14.3.2009 | 23:03
Maðurinn sem gerði ekki N1 N1
Dæmdur samráðsleiðtogi stærsta olíufélags landsins og krónuerfingi í valdaklíku Sjálfstæðisflokksins vinnur kosningu í endurreisn flokksins, hver kaupir svona?
Maðurinn sem hætti sem stjórnarformaður N1 í október eftir 2 ár á þingi til að "einbeita sér að þingstörfum" að eigin sögn, hvaða andskotans rugl er þetta?
Menn sem ekki einbeita sér í vinnunni í 2 ár eru allra jafna reknir og fá ekki meðmælabréf, en þarna eru menn verðlaunaðir fyrir lydduskap og "góð tengsl" svo ekki sé talað um flott nafn sem rímar við glæsta fortíð flokksins, það er að segja hleranir og valdníðslu gegn borgurunum.
Til hamingju og njótið þess áfram að vera einsog þið eruð og gangi okkur öllum vel.
Bjarni: Mjög sterkur listi í fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guð blessi Ísland, ef við stefnum í félagshyggjuna.
Sósalismi á ekki eftir að koma Íslandi úr efnahagsvandanum vinur. Hún mun grafa okkur ofan í vandan.
Haraldur Pálsson, 14.3.2009 kl. 23:48
Þar er ég sammála að sósíalismi af gamla skólanum er alveg jafn dauðadæmdur og kapitalismi, en er þá ekki kominn tími til að prófa eitthvað nýtt?
Hvað með að virkja það sem nýtanleg í báðum stefnum og vuirkja fólk saman án þess að vera að þessu hægri(hagsmuna) og vinstri(vesældar) bulli.
En "hún" er sósíalismi ekki....sósíalismi er kall einsog flest illt í þessum heimi okkar.
Fyndið að Bjarni Ben tali um að listi sé sterkur í fæðingu, enda fæddur leiðtogi réttborinn og svo hefur honum verið kennt að siga hvítliðum á almúgann, það myndi koma sér vel ef hann kemst til valda.
Og að blanda saman félagshyggju og sósíalisma er nú ekkert sérstaklega gott til að sýna fram á snilli sýna og yfrburði sem íhaldsmaður
Einhver Ágúst, 15.3.2009 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.