvikmyndaveri eða location fyrir kvikmynd í fullri lengd gerðri eftir Aldrei Stríð á Íslandi sem frumsýnd er einmitt í kvöld áundann Clint Eastwood, kannski getur einhver talað við kallinn sjálfann bara....gæti orðið svona nútíma Mad Max með kreppuna í huga og það hrun sem vofir yfir okkur.
Sleppið að koma með 600 starfa afleiðureikninginn, búinn að heyra það og það er ca ein milljón á starf á mánuði fyrir laun, full mikið.
Sleppið að skrifa um sektir vegna framvirkra samninga við glerframleiðandann í Kína, einhver segir þar 5 milljarðar en annar 1,5 svo það er eitthvað á reiki, borgum það bara og þeir mega skreyta Kínamúrinn með þessu glingri.
Sleppið að skrifa um 10 milljarðana sem hafa farið í þetta rugl, þeir eru farnir og við eigum ekki meir, reyndar eigum við svo mikið minna.
Glundroði í málum tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna þekki ég þig sykurpúði. Alveg að detta í að verða eins og þitt fólk.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.3.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.