Borgarahreyfingin endar í 12%

Það hefur verið mín trú síðan ég bauð mig fram á lista Borgarahreyfingarinnar að við myndum enda með þetta 10-12%, nú er kominn sökkull undir þá trú mína og fólk getur séð að atkvæði á okkur er ekki sóun því við munum ná 5% markinu allaveganna.

Kjósið breytingu og verið opin fyrir nýjum hlutum, hversvegna starfa t.d. Þing eftir Sauðburði og því hvenær reiðfært er milli kjördæma, eru þingmenn ekki á launum allt árið?

Þjóðin velur um inngöngu í ESB hvort eð er afhverju eru stjórnmálaflokkar að gera það að sínu máli? Þeir hafa ekki það vald lengur.

Það verður erfitt framundan, og Borgarahreyfingin er ein um að hafa talað um það í aðdraganda þessara kosninga, ekki innistæðulaus og heimskuleg loforð um störf og peningaaustur í framkvæmdir. Stjórnmálamenn eiga ekki að hafa vald til að lofa svona hlutum, í litlum bæjarfélögum og litlu landi kallar það á spillingu Möllerar og Johnsenar séu með völd til að ráðstafa peingum okkar fyrirfram í kosningum, þetta er ekki Freemans eða CAse listinn og komið nóg af svoleiðis pólitík.

Ég vil persónulega útrýma svetiarstjórnarkosningum og spara þannig stórfé og tíma, það er hvort eð er kosið kjördæmaskipt svo það geta bara verið sveitarstjórnirnar líka eða þingmenn geta unnið að sveitarstjórn í sínu kjördæmi. Þetta er mál fyrir stjórnlagaþingið að afgreiða.

Hættum að vera hrædd, við eigum mat og húsaskjól og það er enginn að fara að taka það af okkur, Sjálfstæðismenn eru ekki að hlera neinn í dag, Sjálfstæðismaður rekur þig ekki úr vinnunni á morgunn vegna þess að þú kaust vitlaust. 

Veldu framtíðina og veldu hag barnanna okkar settu X við O

 

 


mbl.is Dregur saman með flokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að tókst að rjúfa 5% múrinn breyttist umræðan, nú eru margir tilbúnir að kjósa Borgarahreyfinguna. ég spá bylgju... 17%

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gleðilegt sumar elsku drengurinn!

Þú stendur þig vel í baráttunni.  Kannski þú farir á þing?  Alveg yrði ég óhrædd við að treysta á þitt gildismat.

Sjáumst!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.4.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Góður Viðar, toppar mig! þú ert fyrstur til þess. Á þing fer ég nú ekki í bráð, nema við fáum 200% í Reykjavík norður.......

Sumar

Einhver Ágúst, 23.4.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband