5.5.2009 | 14:07
Þetta er fjölskylduharmleikur
Vona að þið sem viljið dæma hafið hugfast að drengurinn á föður móður og væntanlega systkyn, vona að þið leiðið hugann að því áður enn þið dæmið.
Væntanlega gert til að greiða skuld við fíkniefnakónga landsins og í algjörri neyð, og við blasir 20 ára fangelsi í verstu fangelsum heims.
Dæmið varlega því sá dómur fellur gjarna yfir ykkur sjálf.
Hugur minn er hjá ykkur fjölskyldu hans og óska ég ykkur alls hins besta, einnig býðst ég til að hjálpa til ef þið viljið þarsem ég þekki fleiri svona dæmi og ef það er eitthvað sem ég get gert þá er það bara að hafa samband.
Handtaka Íslendings vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér, hugur minn er hjá þessum dreng.....vona svo innilega að þetta fari eins vel og hægt er hans og fjölskyldunar vegna.
Straumurinn (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:23
Þessi landlæga glæpamannadýrkun er ástæða þess að ekki er búið að handtaka einn einasta útrásarvíking. Hvað er að ykkur?
Arngrímur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:38
Ekki gleyma því heldur að sá er brýtur lög skal sæta ábyrgð og refsingu, sé athæfið refsivert.
Sérstaklega skal taka hart á ef dópsmyglarar, barnaníðingar og aðrar landeyður eiga í hlut!
Réttlatur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:38
Ég held ad enginn sé ad réttlœta thad sem ad madurinn (hann er jú 24 ára) gerdi. En thetta er samt sorglegt. Ég finn til med fjölskyldunni hans, thetta hlitur ad vera helv... fyrir thau.
Sporðdrekinn, 5.5.2009 kl. 14:50
Dóp drepur og eyðileggur fjölskyldur.Þetta er ein birtingamynd þess harmleiks og skaða sem dópið veldur.Svo mikill harmleikur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:06
Vera má að þessi blessaður dópsmyglari sé ógæfumaður, við vitum ekkert um bakgrunn hans. Það er ekki alveg ólíklegt að hann sé höfuðsetinn af sér verri mönnum sem hafa í hótunum og því ekki með öllu óafsakanlegt að hann grípi til örþrifaráða, en fíkniefnasmygl er og verður alltaf stór og ljótur glæpur og þess eðlis að gerendum skal refsað. Það er svo annað mál hvort brasilísk fangelsi eru rétti staðurinn til að afplána glæp. En heima á Íslandi gæti afplánun bjargað ógæfumanni frá enn meiri ógæfu.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:59
Við erum að tala um ein verstu fangelsi sem eru í heiminum eru í Brasilíu. Þetta er mjög svo miskunarlaust. Það er einmitt þáttur um þetta á National GeoGraphic annað kvöld.
Tómas Eric (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:00
Ég finn til með fjölskyldu mannsins og vona svo sannarlega að hann fái fluttning hingað heim og tekur út dóminn hérna heima.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.5.2009 kl. 16:25
Verður ekki fljótlega sett af stað söfnun?
Jóhann (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:28
Langar til að vitna hér í orð Sigurðar Líndal lagaprófessor " Mikil lenska er að kalla afbrotamenn "ógæfumenn". Þótt til sanns vegar megi færa að mannvonzkan sé ógæfa virðist með hóflausri notkun þessa orðs gefið til kynna að mönnum sé ekki sjálfrátt og beri því naumast ábyrgð gerða sinna".
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:43
Takk fyrir Ágúst, fallegt af þér að koma þessu á framfæri....
og til þeirra er málið varða....
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.... þessi drengur á fjölskyldu... þessi drengur á sál.... og óþarfi að tala illa um annað fólk svona opinberlega... er ekki að draga úr því að hann braut af sér.... ímyndiði ykkur hvað hefur þurft mikið til að gera svona, það gerir engin svona bara afþvíbara! maður hlýtur að vera komin á ystu nöf til að fást til að gera svona... en setjiði ykkur í spor fjölskyldunnar... og ég segi aftur... aðgát skal höfð í nærveru sálar.... og hættið opinberlegum dónaskap, þið lítið illa út í augum fólks og virðist kaldir menn að tala svona.... með von um að þið séuð það ekki.... oooog margur heldur mig sig.... Vitiði ekki að "Karma is a bitch!!!" Bryndís
Bryndís Ruth Gísladóttir, 5.5.2009 kl. 17:49
hæhæ gústi, takk fyrirþessi orð þau voru fallega sögð og alveg rétt vegne þess að þettað er bróðir minn.
kveðja grétar fyrverandi neminn þinn
Grétar Matthíasson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 18:43
Já þetta er vægast sagt harmleikur.
Birna reyndar er þetta birtingamynd fíkniefnalöggjafarinnar, ekki fíkniefnanna.
Það eru ekki fíkniefni sem fær fólk til að smygla, það er gróðinn.
Stebbi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:01
Arngrímur, Helgi og síðast og jafnvel síst Réttlátur...
Þið eruð harðir dómarar og vona ég að líf ykkar allt endurspegli rétt ykkar ti að dæma veikt fólk, ég veit ekki hvort ykkur hafi verið hótað með ofbeldi eða verið pyntaðir en það get ég lofað ykkur að þessum dreng var gert að þola.
Hann lét tilleiðast og mun þar af leiðandi afplána lengi í verstu fangelsum heims, þarsem allt er gjörspillt og mannslífið er lítils virði, er það það sem þið viljið?
Glæpamannsdýrkun er svo alveg fáránlegt, í þessu tilfelli ef borið er saman við útrásarvíkingana (sem ég er sammála að hefðu mátt fá harðari meðferð en þarsem þeir brutu engin lög verður það ekki auðvelt) er drengur þessi gjaldkeri í litlu útibúi í Grafarvogi í fíkniefnaheiminum og ekki viltu í alvöru fara að handtaka gjaldkerana?
Það getur vel verið að þú sért bitur, jafnvel þið allir en gefið því nú séns að hleypa smá kærleika inní hjartað ykkar og dæma ekki alveg svona hart, það var víst það sem Jésú var að segja við faríseana.....
Einhver Ágúst, 6.5.2009 kl. 01:06
Ekkert mál Grétar minn og ég samhryggist þér og hugur minn er hjá ykkur fjölskyldunni. Endilega látið mig vita ef ég get get eitthvað.
Við skulum alveg láta það ógert að leiðrétta Birnu um fíkniefni, Birna veit meira um afleiðingar fíkniefna enn við öll til samans, þakka hlý orð Birna mín....
Einhver Ágúst, 6.5.2009 kl. 01:22
æjæj greyið litli dópistinn.... allt svo erfitt, þannig að hann bara "varð" að fara í neyslu.... og þorir svo ekki að segja til höfuðpaurana svo hann ákveður að vinna fyrir þá í staðinn... greyið.....
Og spurjið ykkur að því, hvort viljið þið frekar: Einn aumingi er laminn og nauðgað í brasilísku fangelsi, eða, 6 kíló af eitri komast í umferð hér á landi?
Fyrir mér er þetta ekki flókið val....
Jón (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:11
Eða Jón, einn aumingi í mannúðlegri afplánun á Íslandi og 6 kíló komast ekki í umferð hér á landi.
Frekar einfalt val, já.
Björgvin (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:11
Mér þætti vænt um að nafnlausar bleyður væru ekki að mæla með kynferðisofbeldi og almennt öðru ofbeldi á síðunni minni, sérstakega ef því er beint persónulega gegn einstaklingum.
Einhver Ágúst, 7.5.2009 kl. 01:54
Flottur pistill Gústi, ég er svo innilega sammála þér. Ógæfa þessa drengs er skelfileg og vonandi, þó það sé ekki líklegt, fær hann og aðrir að koma heim og afplána hér í nokkuð „eðlilegum“ fangelsum. Allavega hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki sett mikið út á íslensku fangselsin. Sem vonandi er einhver gæðastimpill....
Kári Garðarsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.