Með ólíkindum..

Þarna erum við að tala um eitt af flaggskipum Bandaríkjanna fyrr og síðar og það er farið í þrot, og er að falla í eigu erlends fyrirtækis.

Algjörlega ótrúlegt og kannski sterk vísbending um það sem koma skal, erum við að horfa á algjört hrun Bandaríkjanna eða mun Obama leiða þá inná braut lítillætis og auðmýktar og syndaaflausnar einsog hann boðar þessa dagana.


mbl.is Chrysler í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir ,,allsvaðalegt"?

Konan (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Einhver Ágúst

hahaha, góður púnktur.....lagaði þetta....

Einhver Ágúst, 30.4.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er hámark niðurlægingarinnar að vera svo tekinn yfir af FIAT...af öllum!  En þetta var svosem fyrirsjáanlegt eftir að Daimler Benz losuðu sig við Chrysler.

Átti einu sinni forláta Chrysler New Yorker Fifth Avenue kagga...en þrátt fyrir skemmtilegt útlit var þetta alger skrjóður sem þurfti mikið viðhald.  Gafst endanlega upp á Amerískum bílum fyrir nokkrum árum eftir að hafa átt Oldsmobile, Dodge, Chrysler, Lincoln Continental og Ford Crown Victoria.  Kaninn er einfaldlega kominn alltof langt aftur úr Evrópskum og Asískum bílaframleiðendum því miður og það verður erfitt fyrir þá að snúa þeirri þróun við úr þessu. 

Róbert Björnsson, 1.5.2009 kl. 01:09

4 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Hér er einn góður sem flytur okkur efnahagsfréttir áður en þær birtast í íslenskum "fjölmiðlum" http://landsvarnarflokkurinn.blogcentral.is/
Skv hans upplýsingum erum við að sigla inn í mjög erfitt tímabil.

Freyr Hólm Ketilsson, 1.5.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Já hann er nú aldeilis séður, en já þetta verður alveg ótrúlegt hér framundann, þessvegna er Steingrímur J einna næst einhverri glóru með barrikeringm og sjálfbærni í landframleiðslu. Skrítið að segja þetta, en það er svona mín tilfinning núna.

Staðan er mjög "precarious" og margir þessarra gjaldmiðla munu hrynja allsvakalega þegar kemur framá haust eða næsta ár. Dollar og Evra sérstaklega.

Fyrirtæki sem hafa "alltaf" verið til hverfa og svo vonandi spretta upp ný sem byggja sig upp hægt og rólega með hóflegum hætti.

Vinnan dreifist og alltí einu höfum við það ágætt með minni vinnu og aðeins tilslökunum í hryllingsorðum einsog "framleiðni" og hagvexti, vinna minna njóta meira verðru framtíðin.

Hvað annað? Mikið er ég bjartsýnn eitthvað , liggur við að ég biðjist afsökunar.

Einhver Ágúst, 1.5.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband