3ja mánaða hausverkur

Það virðist ekki mega segja neitt ljótt um kaffi, fólk er bara frekar pirrsa yfir þessu.

Ég er hættur að drekka kaffi, til að byrja með hætti ég að drekka kaffi fyrir 3 árum þegar ég hætti að reykja, bara svona til að vera viss, því að kaffi og sígó voru miklir vinir.

Það sem gerðist í mínu tilfelli kom mér innilega á óvart, nikótínfráhvörfin voru slæm í viku, með svefntruflunum og hálfgerðu flensuástandi og miklum hausverk. Eftir viku hurfu öll einkennin nema hausverkurinn og varð hann viðvarandi í ca 3 mánuði, ég ræddi við marga og komst að því að fólk fékk oft hausverk ef það fékk ekki kaffi strax á morgnana.  Eftir 1 og 1/2 ár fékk ég mér kaffi og féll fyrir tóbakinu 2 tímum seinna.

Nú er ég aftur hættur að reykja og drekka kaffi og er að upplífa sama hausverkjatímabilið aftur.

Kaffi getur ekki verið hollt að neinu leyti, engin næringarefni og eitthvað örvandi efni til að halda sér vakandi og ljúga líkamann til. Og það skrítna er að fók er voða hissa almennt að maður hafi hætt að drekka kaffi, það þykir undarleg uppátekt hjá kaffielskandi Íslendingum.

Dauð svæði veit ég nú ekki um svosem, ætla nú ekkert að vera að þykjast vera gáfaðri en kaffidrykkjumenn almennt, en kannski maður geti gripið í þetta í rökræðum í framtíðinni þgar manni finnst á mann halla?  Fyrirgefðu en drekkur þú kaffi?  heheheh

 

 


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já vinur, ég drekk kaffi og eins og þú veist þá var mér gefið „kaffihús“ í afmælisgjöf og maður er alltaf að fá sér. 

Nú ert þú alveg að verða gáfaðri en ég, svo ég held ég verði að fara að loka þessu kaffihúsi, enda kemur þú sjaldnar í heimsókn síðan þú hættir í kaffinu.

Skál fyrir þeim sem vitkast með árunum!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.5.2009 kl. 14:28

2 identicon

Ég er með taugasjúkdóm, og ég má alls ekki drekka kaffi þá verð ég bara fárveik. Segir það ekki ansi mikið um hversu mikið eitur kaffi er í raun og veru?

Lena (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband