2.4.2009 | 13:51
Hræðilegt á að horfa
Ég eyddi tveimur tímum að mínu lífi í að horfa á þessi ósköp, mikið ofsalega er það sorglegt að horfa á valdasjúka sjálfsstæðismenn reyna að slá sig til riddara sem málsvara atvinnulauss fólks og almennings þessa lands. Þeir hafa aldrei verið flokkur fólksins heldur hafa þeir verið málsvari elítu landsins sem litið hefur ásig sem réttbornar erfingja peninga og valda þessa lands, og mikið er vandræðalegt að sjá eyðslusegginn og fjárglæframanninn Guðlaug þvaðra um skoðanir sínar í pontu, það kostar greinilega fullt af péníng að láta þennan bjána hljóma meðalgreindann og málefnalegann, og þegar ríkið er ekki að borga lengur er greinilega lítið um Eggert Skúla eða aðra ráðgjafa.
Kristján Þór með ósannar og illa rökstuddar dylgjur um að fólk sé að ganga óvarfærnislega um stjórnarskránna, þessar breytingar eru til langs tíma gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð landsmanna, og munu koma í veg fyrir að spilling og glæpastarfsemi Sjálfstæðismanna og að hluta til Framsóknar mun ekki endurtaka sig hér.
Og að hártegja það og reyna að láta mig og aðra menn og konur sem styðja þetta stjórnlagaþing hljóma einsog okkur sé sama um atvinnulaust fólk er bara í besta lagi lélegt og lúaleg aðferð til að snúa útúr.
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjallavallarnir eru svo skíthræddir um að missa völdin sem þeir hafa haft undanfarna áratugi.
Stjórnlagaþing gæti gert út af við þá til framtíðar..... Og það vita þeir manna best.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.4.2009 kl. 14:09
Stjórnarskráin eru þau lög sem öll önnur lög byggja á. Stjórnarskráin er sá öryggisloki sem kemur í veg fyrir að hægt sé með lagasetningu að ráðast gegn þeim grundvallarmannréttindum og lögmálum sem samfélagið byggir á.
Þess vegna á að vera erfitt og tímafrekt að breyta stjórnarskránni. Sama hvað manni kann að finnast breytingarnar tímabærar, góðar og réttmætar. Það má ekki flana að neinu þegar jafn mikilvægt mál og stjórnarskráin sjálf er til umfjöllunar. Ef stjórnarskrábreytingar væru einfaldar og fljótgerðar er hætt við að ýmislegt gæti gerst í hita augnabliksins.
Þess vegna má ekki kasta til höndunum með umrætt stjórnarskrárfrumvarp.
Emil Örn Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 14:45
Það er verið að breyta 3 atriðum, það er verið að boða til stjórnlega þings sem síðna mun endurskoða stjórnarskrána í heild.
Um þessi 3 atriði er þverpólitísk samtaða og hvað er þá vandamálið?
Það er ekkert verið að gera í hita auganbliksins það er verið að byggja hér nýtt samfélag næstum frá grunni, það er eftir að allt hrundi á grundvelli þessarar blessuðu stjórnarskrár sem enginn virðir. Sérstaklega ekki sjálfstæðismenn.
Einhver Ágúst, 2.4.2009 kl. 15:12
Ásakanir á borð við þá að sjálfstæðismenn vanvirði stjórnarskrána umfram aðra kalla á rökstuðning.
Emil Örn Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 15:20
Sjálfstæðismenn hafa sögulega lengi hindrað þjóðina í að nýta sér þjóðaratkvæðagreiðslu, ítrekað og stundum með blóðsúthellingum svo við minnumst 30 mars 1949. Þegar Afi minn sem var lögreglumaður með vinstri skoðanir var læstur inni vegna hættu sem af hnum stafaði.
Að afhenda þjóðareig landsmanna örfáum auðmönnum í samstarfi við framsókn er líka brot á stjórnarskránni.
Og að kjósa ekki samkvæmt eigin sannfæringu þegar kemur að málum sem liggja fyrir þingi, spurðu Ragnheiði Ríkarðs um þetta, ég vona að hún segi satt.
Einhver Ágúst, 2.4.2009 kl. 15:40
Undir stjórn þessara vondu XD manna hefur þjóðin haft það best. Og lífskjör þjóðarinnar undanfarin 18 ár eru með þeim bestu, sem þjóðin hefur búið við. Það var ekki fyrr en bankamennirnir rústuðu öllu að þetta fór svona
Haukur Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 16:50
Ekki veit ég hvort á að hlæja eða gráta. Hverjir voru það sem ráðstöfuðu bönkunum? Sjálsftæðis og Framsóknarmenn gerðu það og enn eru Sjálfstæðismenn að verja Landsbankann á meðan KBbanki sem fór til valinkunnra Framsóknarmanna liggja beint við höggi.
Þess verður ekki langt að bíða að við sjáum einhverja „hengda“
Og Haukur, hverjir voru það sem höfðu það svona gott? á falskrif forsendu á peningum sem ekki voru til, eh þeirri ímynd að kvóti og ímyndaðar tekjur af skuldabréfum voru nýttar. Svei, svei skítalykt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.4.2009 kl. 18:20
Ráðstafa bönkunum er eitt sem við Sjálfstæðismenn getum tekið vel til okkar.
En það voru eigendur bankanna og æðstu stjórnendur þeirra sem leiddu þá til glötunar.
Ég vona að vinstri stjórnin nái ekki að breyta stjórnarskrá núna í svona flýti. Því það munu þá koma tímar seinna sem dæmið snýst við og Sjálfstæðisflokkurinn tæki þá upp á því að breyta henni í andstöðu við vinstri þá.
Mér líst bara ekkert á að vera að rugla í stjórnarskrá af einhverjum hentugleika eftir því hver nær meirihluta hverju sinni, Stjórnarskráin á að vera hafin yfir slíkt.
Síðan ef það verður af Stjórnlagaþingi þá skal ekki hreyft við henni núna til þess eins að skoða hana alla aftur. Meiri hringavitleysan á þingi þessa dagana.
Ekki er minni ástæða til að mótmæla vanhæfri vinstri stjórn nú heldur en var í samstarfi XD og XS.
Carl Jóhann Granz, 2.4.2009 kl. 22:21
Sæll Carl
Veistu hverju er verið að breyta?
Þetta eru 3 atriði sem er verið að breyta, og að því mér sýnist er pólitíska samstaða um þau öll, eina sem strandar á er stjórnlaga þing og það veistu vel ef þú ert að fylgjast með. ÞAu eru öll í þessum blessuðu "plöggum" flokkanna.
Sjálfstæðismenn vilja hafa þetta stjórnalagaþing "ráðgefandi", sem er náttúrulega brandari , safna af fólii sem vinnur í breytingum sem sjallarnir geta svo stungið undir stól einsog öllu öðru sem varðara allmannaheill í þessu landi.
Núverandi tillaga um stjórnalagaþing er í raun alltof veik og reyndar tryggir Alþingi full mikið vald í að endurskoða sjálft sig, það eru mistök, það á að velja þarna inn fólk af öllum toga úr öllum stéttum og með og án menntunar og án tillits til stjórnmálaskoðanna og stöðu. Þannig myndast grundvöllur að einhverju nýju, einhverju sem við eigum samna ekki útjöskuðum dönskum hugmyndum og afdankaðri hugmynd um að það skipti máli að vera til hægri eða vinstri.
Það þarf stundum að laga druslur til að koma þeim í gegnum skoðun, lappa aðeins uppá þær en svo fær maður endurskoðunarmiða og verður að gera almennilegavið, þú átt kannski Range Rover eða Pipar porsche sem ekki þarf að hafa svona áhyggjur af en sjórnarskráin okkar kom okkur í þessi vandræði misnotuð og fótumtroðin af XD og XB með lokahnykk XS, hana þarf að laga svo óheiðarlegir og spilltir og í besta falli vanhæfir pólitíkusar geti ekki endurtekið leikinn.
Einhver Ágúst, 3.4.2009 kl. 14:34
Þá ættu þau bara að hætta þessu rugli og ganga frá því sem samstaða er um og bíða með rest.
Það er verið að reyna að misnota meirihlutavald gagnvart stjórnarskrá svo minnihlutastjórnin geti sagst hafa gert eitthvað fyrir Framsókn.
Mér hreinlega ofbýður sú hugsun ef þetta er það sem koma skal með stjórnarskrána.
Vilt þú að Sjálfstæðisflokkurinn geri þetta sama þegar þeir eru í meirihluta ?
Carl Jóhann Granz, 3.4.2009 kl. 18:45
Vandræðalegt á að horfa já, ekki síður vandræðalegt að horfa á kosningasjónvarp RÚV í gærkvöldi. Minn maður stóð sig að sjálfsögðu vonum framar. Hinir voru ekki sérlega vel stemmdir, Bjarni Ben þar áberandi úti á þekju.
Baldvin Jónsson, 4.4.2009 kl. 15:29
Bjarni ben stamar og stynur og er ekkert sérstaklega sannfærandi, Steingrímur er meira sannfærandi þarsem han n tala gegn eigin sannfæringu.....
Einhver Ágúst, 7.4.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.