30.5.2009 | 14:39
Áfengisglæpir
Nú er kominn tími á að leggja áfengi að jöfnu við önnur eiturlyf eða hvað?
Hér verður almenn réttlát reiði útí allt og alla sem koma nálægt "ólöglegum" eiturlyfjum, þegar staðreyndin er sú að stór hópur almennings drekkur áfengi og keyrir, og að áfengi almennt eins yndilegt og það getur nú verið veldur miklu tjóni í samfélaginu.
Ekki misskilja mig ég hef ekkert á móti áfengi sem slíku, mér finnst bara skrítið að eitt eiturlyf hafi svon betri réttarstöðu gegn öðru og að í löngu töpuðu stríði gegn eiturlyfjum sé myndað neðanjarðarhegkerfi sem nærist á glæpum og ofbeldi.
Þurfum við ekki að hugsa hlutina uppá nýtt í þessum efnum?
Hugsanir mínar og fyllsta samúð fara svo til barna mannsins sem missti líf sitt og annara aðstandenda, sem og ógæfumannsins sem olli þessu slysi að því er virðist.
Grunur um ölvun í banaslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er skelfilegt svo ekki sé meira sagt. Því miður er það allt of algengt hér á landi að fólk sest undir stýri eftir að það hefur drukkið áfengi. Það þarf að herða til muna eftirlit lögreglunnar, það er ekki nóg að koma með átak gegn ölvunarakstri nokkrum sinnum á ári. Átak þarf alltaf að vera í gangi, allan ársins hring. Fjölskyldan sem missti þarna maka og föður, á alla mína samúð.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.