21.4.2009 | 23:14
Ótrúlega erfið málsvörn
Þetta er allt saman farið að hljóma soldið kunnuglega, og allt í einu rann þetta upp fyrir mér.....hér fylgja tvær sterkar samlíkingar við kosningabaráttu dagsins í dag.
Fyrst er það Framsókn í líki Nixons (reynda soldill DO í þessu líka)
"I am not a crook" sagði Richard Nixon
http://www.youtube.com/watch?v=ZmjMa2hLXpc&feature=related
En best er nú hvernig Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur lélegasta kosningaloforð mannkynssögunnar og treystir því að við séum fávitar, takk fyrir það.
"Read my lips" sagði George Bush eldri!!
Mikið verður gaman að sjá Guðlaug Þór annað kvöld, er verið að photoshopa hann útúr plakötum Sjálfstæðisflokksins?
Mætir kannski Birgir Ármanns fyrir hann, það kæmi mér ekkert á óvart, Guðlaugur er ekki alveg að slá í gegng þessa dagana.
http://www.youtube.com/watch?v=CP9_kkzfN-w
Háir styrkir frá Baugi og FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, Ágúst, sagði ekki einhver: "Let them deny it"? Er það ekki það sem StuðTvu er að gera þessa dagana?
Það er umhugsunarefni að þetta er stöðin sem felldi niður himinháar auglýsingaskuldir Samfylkingarinnar... upphæðir sem aldrei virðast hafa ratað í bókhald flokksins.
Þetta er stöðin sem Samfó stóð svo traustan vörð um þegar fjölmiðlafrumvarpið fræga var til umfjöllunar. Þá var reyndar ömurlegt að horfa upp á formann Blaðamannafélags Íslands finna því frumvarpi allt til foráttu undir því yfirskini að hann væri að gæta hagsmuna félagsmanna... já, bíddu við, er það ekki einmitt sá sami Róbert Marsjall sem er í framboði fyrir Samfó og starfaði einnig sem forstöðumaður 365 miðla.
Vá, sem betur fer er ég ekki tortrygginn að eðlisfari. Annars gæti maður haldið að hér væri samsæri á ferðinni.
Emil Örn Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 23:51
Sæll Emil
Einmitt, og það er rétt hjá þér siðpilltir menn eru líka í samfylkingunni, en tilkoma þeirra er soldið svona "Donnie Brasco" þau urðu svona spillt við að elta Sjálfstæðisflokkinn og fara að leika sama leik, og vissulega einsog þú bendir á er erfitt að greina gott frá illu þegar þannig fer.
Þeir sem stóðu gegn því vildu einnig standa vörð um RÚV að mér skilst svo það var nú ekki þannig að allir sem voru gegn DO hafi verið mútað að Baugi, það er líka hægt að fara í þjóðaratkvæði en það vill SjáLfstæðisFLokkurinn ekki undir neinum kringumstæðum
. Reyndar bjó ég erlendis svo að ég er ekki helsti sérfræðingurinn í þessum málum.
Jú hann sagði líka "let them deny it" hann Nixon, og það er það sem sjallarnir eru að gera með þessu skattaauglýsingabrellu, sem er nú með því ósmekklegast lengi.
Og talandi um samsæri, það er nú skrítið að Bilderbergar séu ósáttir við völd fjölmiðla, almennt er nú bilderberg mjög sterkt í fjölmiðlun, en DO klúðraði því hérna á Íslandi og lögin virðast nú hafa verið til þess gerð að laga þann "misskilning".
Er ekki bara fínt að þetta gerist á samam tíma Baugur deyr og sjálfstæðisflokkurinn breytist í Framsóknarstærð?
Ekki móral, kjóstu bara X-O
Einhver Ágúst, 22.4.2009 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.