Alltaf að grína bara?

Voðalega eru menn viðkvæmir, ég ætla nú að vona að bæði sjómenn og lögreglumenn hafi haft húmor fyrir þessu, þó að vissulega sé aðgerð lögreglunnar réttmæt þá er nú allt í lagi að gera smá grín að þeim. 

Það er ekki einsog þeir séu ósnertanlegir snillingar frekar en við hinir landsmennirnir á þessu kolrugaða landi okkar. Minni á að ekki fyrir svo löngu reyndi lögreglustjórinn okkar smávaxni að skreyta sig með stolnum fjöðrum þegar Sirtaki skútan var tekin fyrir austan, talaði fjálglega um margra mánaða lögregluvinnu og rannsókn þegar staðreyndin var að skipstjóri á fiskiskipi tilkynnti um ferði skútunnar og lögreglan var hreinlega heppin að ná gaurunum  á bíl nokkuð eftir löndun varningsins, sem krimmarnir að sjálfsögðu vissu ekkert hvað var.

En vonandi verður gerður góður matur úr þessum skötusel, er það ekki aðalatriðið?

Sem kokkur sé ég fyrir mér á matseðlinu "Böstaður Skötuselur með hvítu dufti, hass-elbach kartöflum og grænum jurtum úr íslenskum gróðurhúsum"

 


mbl.is Sérsveitin tók á móti skötuselsveiðimönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Hehehehe,
Og hvenær á maður að mæta í mat?

Freyr Hólm Ketilsson, 28.5.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband